Morgunblaðið - 07.10.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2022
✝
Anna Theo-
dóra Rögn-
valdsdóttir fæddist
í Reykjavík 15. apr-
íl 1953. Hún lést á
Landspítalanum,
Fossvogi, 25. sept-
ember 2022.
Anna var dóttir
Rögnvalds Ólafs-
sonar teiknara, f.
4.2. 1923, d. 12.4.
2004, og Jórunnar
Steinunnar Jónsdóttur for-
stjóra, f. 25.8. 1920, d. 24.10.
1987. Rögnvaldur var sonur
Ólafs Jónssonar frá Elliðaey á
Breiðafirði og Theodóru Daða-
dóttur, f. á Dröngum á Skógar-
strönd. Jórunn var dóttir Jóns
Árnasonar, læknis á Kópaskeri,
frá Garði í Mývatnssveit, og eig-
inkonu hans, Valgerðar Sveins-
dóttur frá Felli í Sléttuhlíð í
Skagafirði. Seinni kona Rögn-
valdar er Vigdís Ragnheiður
Garðarsdóttir, f. 24.1. 1936.
Sonur Jórunnar og fyrri manns
hennar, Sverris Magnússonar
nýju Ragnarsdóttur, leikkonu
og bókasafnsfræðingi. Sonur
Arnars Steins og Kolfinnu
Kjartansdóttur, f. 27.12. 1993,
er Úlfur Unnsteinn, f. 19.3.
2022.
Meðal verka Önnu var fyrsta
glæpaþáttaröðin sem framleidd
var á Íslandi, Allir litir hafsins
eru kaldir. Hún samdi handrit
og leikstýrði þáttunum sem
sýndir voru í Ríkissjónvarpinu
árið 2006. Þar áður hafði hún
skrifað og leikstýrt stuttmynd-
unum Hlaupári (1995) og Köldu
borði (1998) og leiknu heimild-
armyndunum Sögu húss: Að-
alstræti 16 (1992) og Sögu húss:
Austurstræti 22 (1994).
Anna var einnig leikmynda-
hönnuður myndanna Með allt á
hreinu (1982) og Inguló (1992)
og starfaði sem leikmyndahönn-
uður á RÚV og Stöð 2 á níunda
áratugnum. Hún var meðstofn-
andi og meðeigandi kvikmynda-
félagsins Gjólu sem framleiddi
Inguló og Draumadísir (1996).
Hún stofnaði kvikmyndafélagið
Ax ehf. árið 1989 ásamt bróður
sínum Ólafi og framleiddi félag-
ið meðal annars áðurnefnd höf-
undarverk hennar.
Útför Önnu fer fram í dag, 7.
október 2022, klukkan 15 í Nes-
kirkju.
lyfsala, f. 24.6.
1909, d. 22.6. 1990,
var Gunnar Ægir
Sverrisson, f. 14.6.
1943, d. 3.1. 2011.
Börn hans eru
Sverrir Ómar, f.
8.4. 1964, d. 25.2.
1965, Victor, f.
28.2. 1965, Selma
Rut, f. 15.7. 1973,
Ólafur Björn, f.
19.9. 1976, og Ing-
unn Helga, f. 12.1. 1981.
Sonur Önnu og Charles Dal-
ton, f. 22.10. 1953, var Úlfur
Chaka Karlsson, f. 5.4. 1976, d.
9.9. 2007. Úlfur var myndlist-
armaður, hönnuður og tónlist-
armaður.
Bróðir Önnu er Ólafur Rögn-
valdsson kvikmyndagerðar-
maður, f. 5.9. 1958. Kona hans
er Ása Gunnlaugsdóttir hönn-
uður, f. 26.9. 1968. Ólafur á syn-
ina Arnar Stein, f. 7.10. 1986,
með Svanhildi Gunnarsdóttur
íslenskufræðingi og Ragnar
Árna, f. 14.5. 1991, með Guð-
Það sópaði að henni Önnu
hvar sem hún fór. Þótt hún segði
ekki margt var vigt í nærveru
hennar – bæði sem persónuleika
og djúpt hugsandi einstaklings.
