Morgunblaðið - 11.10.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2022
Bakvörður dagsins er
skrifaður frá Porto í Portúgal þar
sem spennan fyrir einum mik-
ilvægasta, ef ekki almikilvæg-
asta, leik íslenskrar kvenna-
knattspyrnusögu fer
stigvaxandi. Íslenska landsliðið
hefur náð því magnaða afreki að
komast á fjögur Evrópumót í röð
og hefur samtals tekið fimm
sinnum þátt á EM.
Enn hefur frábært kvenna-
landslið okkar þó ekki komist á
allra stærsta sviðið, heims-
meistaramótið. Hefur það aldrei
verið jafn nálægt því og nú þeg-
ar umspilsleikur bíður gegn
spræku liði Portúgals í Pacos de
Ferreira, sem er í grennd við
Porto.
Aðstæður verða með besta
móti í leiknum í dag þar sem
spáð er notalegu veðri, 22 gráðu
hita og léttum andvara. Ætti ís-
lenska liðið því ekki að þurfa að
hafa áhyggjur af illviðráð-
anlegum hita, líkt og í hitabylgj-
unni á Englandi í sumar þegar
EM 2022 fór fram.
Þar að auki eru íslensku leik-
mennirnir orðnir þaulvanir að-
stæðum í Portúgal, enda hóp-
urinn búinn að æfa saman í
Portúgal síðan í síðustu viku,
fyrst í Algarve og svo á keppn-
isvellinum í Pacos de Ferreira í
gær, sem leit vel út þegar blaða-
menn fengu að fylgjast með
upphafi æfingar í gær.
Það verður að viðurkennast
að maður hefur af því nokkrar
áhyggjur að Sara Björk Gunn-
arsdóttir landsliðsfyrirliði hafi
ekki getað tekið þátt á þeirri æf-
ingu vegna flensu.
Fyrr í gær sagðist Þorsteinn
Halldórsson landsliðsþjálfari
þess fullviss að Sara myndi taka
þátt í leiknum þrátt fyrir að vera
að glíma við smá flensu og er
það vonandi rétt hjá honum
enda geysilega mikilvægt að hún
verði leikfær í þessum risaleik.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Aldrei jafn nálægt
Íslenska kvennalandsliðið hefur
svo að segja aldrei verið jafn nálægt
því að tryggja sér sæti á heims-
meistaramóti. Liðið var þó að heita
má enn nær því að gera einmitt það í
hreinum úrslitaleik gegn Hollandi í
C-riðli undankeppninnar ytra í síð-
asta mánuði, sem lauk, illu heilli,
með dramatískum en sanngjörnum
1:0-sigri heimakvenna. Með jafntefli
eða sigri hefði Ísland tryggt sér
beint sæti á HM.
Það breytir því ekki að með því að
hafna í öðru sæti riðilsins tryggði Ís-
land sér sæti í umspili um laust sæti
á HM í fyrsta skipti í sögunni. Vissu-
lega hefði verið æskilegt að komast
beint á HM en ekki þýðir að sýta
orðinn hlut enda er það ekki til
neins. Leikmenn og þjálfarar eru
svo sannarlega reiðubúnir í verk-
efnið stóra í dag.
Búnar að spila marga
stóra leiki
Þeirra á meðal er Dagný Brynj-
arsdóttir, einn reynslumesti leik-
maður íslenska liðsins, með 107
landsleiki, þar sem hún hefur skorað
37 mörk.
„Ég held að við séum vel stemmd-
ar í þetta. Við erum búnar að spila
marga stóra leiki á árinu. Ég held að
spennustigið sé bara gott. Það hefur
gengið vel eftir að við komum hingað
út. Við erum allar klárar í þetta og
hlökkum bara til,“ sagði Dagný í
samtali við Morgunblaðið á hóteli ís-
lenska landsliðsins í Porto í gær.
Hún sagði það vissulega hafa ver-
ið svekkjandi að tapa á lokasekúnd-
unum gegn Hollandi þegar jafntefli
og þar með beint HM-sæti hafi verið
innan seilingar en að nú einsetji liðið
sér að reyna að sjá til þess að það
upplifi ekki aftur þær tilfinningar
sem fylgdu því tapi og því að hafa
ekki komist upp úr riðli sínum á EM.
