Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
SUPER CONTROL AÐHALDSSAMFELLA
Kemur undir brjóstin
Sléttir úr maga og baki
Mjúk blúnda að
Stærðir S-XX
Verð 12.650
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14
aftan
L
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Húsið er vel byggt og er áberandi
kennileiti í bænum. Ætti því að fara á
nokkuð háu verði, enda veit ég af
áhuga líklegra kaupenda,“ segir
Björn Guðmundsson, löggiltur fast-
eignasali hjá Byggð á Akureyri. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu í gær
er Landsbankahúsið á Akureyri nú
til sölu og verður auglýst um helgina.
Byggingin er á þremur hæðum, að
viðbættum kjallara og risi, og er
samanlagt 2.300 fermetrar að flat-
armáli. Af hálfu bankans er áhugi á
því að geta verið áfram um sinn með
starfsemi sína í húsinu, þó á minni
fleti er nú er.
Skýrist um mánaðamótin
Frestur til þess að skila inn til-
boðum í húsið á Akureyri verður til
21. október næstkomandi. Þeim ætl-
ar Landsbankinn að vera búinn að
svara þann 28. október. Línur í mál-
inu ættu því að liggja fyrir um næstu
mánaðamót.
Björn Guðmundsson segir að
Landsbankahúsið bjóði upp á ýmsa
möguleika til að starfrækja þar t.d.
skrifstofur eða opinbera þjónustu.
Hugsanlega megi breyta því í hótel
eða annað slíkt. Með góðri útfærslu
geti slíkt farið ágætlega saman við
bankastarfsemi, sem verði vænt-
anlega áfram í húsinu enn um sinn.
„Eitthvað hafði spurst út að húsið
færi á sölu á næstunni. Fólk hefur
því verið að máta ýmsar hugmyndir
við bygginguna, sem ég tel að seljist
fljótt,“ segir fasteignasalinn.
Nýtt sem skrifstofuhótel
Landsbankahúsin á Akureyri, í
Reykjavík, á Selfossi og Ísafirði eru
öll mjög svipuð; byggð í klassískum
hallarstíl. Á síðasta ári var gengið frá
sölu á gamla Ísafjarðarhúsinu, hvar
nú er skrifstofuhótel og íbúðir. Starf-
semi Landsbankans á Selfossi er enn
í sömu byggingu, sem bankinn leigir
nú af Sigtúni-þróunarfélagi sem hef-
ur breytt hluta byggingarinnar í
skrifstofur og fjarvinnustöðvar sem
leigðar eru út. Ýmsar hugmyndir eru
síðan um frekari nýtingu og breyt-
ingu á byggingunni í næstu framtíð.
Bankastarfsemi hefur breytst
mikið á síðustu árum, m.a. með staf-
rænni tækni. Ekki þarf sama pláss
og áður, til dæmis fyrir skjala-
geymslur eða stálluktar hvelfingar
fyrir peningaseðla. Þetta er meðal
ástæðna þess að starfsemin flyst í ný
hús, sem óneitanlega breyta ytri svip
Landsbankans.
Sem kunnugt er verður starfsemi
höfuðstöðvanna í Reykjavík, sem
lengi hefur verið í stórhýsi við Aust-
urstræti, á næstu mánuðum flutt í
nýbyggingu við Austurhöfn. Fram
kom í síðustu viku að ríkið hefur
ákveðið að kaupa gamla Lands-
bankahúsið, enda verði því fundið
verðugt hlutverk. Þar er meðal ann-
ars horft til starfsemi dómstóla en
endurskipuleggja þarf húsnæðismál
þeirra til lengri tíma.
Reist á rústum brunnins húss
Saga starfsemi Landsbanka Ís-
lands í miðborg Reykjavíkur spannar
nokkuð á aðra öld, eins og rakið er í
grein eftir Pétur Ármannsson sem
finna má á vef bankans. Árið 1898
reisti Landsbankinn veglega, tvílyfta
byggingu úr hlöðnum steini á lóðinni
nr. 11 við Austurstræti eftir upp-
dráttum dansks húsameistara.