Hún var einstaklega vel lesin og
góður greinandi, hvort heldur
sem var á menn og málefni dæg-
urþrassins eða heimspeki
listanna og menningar líðandi
stundar. Hún bjó jafnframt yfir
áhugaverðri þversögn þegar
maður kynntist henni; var dul en
líka skelegg, hlédræg en um leið
félagslega sinnuð. Eftirtektar-
verð hvar sem hún fór.
Leiðir okkar Önnu lágu saman
á ögurstundu skömmu eftir að
börnin okkar, Elín og Úlfur,
urðu ástfangin mjög ung að
aldri. Þau höfðu einungis átt
nokkrar yndislegar vikur saman
á dásamlegu sumri sinnar ungu
hamingju þegar ógæfan reið yfir.
Úlfur greindist með illvígt
krabbamein sem varð að meg-
inviðfangsefni hans – og hennar
um leið – næstu árin. Þetta unga
fólk var auðvitað staðráðið í því
að horfa til framtíðarinnar sam-
an, frammi fyrir þessu erfiða
hlutskipti – láta það styrkja sig
fremur en veikja. Þau deildu því
sannarlega blíðu, en líka ógn-
vænlega stríðu af völdum þessa
vágests, sem markaði allt þeirra
daglega líf um langt árabil. Þau
bjuggu sér fallegt heimili, fóru
saman í skiptinám og unnu sam-
an að Listaháskólanámi samhliða
því að takast á við ótal krabba-
meinsmeðferðir í sameiningu og
horfast í augu við hverfulleika
lífsins með hætti sem ungu fólki
er alla jafna ekki ætlað.
Við foreldrarnir á báða bóga
gerðum það sem við gátum til að
veita þeim skjól og stuðning í
þessu mikla verkefni og deildum
ábyrgð á velferð þeirra beggja.
Það er erfitt að gera sér í hug-
arlund hversu mikil áskorun það
var fyrir Önnu að fylgja einka-
syni sínum í gegnum þetta óbil-
gjarna stríð, þar sem hann að
lokum laut í lægra haldi.
Að þeim mæðginum báðum
gengnum stendur eftir falleg
minning um samband einstæðrar
móður við sinn hæfileikaríka son,
ástina sem þau bæði deildu á lyk-
ilþáttum hvunndagsins; elda-
mennsku og góðum mat, inni-
haldsríku samtali við þá sem
þeim þótti vænt um og vægi vin-
áttunnar sem þau lögðu mikla
rækt við.
Hvorugt þeirra vildi bera
sorgir sínar á torg, heldur báru
þær byrðar sem tilvistin færði
þeim af einskæru æðruleysi og
hugrekki. Þau mörkuðu merki-
leg spor, hvort á sinn veg, og
skilja eftir sig tilfinningu fyrir
miklu örlæti í garð náungans,
hæfileikanum til að sjá stóru
myndina og hefja sig yfir hismið
sem stundum þvælist um of fyrir
mannanna börnum.
Við, fjölskyldan hennar Elín-
ar, þökkum fyrir kynnin af þeim
Önnu og Úlfi að hennar leiðar-
lokum og vottum vinum Önnu og
aðstandendum hennar öllum
innilega hluttekningu og samúð
við fráfall einstakrar og eftir-
minnilegrar konu.
Fyrir hönd okkar Hansa,
Elínar og Úlfs,
Fríða Björk
Ingvarsdóttir.
Föðursystir mín á Laugaveg-
inum var mér óuppljúkanleg
gáta frá því ég var barn. Þessari
gátu fylgdi hvorki lykill né landa-
kort því hún leysti sig aðeins
sjálf án sýnilegra utanaðkomandi
meðala. Anna Dóra var eingöngu
sín eigin manneskja og ég skynj-
aði að þessum eiginleika fylgdi
reisn og hann kallaði á djúpa
virðingu. Miðbæjaríbúðin þar
sem ég umgekkst hana og Úlf
heitinn frænda mest var sveipuð
dekkri tónum og þyngra lofti en
ég átti að venjast. Það var magn-
þrungin dulúð yfir þeim mæðg-
inum og ég vissi að þau voru
bjuggu yfir visku og skörpum
huga þó þau leystu sjaldan frá
skjóðunni, að minnsta kosti í
kring um mig.
