Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
Alþjóðlega brúðulistahátíðin
Hvammstangi International
Puppetry Festival (HIP Fest) hefst í
dag og stendur til sunnudags, en
þetta er í annað sinn sem hátíðin,
sem er tvíæringur, er haldin.
Á hátíðinni kemur fram hópur
erlendra listamanna og brúðu-
leikhópa. Þeir bjóða upp á fjölda
sýninga og vinnusmiðja, auk fyrir-
lestra og kvikmyndasýninga með
umræðum við listamennina á eftir.
„Í ár er lögð sérstök áhersla á
tengslamyndun og faglega þróun,
samhliða frábærum sýningum fyrir
almenning. HIP Fest er einstök við-
bót við menningarlíf landsmanna,
enda eina brúðulistahátíð landsins.
HIP Fest var valinn menningar-
viðburður ársins á Norðurlandi
vestra árið 2020 og skipuleggjandi
hátíðarinnar, Handbendi – Brúðu-
leikhús, er núverandi Eyrarrósar-
hafi,“ segir í tilkynningu, en Eyrar-
rósin er, sem kunnugt er, veitt fyrir
framúrskarandi menningarverk-
efni á landsbyggðinni.
Í tilkynningu segir einnig að
brúðulistin sé fjölbreytt og fornt
listform sem stöðugt hasli sér
stærri völl í menningarlífi landsins.
Á hátíðinni má líta fjölbreyttar sýn-
ingar fyrir alla aldurshópa, þar sem
listamenn nýta sér öll blæbrigði
listformsins.
Allar nánari upplýsingar um
hátíðina má finna á thehipfest.com
og miðar fást á tix.is. Þess má geta
að í ár er boðið upp á sýningar frá
Spáni, Slóvakíu, Bretlandi, Tékk-
landi, Þýskalandi og Grikklandi
auk Íslands.
Ljóðræna Úr Pappírsleikhús sem Rauxa cia frá Spáni sýnir í félagsheimilinu á Hvamms-
tanga í kvöld, föstudag, kl. 19. Sýningunni er lýst sem einræðu þar sem ímyndunaraflið
léttir undir með einmanaleikanum til að gefa ljóðrænum og draumkenndum heimi rými.
Brúðulistahátíðin HIP Fest hefst í dag
AF BÓKMENNTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Tilkynnt var í gær að Sænska
akademían hefði ákveðið að
franski rithöfundurinn Annie
Ernaux hlyti Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum í ár, „fyrir hugrekkið og
klíníska skerpuna sem hún beitir við
að afhjúpa ræturnar, rofin og
sameiginleg höftin í persónulegum
minningum,“ eins og segir í úrskurði
akademíunnar.
Ernaux, sem er 82 ára gömul, á
sér ört vaxandi lesendahóp út um
löndin en á síðustu árum hafa stuttar
en heillandi, margræðar og afar per-
sónulegar frásagnir hennar verið
þýddar á sífellt fleiri tungumál. Og
hún hefur ítrekað verið orðuð við
Nóbelinn. Ein bóka Ernaux hefur
komið út á íslensku, Staðurinn (La
Place, 1983), sem Rut Ingólfsdóttir
þýddi listavel og forlagið Ugla gaf út
fyrr á þessu ári.
Þegar tilkynnt var í gærmorgun
að Ernaux hlyti verðlaunin, var
greint frá því að fulltrúum Sænsku
akademíunnar hefði enn ekki tekist
að ná í höfundinn til að láta hana vita
af verðlaununum, „en hún mun ef-
laust komast fljótlega að þessu,“
bætti ritari akademíunnar kersknis-
lega við. Og ekki leið á löngu þar til
fréttamaður sænska ríkissjónvarps-
ins náði tali af glöðum höfundinum
sem sagði valið á sér vera „afar mik-
inn heiður“ en jafnframt fylgdi verð-
laununum „mikil ábyrgð“.
Verðlaunaféð er 10 milljónir
sænskra króna, 130 milljónir kr. Karl
Gústaf Svíakonungur mun afhenda
verðlaunin við hátíðlega athöfn í
Stokkhólmi 10. desember.
Aðdáunarvert og varanlegt
Ernaux hefur sent frá sér yfir
tuttugu bækur sem byggjast í meitl-
uðu málfari á hennar eigin lífi og upp-
lifunum og lýsa á meistaralegan hátt
til að mynda bakgrunni foreldra
hennar og ólíkum reynsluheimi fólks
af mismunandi stétt og kyni. Fransk-
ir gagnrýnendur segja verk hennar
veita einstaka innsýn í félagslega
samsetningu fransks samfélags. Hún
var frumkvöðull í því bókmennta-
formi sem kallað er autofiction, þar
Annie Ernaux hreppti Nóbelinn
AFP/Julie Sebadelha
Nóbelshöfundur Annie Ernaux var mynduð í vor sem leið þegar frumsýnd var kvikmynd eftir einni bóka hennar.
sem raunverulegar upplifanir eru
settar í skáldlegan búning og hefur til
að mynda verið kallað skáldævisögur.
Í umsögn akademíunnar segir
að Ernaux kanni sífellt og frá ólíkum
sjónarhornum líf sem mótist af mis-
mun hvað varði kynferði, tungumál
og stéttir. Bækur hennar séu „án
málamiðlana og skrifaðar á einföldu
máli, sem er skafið hreint,“ eins og
þar segir.
Og þegar hún opinberi, „af miklu
hugrekki og skarpri greind, angistina
sem fylgir upplifun af stéttskiptingu
og lýsir skömm, niðurlægingu, af-
brýðisemi eða því hvernig fólk geti
ekki séð sjálft sig í raun, þá hafi henni
tekist nokkuð aðdáunarvert og
varanlegt“.