Viljum ekki upplifa
þessar tilfinningar
„Við settum leikinn gegn Hollandi
nú bara til hliðar en ég held að það
sé mikilvægt að hafa í huga bæði til-
finningarnar sem komu upp eftir
Frakka-leikinn, þegar við komumst
ekki upp úr riðlinum á EM, og svo
eftir að hafa tapað á móti Hollandi á
síðustu sekúndunum.
Það gefur manni að ákveðnu leyti
aukastyrk af því að maður vill gera
allt sem í valdi manns stendur til
þess að upplifa ekki þær tilfinningar
aftur, heldur snúa þeim upp í eitt-
hvað jákvætt og skemmtilegt.
Þó við hefðum auðvitað viljað fá
aðra niðurstöðu eftir EM og eftir
Hollandsleikinn þá er líka mikilvægt
að taka það með okkur úr leikjunum
að læra af þeirri reynslu. Ég held að
engin af okkur vilji upplifa þær til-
finningar, sem við fundum þá, aft-
ur.“
Bæta sig með hverju árinu
Spurð út í andstæðinga dagsins
sagði Dagný að lokum: „Portúgal er
með mjög spennandi lið og er á mik-
illi siglingu núna. Þær bæta sig með
hverju árinu en við höfum ekki spil-
að við þær núna í nokkur ár. Þær
eru með leifturfljóta sóknarmenn,
eru góðar á boltanum og kraftmikl-
ar.
Þegar við horfðum á þær á móti
Belgíu, þá sáum við að þær eru
kraftmiklar og ákveðnar. Þær áttu
skilið að vinna Belga, þær voru betri
í þeim leik. Þær hafa ekki komist á
HM heldur og þetta verður bara
hörkuleikur. Þær eru með marga
góða leikmenn í góðum liðum. Ef við
ætlum að fá eitthvað út úr leiknum
verðum við að spila okkar besta
leik.“
Einn leikur skilur á
milli feigs og ófeigs
- Ísland getur komist á HM í fyrsta sinn - Reynslunni ríkari eftir stórleiki ársins
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Það er allt undir hjá íslenska kvennalandsliðinu þegar liðið mætir Portúgal í dag í umspili um sæti á HM 2023.
Morgunblaðið/Eggert
37 Dagný Brynjarsdóttir er marka-
hæsti leikmaðurinn í hópnum.
Í PORTO
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Í dag rennur stóra stundin upp í
Pacos de Ferreira í Portúgal. Ís-
lenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu getur tryggt sér sæti á HM
2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og
komist þannig á heimsmeistaramót í
fyrsta skipti. Til þess þarf liðið lík-
lega að hafa betur í venjulegum leik-
tíma gegn heimakonum í Portúgal,
sem freista þess sömuleiðis að kom-
ast á HM í fyrsta sinn.
Ástæðan fyrir því að líklega þarf-
Ísland að hafa betur í venjulegum
leiktíma er sú að í annarri umferð
umspils Evrópuþjóða keppa sex
þjóðir um tvö bein sæti á HM en
„sísti“ sigurvegarinn í leikjunum
þremur þarf að fara í enn annan um-
spilsleik, þar sem lið úr mismunandi
heimsálfum munu etja kappi á Nýja-
Sjálandi næstkomandi febrúar.
Fáist sem dæmi sigurvegari í hin-
um tveimur viðureignunum, á milli
Skotlands og Írlands annars vegar
og Sviss og Wales hins vegar, í
venjulegum leiktíma, en ekki í leik
Portúgals og Íslands, fer sigurveg-
arinn úr síðastnefnda einvíginu,
hvort sem það væri eftir framleng-
ingu eða vítaspyrnukeppni, í auka-
umspilið. Vinnist sigur í venjulegum
leiktíma í öllum þremur viðureign-
unum verður farið eftir markatölu.