Þrátt fyrir óútreiknanlegt við-
mótið kom það fyrir að ég skynj-
aði frá henni raunverulega hlýju
og vissi að hún kom frá þessum
dulda og ósvikna stað sem ég gat
ekki alveg hent reiður á. Sömu-
leiðis upplifði ég alltaf sanna um-
hyggju í verki og skylduræknin
var órjúfanlegur þáttur sem
gekk í báðar áttir. Með tíð og
tíma öðlaðist ég loks þroska og
stöðu sem varpaði betur ljósi á
margbrotna sýn hennar og per-
sónuleika. Umgengnin við hana
síðustu mánuðina varð tilefni til
dýrmæts lærdóms um þessa sér-
kennilegu konu æsku minnar og
stöðu okkar sem eftir lifum hvert
gagnvart öðru.
Far í ljósi og friði elsku Anna.
Ragnar Árni Ólafsson.
Við Anna Theodóra urðum fé-
lagar í kvikmyndagerð þegar við
stofnuðum ásamt öðrum félagið
Gjólu. Það var árið 1989 og við
tók stórt verkefni miðað við efni
og aðstæður, „Ingaló“, þar sem
hún sá um leikmyndina. Síðar
stofnaði hún félagið Ax með
bróður sínum, Ólafi, og úr þeirri
smiðju komu á tíunda áratug
stuttmyndirnar „Hlaupaár“ og
„Kalt borð“, þar sem ég lagði lið,
og svo tvær leiknar heimildar-
myndir, sem báru heitið „Saga
húss: Aðalstræti 16“ og „Saga
húss: Austurstræti 22“. Í upphafi
þessarar aldar samdi hún og
leikstýrði fyrstu íslensku glæpa-
seríunni: „Allir litir hafsins eru
kaldir“, sem var framleidd af
Axi. Þáttaröðin fékk tilnefningar
á Eddu-hátíðinni en engin verð-
laun, sem hleypti í mig illu blóði,
en sjálf lét Anna ekki í ljós slíkar
tilfinningar.
Þótt eiginleg samvinna okkar
hafi ekki orðið lengri en þetta
tók við margra ára samtal og
skoðanaskipti um fagið. Hún
kom víða við, greinandi, ötul og
listræn, með myndlistarmenntun
frá Bandaríkjunum fyrir utan
skólun í kvikmyndagerð í Lund-
únum og eins árs starfsdvöl í
Róm. Hún hannaði mörg auglýs-
ingaspjöldin fyrir bíó, bókarkáp-
ur fyrir forlög, starfaði á sjón-
varpsstöðvum við
leikmyndagerð. Hún leit yfir
sviðið og byrjaði á grundvellin-
um, sem sést á bókaskrifum
hennar: Árið 1992 bjó hún til íð-
orðabók með skilgreiningum á
störfum í kvikmyndagerð og lýs-
ingum. Þar sem vantaði starfs-
heiti samdi hún þau af listfengi
og greind og lifa þau flest enn.
Félag kvikmyndagerðarmanna
gaf út og mætti endurútgefa því
upplagið er uppurið. Aðra bók
skrifaði hún sem varð jafn eft-
irsótt: handbók í ritun kvik-
myndahandrita, sem varð til upp
úr kennslu í því fagi.
Þegar ég lít yfir farinn veg
finn ég til tilhlökkunar, því brátt
fer streymisveita Kvikmynda-
miðstöðvar í loftið, sem mun
gera okkur kleift að skoða á nýj-
an leik myndir Önnu Theodóru.
Tel ég stuttmyndina „Hlaupaár“
með bestu íslensku kvikmynd-
um.