Skrif um sig og fjölskylduna
Forseti Nóbelsnefndarinnar
sagði í gær að akademían hefði lengi
fylgst með skrifum Ernaux og rætt
mikið um þau. Fyrsta bók Ernaux,
Les Armoires vide, kom út árið 1974
og fjallar á hreinskilnislegan hátt um
fóstureyðingu sem hún gekkst undir
og leyndi fjölskyldu sína. Það var síð-
an með fjórðu bókinni, Staðurinn
(1983), sem fjallar um föður hennar
og samfélagið sem mótaði hann, sem
hún sló fyrst í gegn á vettvangi bók-
menntanna. Fjórum árum seinna
skrifaði Ernaux um móður sína í Une
Femme sem í umsögn akademíunnar
er sögð „dásamleg hylling á sterkri
konu“.
Ernaux hefur haldið áfram að
senda jafnt og þétt frá sér stuttar en
meitlaðar frásagnirnar sem fjalla á
einn eða annan hátt um upplifanir
hennar og sögu fjölskyldunnar; til að
mynda er ein um eiginmann hennar,
önnur framhjáhald hennar, svo skrif-
aði hún um alzheimer-sjúkdóminn og
brjóstakrabbamein. Eins og fyrr
sagði hafa bækurnar notið síaukinnar
hylli alþjóðlega og hefur hún hlotið
fyrir þær ýmis bókmenntaverðlaun,
heima fyrir og í öðrum löndum.
Stutt meistaraverk
Í vor sem leið birtist hér í
blaðinu umsögn mín um þýðingu Rut-
ar á hinni stuttu sögu Annie Ernaux,
Staðurinn, sem er aðeins 107 síður.
Þar segir að það litla meistaraverk sé
enn ein staðfestingin á því að umfang
listaverks, og í þessu tilfelli lengd
bókar, segi ekkert um gæðin sem í
því kunna að felast; sagan sé ein-
staklega vel sögð og áhrifamikil. Og
formgerðin og frásagnarhátturinn
sem höfundurinn hefur valið verkinu
hæfi fullkomlega og sé lykill að
áhrifamættinum.
Aðferð Ernaux við að segja sög-
una af föður sínum, bakgrunni hans
og lífi í þessari bók, er heillandi. Hún
er í senn hlutlæg eins og skýrsla og
einstaklega tilfinningarík; knöpp en
samt djúp; hlý og köld.
Umsögninni lauk ég með setn-
ingunni: „Þessi franski höfundur er
ein af þeim stóru.“ Því hún er stór-
skáld – og nú er Sænska akademían
búin að staðfesta það; höfundur litlu
sagnanna er einn af hinum miklu rit-
höfundum samtímans. Og vonandi
koma fleiri af bókum Ernaux út á ís-
lensku sem fyrst.
»
Því hún er stór-
skáld – og nú er
Sænska akademían búin
að staðfesta það; höf-
undur litlu sagnanna er
einn af hinum miklu rit-
höfundum samtímans.
Myndlistarsjóður hefur lokið við
seinni úthlutun sína fyrir árið 2022.
36 sýningarverkefni hlutu styrki
sem námu samanlagt 27 milljónum
króna. Tíu verkefni hlutu styrk yfir
milljón. Þann hæsta hlutu Ólafur
Ólafsson og Libia Castro, 1,8 millj-
ónir króna, fyrir framleiðslu á
einkasýningu í Listasafni Reykja-
nesbæjar. Mun hún bera titilinn Af-
bygging stóriðjunnar í Helguvík og
er kjarni hennar sagður mynd-
bandsinnsetning sem endurspeglar
á gagnrýninn hátt stóriðju á Íslandi,
„með áherslu á Kísilverksmiðjuna
United Silicon í Helguvík, og út-
dráttarhyggju í sögulegu og hnatt-
rænu samhengi“, eins og því er lýst í
tilkynningu. Samstarfsaðilar eru
Töfrateymið og íbúar Reykjanes-
bæjar. Ólafur og Libia voru fulltrú-
ar Íslands á Feneyjatvíæringnum
árið 2013 og hlutu Íslensku mynd-
listarverðlaunin árið 2020. Tvo
næsthæstu styrkina hlutu Suður-
landstvíæringurinn fyrir sýningar,
smiðjur og málþing á komandi mán-
uðum og samsýning í Kling & Bang í
sýningarstjórn Kristínar Helgu
Ríkharðsdóttur á næsta ári. Einnig
hlutu sýningaröð í Open, Sol-
ander250: Bréf frá Íslandi í Ís-
lenskri grafík, Pussy Riot í Kling &
Bang og sýningin Norður og niður í
Listasafni Reykjavíkur hver um sig
eina og hálfa milljón króna í styrki.
Í flokki undirbúningsstyrkja
hlaut myndlistartvíæringurinn
Sequences hæsta styrkinn, 1,8 millj.
kr. og undirbúningur fyrir sýningu
til heiðurs Ragnari Kjartanssyni
myndhöggvara, Útvarpsstöðin
Krútt á vegum Kleifa á Norðvestur-
landi og verkefni Bjargeyjar Ólafs-
dóttur, Arkífið, bókverk og sýning,
hlutu svo hvert um sig eina milljón
króna.
Frekari upplýsingar má finna á
myndlistarsjodur.is.
Ólafur og Libia
hlutu hæsta styrk
Tvíeyki Ólafur og Libia.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
S ign · Fornubúði r 12 · Ha fnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
WWW.S IGN . I S