Hlaðnir útveggirnir voru úr gróf-
höggnum steini og hleðslulíking var
yfir bogagluggum á götuhæð, segir í
grein Péturs.
Í miklum eldsvoða vorið 1915
brann fjöldi húsa í miðborg Reykja-
víkur til grunna. Landsbankahúsið
skemmdist mikið og stóðu hlaðnir út-
veggirnir einir uppi. Í kjölfarið var
starfsemi bankans fram til 1924 í
húsi Nathans & Olsens við Austur-
stræti, hvar starfsemi Reykjavík-
urapóteks var lengi og nú hótel.
Landsbankinn lánaði fé til byggingar
þess húss og var jafnframt helsti
leigutaki þess.
Árið 1921 ákvað stjórn Lands-
bankans að festa sér aftur lóðina að
Austurstræti 11 og reisa þar nýtt
bankahús úr rústum þess sem brann.
Húsameistarinn Guðjón Samúelsson
var fenginn til að teikna húsið, sem
sem var tekið í notkun árið 1924. Æ
síðan hefur starfsemi Landsbankans
verið í húsinu, sem byggt var við á
árunum 1934-1940. Jafnan hafa verið
skiptar skoðanir um viðbygginguna,
kassalaga marmarahús, sem þykir úr
samræmi við eldri hluta. Síðar eign-
aðist Landsbankinn svo ýmsar bygg-
ingar í Kvosinni og er með starfsemi
sína þar, sem senn flyst öll í nýbygg-
inguna sem senn verður tilbúin.
Svipur bankans er að breytast
- Landsbankinn selur hallirnar - Svipsterkar byggingar í klassískum stíl - Ekki þörf á peninga-
hvelfingum - Áhugi er sýndur á Akureyrarhúsi - Aldarlangri sögu í Austurstræti er nú að ljúka
Akureyri Húsið var tekið í notkun árið 1954. Er þó í raun aðeins hálfbyggt,
því ráðgerð álma til austurs, það er til hægri á mynd hér, var aldrei reist
Selfoss Landsbankinn seldi húsið fyrir um tveimur árum, en leigir fyrir
starfsemi sína af nýjum eigendum sem ætla byggingunni ný not síðar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísafjörður Í stíl nánast eins og byggingin á Selfossi, en þó aðeins minna hús
og hlutföllin önnur. Landsbankinn seldi húsið í fyrra og flutti yfir götuna.
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Stórhýsið í Austurstræti var tekið í notkun árið 1924, en marm-
araklædd viðbygging 1940. Landsbankinn flytur annað á næstu mánuðum.
Keppnin um besta evrópska götu-
bitann fer fram í München í Þýska-
landi um helgina. Fyrir hönd Ís-
lands keppir Sigvaldi Jóhannesson,
Silli kokkur, sem bar sigur úr být-
um í íslensku forkeppninni í sumar.
Keppnin nefnist á frummálinu
„European Street Food Awards
2022“ og er sögð stærsta götubita-
hátíð í heimi. Silli mun etja kappi
við 15 aðra matreiðslumenn, víðs-
vegar frá í Evrópu. Hann keppir í
þremur flokkum í Þýskalandi, um
besta hamborgarann, bestu samlok-
una og loks besta götubitann.
Lokakeppnin í Evrópu hefur ekki
farið fram frá árinu 2019, vegna
kórónuveirufaraldursins. Þá keppti
Jömm fyrir Ísland. Forkeppnin hér
heima fór hins vegar fram síðustu
þrjú sumur og vann Silli kokkur í
öll skiptin.
Ljósmynd/Heiða HB Photography
Götubiti Silli kokkur og hans starfsfólk með verðlaunin frá í sumar.
Keppir um besta
götubitann í Evrópu
- Silli kokkur verður fulltrúi Íslands