Hún lá ekki á skoðunum sín-
um en lét tilfinningar sínar sjald-
an í ljós. Samt var hún gefandi;
stofnaði til matarboða, myndaði
tengsl og fólk gladdist. Samræð-
ur voru skemmtilegar, því að
stöðugt var hún að velta ein-
hverju fyrir sér. Og á sama hátt
var hún forvitin í eldamennsku,
sífellt að reyna eitthvað nýtt. Það
voru þó fleiri en vinir og kunn-
ingjar sem nutu kunnáttu henn-
ar á því sviði; í nokkur misseri
eldaði hún á sambýli fyrir þá sem
eitt sinn höfðu verið á götunum.
Mér er það minnisstætt þegar
hún var að kaupa fyrir karlana
jólagjafir, þær máttu ekki vera
dýrar, því ekki átti Anna fé, en
hún vildi gefa þeim eitthvað, svo
þeir færu ekki í köttinn.
Þótt glæsileiki, smekkur og
listræn djörfung lýsti af Önnu
Theodóru þar sem hún fór hékk
önnur skikkja með síðum sem
sáu þeir sem til þekktu, en það
var sorgin. Allt breyttist þegar
einkasonur hennar, Úlfur Chaka,
dó, listamaðurinn ungi. Og eins
og tilfinningarnar haga sér, þá
grætur maður nú mæðginin
bæði, Önnu og Úlf, enn á ný.
Ásdís Thoroddsen
kvikmyndagerðarmaður.
Anna Theodóra. Hávaxin og
tíguleg. Sláandi falleg á klass-
ískan hátt, ljós yfirlitum, mó-
eygð, með sterka og fágaða and-
litsdrætti. Fámál, stílhrein og
dul.
Hún var óendanlega sjálfstæð,
skapandi, skemmtileg og skipu-
lögð. Skipulagshæfni var henni í
blóð borin. Það var sama á
hverju hún tók – hún greindi það
í frumeindir, las sér til, náði þétt-
um tökum á verkefninu og braut
það svo niður í viðráðanlega
verkþætti, sem voru afgreiddir
skipulega. Fyrir aðra fylgdu
skýringarmyndir og leiðbeining-
ar með hennar kláru rithönd.
Hugsað fyrir öllu. Þetta átti jafnt
við um uppskrift að sítrónuböku
og skipulag undirskriftasöfnunar
á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Heimilið hennar var engu líkt.
Fermetrarnir fáir, en allt átti
sinn stað, þar með talið jólatréð,
sem hékk með skrauti og ljósum
í talíu niður úr loftinu. Þarna var
pláss fyrir glæsileg margrétta
kvöldverðarboð, nafnspjald og
smágjöf við hvern disk. Matur-
inn ævintýralegur, til dæmis
geldur unghani, capon, eldaður
eftir kúnstarinnar reglum í þrjá
sólarhringa. Ég vissi ekki einu
sinni að capon væri til.
Við unnum saman að fjölda
verkefna. Hún aðstoðaði mig oft
við úrvinnslu og skipulag, ekki
síst framsetningu efnis og um-
brot á alls kyns prentmáli, frá
veggspjöldum upp í skýrslur og
bækur með miklu myndefni. Þar
kom myndlistarkonan sterk inn
og árangurinn eftir því. Sem
dæmi má nefna 200 síðna bók um
Langtímaviðbrögð við náttúru-
hamförum, flókið verkefni sem
hún leysti mjög vel. Prívat
skemmtum við okkur við að setja
saman ævisögu Ólafs Hannibals-
sonar í myndum, fjögurra binda
verk prentað í sex eintökum. Það
verður eitthvað fyrir bókasafn-
ara framtíðarinnar, ef þeir verða
ekki útdauðir.
Andí var hraðvirk, nýstárleg,
vandvirk – og ströng. Renndi
augum yfir textadrög frá okkur
Ólafi, rétti þau yfir borðið og
sagði: „Þið getið gert betur en
þetta.“ Við störðum undrandi á
hana, en hunskuðumst svo til að
gera (miklu) betur. Auðvitað.
