Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022 Ilmur er litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is 150 ár frá því fyrsti kvenljós- myndarinn tók til starfa Haustskipið Jenny kom til hafnar við Djúpavog í Berufirði þann 7. október 1872 frá Kaupmannahöfn. Dagbókarfærsla prestsins á kirkju- staðnum Berufirði, Þorsteins Þórarins- sonar, fyrir þann dag er stuttaraleg. „Gott veður. Kom Jenny og dætur Weywadts með henni.“ Dætur Weywadts voru þær Susanna og Nicoline Weywadt og höfðu þær dvalið við nám í Danmörku frá árinu áður, önnur í mjólk- urfræðum á Jótlandi en hin við ljós- myndun í Kaupmannahöfn. Foreldrar þeirra, Peter Weywadt versl- unarstjóri og kona hans, Sophie Tvede, voru danskir og þær áttu því mörg ættmenni í Danmörku. Fæstum hefur þá verið ljóst að heimkoma Nicoline markaði tímamót í atvinnusögu kvenna en hún varð fyrsti kvenljósmyndarinn til að hefja störf á Íslandi. Næstu þrjá áratugi stundaði hún ljósmyndun með öðrum störfum og hafði starfsstöð fyrst á Djúpavogi en frá árinu 1881 á Teig- arhorni við Berufjörð. Stöðuheiti hennar breyttist ekki í opinberum gögnum þrátt fyrir menntunina. Þar er hún oftast skráð dóttir for- eldra sinna þó hún hafi verið orðin fullvaxta. Ár- ið 1890 fékk starfsheitið fotografinde upp á dönsku að fylgja á eftir stöðulýsingunni um að hún væri dóttir móður sinnar. Auk þess að mynda heimafólk á Djúpavogi, og þá sem áttu erindi þangað í kaupstað, þá fór Nicoline í myndatöku- ferðir um Austurland og myndaði í öðrum kaupstöðum fjórðungsins, Eskifirði og Seyðisfirði. Hún myndaði bæði fólkið sem þar bjó og þangað kom í verslunarerindum, en líka um- hverfið á þessum vaxandi þétt- býlisstöðum. Starfssvæði Nicoline var því stórt. Í myndasafni hennar eru myndir af fólki frá Suðursveit í Aust- ur-Skaftafellssýslu og norður í Vopnafjörð. Segja má að hún hafi myndað fólk af öllu Austurlandi. Hún varð því í raun ljósmyndari alls Aust- urlands, enda lengi vel ekki aðrir ljós- myndarar starfandi þar. Myndir hennar eru helsta sjónræna gáttin inn í Austurland á seinni hluta 19. aldar. Það hefur síðan styrkt stöðu Nicol- ine í sögunni að Þjóðminjasafn Ís- lands keypti stærstan hluta af gler- plötusafni með myndum hennar af ættingjum hennar í tveimur áföngum. Fyrst á áttunda hundrað glerplatna með mannamyndum árið 1943 og síð- an rúmlega 500 plötur til viðbótar með mannamyndum og um 40 úti- myndaplötur árið 1981. Að auki eru varðveittar á fimmta hundrað manna- myndir eftir hana í söfnum landsins. Flestar eru þær gerðar eftir glerplöt- unum sem eru í Þjóðminjasafninu. Einhver afföll hafa orðið á varðveislu glerplatna Nicoline í tímans rás, því um 70 varðveittar pappírsmyndir finnast ekki á glerplötum. Hvort Nicoline hófst handa við myndatökur strax við heimkomuna er ekki fullvíst en við það hefur starfs- tími hennar miðast. Það er verðugt að minnast þess að 150 ár eru nú frá því að Nicoline flutti með sér nýtt undra- tæki, ljósmyndavél, heim í Faktors- húsið á Djúpavogi. Inga Lára Baldvinsdóttir »Heimkoma Nicoline Weywadt markaði tímamót í atvinnusögu kvenna en hún varð fyrsti kvenljósmynd- arinn til að hefja störf á Íslandi. Nicoline Weywadt á námstímanum í Kaupmannahöfn. Höfundur er sagnfræðingur. Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni. Djúpivogur fullur af ís veturinn 1874. Inga Lára Baldvinsdóttir Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni. Víða um heim er al- varlegur upp- skerubrestur vegna loftslagsbreytinga og stríðsátaka sem ekki sér fyrir endann á. Þessi uppskerubrest- ur, sem gæti reynst langvarandi, ógnar fæðuöryggi okkar. Brýnt er að bregðast við og efla innviði á Íslandi svo að unnt sé að rækta og vinna hérlendis nauð- synlega matvöru eins og kornvöru. Staðan er nú sú að senda þarf korn sem ræktað er hér á landi til vinnslu erlendis. Það er bæði kostnaðarsamt og gífurlega óum- hverfisvænt. Í dag er innlend framleiðsla á korni til manneldis aðeins um 1% af heildarneyslu. Hér á landi eru mikil og góð tækifæri til að rækta korn og grænmeti en það sem skortir, til að ná árangri á því sviði, er markviss uppbygging nauðsyn- legra innviða. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans um fæðuöryggi á Íslandi, kemur fram að öryggið er hvað minnst hérlendis þegar kemur að kornvör- um, hvort sem er til manneldis eða fóðrunar búfjár. Fram hafa komið margar hugmyndir um hvað þurfi til að efla kornrækt á Íslandi og í því sambandi hefur verið nefnt að skapa þurfi efnahagslega mögu- leika á úrvinnsluiðnaði og korn- samlagi að norrænni fyrirmynd, jafnvel með því að beita skattaleg- um hvötum. Þá hefur einnig verið talað um að koma þurfi upp af- komutryggingu fyrir þá sem stunda kornrækt og að styðja kröftuglega við rannsóknar- og kynbótastarf. Ég lagði fram þingsályktun- artillögu þann 15. september síð- astliðinn og sóttist eftir því að ís- lenska ríkið gerði aðgerðaáætlun og tryggði nauðsynlegt fjármagn til uppbyggingar á innviðum sem stuðla að aukinni ræktun kornvöru á borð við hafra, repju, bygg og iðnaðarhamp. Að Alþingi fæli mat- vælaráðherra að koma á fót þeim nauðsynlegu innviðum sem þarf í samráði við hagaðila í greininni. Áhugi ræktenda og bænda á slíkri framleiðslu er þegar til stað- ar en stærstur hluti af íslenskri kornframleiðslu er notaður sem fóður innan bús. Hér á landi er ekki til félag sem getur keypt og geymt korn í miklum mæli. Bændur hafa því ekki tryggingu fyrir því að geta unnið, geymt og selt korn sitt. Þar af leiðandi er framleiðsla kornbænda aðeins lítill hluti af innlendri eftirspurn. Haframjólkurvörur hafa notið aukinna vin- sælda undanfarin ár, bæði vegna lítils kolefnisspors og aukinnar tíðni mjólkuróþols, en ha- framjólkurvörur eru bragðgóðar og næringarríkar og líkjast kúamjólk- urvörum sem við eigum að venjast. Svíar og Finnar eru leiðandi í framleiðslu á haframjólkurvörum og nota til þess aðallega hafra sem eru ræktaðir þarlendis. Ræktun á höfrum á Íslandi er takmörkuð en hægt væri, með nauðsynlegum stuðningi, að leggja meiri áherslu á hana og framleiða okkar eigin ha- framjólkurvörur. Haframjólk er með næstlægsta kolefnissporið á eftir sojamjólk og er því umhverfis- og loftslagsvænn kostur, sem neyt- endur leggja síaukna áherslu á í vöruvali sínu. Samanburður við kol- efnisspor kúamjólkur leiðir í ljós að það þarf tíu sinnum meira land- svæði og þrettán sinnum meira vatn til að framleiða kúamjólk en þarf við haframjólkurframleiðslu. Haframjólk er ekki einungis góð fyrir heilsu fólks heldur einnig fyr- ir umhverfið og því er fjölþættur ávinningur af því að efla innviði til framleiðslunnar hér á landi. Íslenskt bygg til manneldis Íslenskir bændur sem rækta bygg nota það aðallega í fóður en þó hafa frumkvöðlar komið sér upp vélum til þurrkunar og rækta bygg til manneldis. Þar má td. nefna bændur á Vallanesi og Þorvalds- eyri. Afurðir frá þeim eru helst notaðar til matreiðslu og bjórgerð- ar og ljóst er að gífurleg tækifæri felast í því fyrir íslenska mat- vöruframleiðendur og brugghús að nota íslenskt bygg. Repja Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll- um hefur um árabil verið ræktuð repja og er sú repja notuð til að framleiða repjuolíu til manneldis svo og lífdísil. Þannig geta bændur notað lífdísil bæði á vinnuvélarnar og vélarnar sem þurrka kornið. Þar er komin sjálfbær og vistvæn hringrás í framleiðslu. Nú þegar skortir repjuolíu á heimsmarkaði og tækifæri fyrir okkur að rækta og framleiða okkar eigin repjuolíu sem mikið er notuð við matreiðslu og mögulegt er að nota til að knýja farartæki og vélar. Á Íslandi er framleitt nægt magn og umfram það af dýra- afurðum eins og kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Löngu er orðið tímabært að leggja áherslu á korn- vöru og grænmeti. Við búum á af- skekktri eyju og erum þannig ber- skjölduð fyrir náttúruhamförum, styrjöldum og kreppum sem gætu hamlað innflutningi. Því ætti að vera í forgangi að efla kornrækt á Íslandi. Þingsályktunartillöguna má kynna sér á vef Alþingis. Eflum innviði til kornræktar Valgerður Árnadóttir Valgerður Árnadóttir » Brýnt er að bregðast við og efla innviði á Íslandi svo að unnt sé að rækta og vinna hér- lendis nauðsynlega mat- vöru eins og kornvöru. Höfundur er varaþingmaður Pírata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.