Ísland sat hjá í fyrri umferð um-
spils Evrópuþjóða vegna góðs ár-
angurs í riðli sínum í undankeppni
HM. Í þeirri umferð vann Portúgal
dramatískan heimasigur á Belgíu,
2:1, síðastliðinn fimmtudag, þar sem
sigurmarkið kom undir lok leiks.
Allt á uppleið hjá Portúgal
Sigur Portúgals í þeim leik var
fyllilega verðskuldaður enda voru
heimakonur sterkara liðið allan leik-
inn. Kvennaknattspyrnan hefur ver-
ið á uppleið undanfarin ár í Portúgal
þar sem liðið hefur tekið þátt á síð-
ustu tveimur Evrópumótum, árið
2017 í Hollandi og nú í sumar á Eng-
landi, sem voru fyrstu stórmótin
sem liðið tók þátt á í sögunni.
Í hvorugt skiptið komst liðið upp
úr riðli sínum en bætingin á milli
móta er auðsjáanleg þar sem Portú-
gal gerði til að mynda 2:2-jafntefli
við Sviss eftir endurkomu og stóð vel
í Hollandi en tapaði að lokum 2:3 á
EM 2022 í sumar.
Portúgalska liðið er sókndjarft og
léttleikandi og heldur boltanum vel
innan liðsins. Á hinn bóginn gætir
stundum kæruleysis í varnar-
leiknum og getur íslenska liðið hæg-
lega nýtt sér svæði, til að mynda á
bak við sókndjarfa bakverði Portú-
gals, til þess að klekkja á þeim.
1. deild karla
Álftanes – Selfoss ................................. 97:91
Staðan:
Sindri 3 3 0 263:205 6
Álftanes 3 3 0 282:268 6
Selfoss 3 2 1 283:237 4
ÍA 3 2 1 245:240 4
Ármann 3 2 1 288:287 4
Hamar 3 1 2 283:275 2
Skallagrímur 3 1 2 250:253 2
Hrunamenn 3 1 2 271:291 2
Fjölnir 3 0 3 237:290 0
Þór Ak. 3 0 3 209:265 0
1. deild kvenna
Tindastóll – Snæfell ............................. 51:75
Staðan:
Snæfell 4 3 1 300:227 6
KR 3 3 0 235:192 6
Stjarnan 3 3 0 249:202 6
Þór Ak. 4 3 1 275:234 6
Ármann 3 1 2 196:207 2
Aþ/Lei/UM 3 1 2 256:217 2
Hamar-Þór 4 1 3 274:273 2
Tindastóll 4 1 3 264:253 2
Breiðablik B 4 0 4 148:392 0
Litháen
Rytas Vilnius – Nevezis ...................... 88:92
- Elvar Már Friðriksson skoraði 11 stig
fyrir Rytas Vilnius, tók tvö fráköst og gaf
eina stoðsendingu á 16 mínútum.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – Fjölnir .................. 19.45
Í KVÖLD!
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik verður án þeirra Ómars Inga
Magnússonar og Viktors Gísla Hall-
grímssonar þegar liðið mætir Ísrael
á morgun á Ásvöllum í Hafnarfirði
og Eistlandi í Tallinn 15. október í
undankeppni EM 2024.
Ómar Ingi, sem er samningsbund-
inn Magdeburg í Þýskalandi, dró sig
út úr landsliðshópnum af persónu-
legum ástæðum í gær og þá er Vikt-
or Gísli, sem er samningsbundinn
Nantes í Frakklandi, að glíma við
meiðsli. Báðir hafa þeir verið lyk-
ilmenn í íslenska liðinu síðustu ár.
Kristján Örn Kristjánsson, leik-
maður Aix í frönsku 1. deildinni, var
kallaður inn í hópinn í stað Ómars og
æfði hann með liðinu í Safamýrinni í
gær.
Þetta eru fyrstu leikir íslenska
liðsins í undankeppninni en ásamt
Íslandi, Ísrael og Eistlandi leikur
Tékkland einnig í sama riðli.
Tveir lykilmenn fjar-
verandi hjá Íslandi
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Fjarverandi Ómar Ingi Magnússon verður ekki með íslenska liðinu í kom-
andi verkefnum en hann dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.