Aðrir verða til að segja frá
kvikmyndagerðarkonunni, en ég
veit að þar nutu sköpunarkraft-
urinn, áræðið, vandvirknin og
skipulagshæfnin sín. Hún kunni
að segja sögu með öllum þeim
miðlum sem kvikmyndin býður,
setti markið hátt og stytti sér
ekki leið.
Þótt ég eigi ekki samfelldar
minningar um hana frá mennta-
skólaárunum er hún á ýmsum
myndum í huganum: við hring-
borðið á Tröð, í eldhúsinu hjá
Stínu á Einimelnum, seinna hjá
Þóru og krökkunum á Urðar-
stígnum, og sitjandi á dýnu uppi
á lofti í Skunkinum. Þrátt fyrir
að vera oft í sama rými og fé-
lagsskap held ég að við höfum
varla yrt hvor á aðra fyrsta ára-
tuginn. Eftir að hún kom heim
frá námi í Bandaríkjunum tóku
böndin að styrkjast, ekki síst eft-
ir að Úlfur kom inn í líf okkar
allra 1976. Jafnt og þétt fjölgaði
þáttum í tauginni á milli okkar.
Hún var alltaf fámál um eigin
líðan, jafnvel í stærstu sorg
nokkurrar móður, þegar hún
missti Úlf. Eins í veikindunum
undanfarin misseri. Hún beygði
sig ekki fyrir þeim, heldur fann
lausnir á praktískum vanda og
gerði langtímaplön, sem gerðu
ráð fyrir sjálfstæði hennar. Á
sinn hátt gengu þau eftir.
Guðrún Pétursdóttir.
Anna Theodóra
Rögnvaldsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SR. JÓHANNA INGIBJÖRG
SIGMARSDÓTTIR,
prófastur og sóknarprestur,
lést á Akureyri mánudaginn 26. september í
faðmi fjölskyldunnar.
Útförin fer fram í Egilsstaðakirkju 8. október klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á vef Egilsstaðaprestakalls.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð
heimahlynningar á Akureyri.
Kristmundur Magnús Skarphéðinsson
Sigmar Ingi Kristmundsson María Ósk Kristmundsdóttir
og fjölskyldur
Elskuleg móðir mín,
KRISTÍN LILJA ÓSKARSDÓTTIR,
síðast til heimilis
í Bólstaðarhlíð 45,
lést mánudaginn 19. september. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigrún Ósk Ingadóttir Kristján Sigurðsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BRAGI STEINSSON,
ketil- og plötusmiður,
frá Auðnum í Ólafsfirði,
lést á Dvalarheimilinu Hornbrekku
laugardaginn 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hollvinafélag Kvíabekkjarkirkju.
Sigríður Ingunn Bragadóttir
Auður Braga Ingunnardóttir
Sigurgeir Bragason Sigrún Elva Briem
Bragi Bragason Arna Ósk Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR MÁR SIGURÐSSON,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 4. október. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 12. október
klukkan 15.
Ragnhildur Guðrún Karlsdóttir
Brynhildur Guðmundsdóttir Ivica Gregoric
Inga Hanna Guðmundsdóttir Þorvaldur Jón Henningsson
Gunnlaug Guðmundsdóttir Michael Tran
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁRDÍS BJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 27. september.
Útförin fer fram frá Garðakirkju Álftanesi
miðvikudaginn 12. október klukkan 13.
Eyþór Geirsson Jónína Bachmann
Kristín Gunnarsdóttir Ingi Gunnar Guðmundsson
Kristján Gunnarsson Ólöf Stefanía Eiríksdóttir
barnabörn
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSA MARÍA KRISTINSDÓTTIR
sjúkraliði,
Hofteigi 46,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
föstudaginn 30. september.
Útförin fer fram frá Landakotskirkju þriðjudaginn 11. október
klukkan 13.
Gunnar Valur Gunnarsson Jensen
Anna I. Gunnarsdóttir Ástráður B. Hreiðarsson
Ása María, Soffía Sóllilja, Adam Ástráður
Sigrún Gunnarsdóttir Bjarni Torfason
Bergþóra María