Morgunblaðið - 11.10.2022, Qupperneq 32
Njóttu bestu áranna
með Femarelle®
100% náttúruleg lausn
Elskaðu. Lifðu. Njóttu.
300 kr
af hver
jum
seldum
pakka í
októbe
r renna
til
Bleiku
Slaufun
nar
styrkir Bleiku Slaufuna
Sigríður Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Hólum,
heldur fyrirlestur sem ber heitið Torf til bygginga í dag
kl. 12 í Þjóðminjasafni Íslands í tilefni af sýningunni Á
elleftu stundu sem nú stendur yfir í safninu og veitir
innsýn í umfangsmikla og ómetanlega skráningu torf-
bæja hér á landi. Sigríður mun fjalla um hvernig torf
var valið, tekið og meðhöndlað og því síðan hlaðið upp
en aðferðin var mismunandi eftir landshlutum, segir í
tilkynningu. Fyrirlesturinn verður verður einnig í beinu
streymi á YouTube.
Fjallar um torf í hádegisfyrirlestri
ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Í dag rennur stóra stundin upp í Pacos de Ferreira í
Portúgal. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu get-
ur tryggt sér sæti á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi og komist þannig á heimsmeistaramót í fyrsta
skipti. »27
Allt undir hjá Íslandi í Portúgal
ÍÞRÓTTIR MENNING
sveitinni en vissulega sé skaflinn
erfiður.
Endurnýjun í Lúðrasveitinni hef-
ur líka gengið hægar að undanförnu
en oft áður. Jón segir ástæðurnar
margar en breyting á skólakerfinu
hafi ekki bætt stöðuna.
„Eftir að nám í menntaskólum
var stytt í þrjú ár hafa krakkarnir
ekki tíma fyrir áhugamálin eins og
þeir höfðu áður. Við viljum helst fá
þá til okkar að loknum grunnskóla
en þeir skila sér ekki sem fyrr.“
Ekki bæti úr skák að skólalúðra-
sveitir haldi nú krökkunum áfram
eftir að námi lýkur.
Jón Snorrason kynntist tónlist-
inni í Vestmannaeyjum og lék þar í
danshljómsveitum auk þess sem
hann spilaði á horn í Lúðrasveit
Vestmannaeyja. „Við stofnuðum
skólalúðrasveit 1978 og ég hef spil-
að á horn síðan.“ Þegar hann var 16
ára lærði hann á bassa í FÍH. Hann
flutti til Reykjavíkur haustið 1990,
ætlaði að vera í níu mánuði til að
ljúka námi í Iðnskólanum. Í febrúar
1991 var hann kjörinn varafor-
maður Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Mánuði síðar hætti formaðurinn.
„Ég var því orðinn formaður 21 árs,
nýbyrjaður í Lúðrasveitinni og
þekkti fáa.“ Síðan hafi hann verið í
stjórn fyrir utan árin 1994 og 2008.
Þegar Jón byrjaði í Lúðrasveit-
inni voru margir gamlir jaxlar þar
fyrir. „Hefðin var mikil og á þessum
tíma var starfandi Kvenfélag
Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem afl-
aði fjár fyrir húsið.“ Starfið hafi
lengi verið mjög blómlegt. Gefnar
hafi verið út hljómplötur og diskar
og farið í tónleikaferðir utan lands
sem innan. „Lúðrasveitir almennt
voru látnar spila til þess að kalla
fólkið saman, við höfum verið dug-
leg við að halda í hefðina og gerum
það áfram.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lúðrasveit Reykjavíkur fagnar 100
ára afmæli í ár. Af því tilefni var
ákveðið að halda tvenna sérstaka
tónleika. Þeir fyrri voru í vor en
þeir seinni verða í salnum Kaldalóni
í Hörpu miðvikudaginn 16. nóvem
ber. Þetta verður jafnframt í síðasta
sinn sem Lárus Halldór Grímsson
stjórnar sveitinni, en það hefur
hann gert undanfarin 24 ár.
Ekki hefur verið ákveðið hvort
staðan verði auglýst eða reynt verði
að finna heppilegan stjórnanda með
öðrum hætti. Jón Kristinn Snorra-
son, formaður Lúðrasveitar Reykja-
víkur og hornleikari, segir að ýmis-
legt komi til greina.
„Þegar breytingar verða er alltaf
gaman að fá ungt fólk með nýjar
áherslur,“ segir hann og bendir á að
Lárus hafi komið með ferskleika og
nýtt blóð, sem hafi virkað vel.
Fastur punktur
Lúðrasveitin var stofnuð 7. júlí
1922 og hefur ekki aðeins sett sinn
svip á bæjarlífið heldur verið fastur
punktur í tilverunni, rétt eins og
Hljómskálinn við Tjörnina í Reykja-
vík, sem var reistur fyrir sveitina.
Lúðrasveitin hefur spilað við inn-
setningu forseta Íslands og vegna
opinberra heimsókna á Bessastöð-
um, verið áberandi sumardaginn
fyrsta, tekið þátt í hátíðardagskrá
sjómannadagsins í Reykjavík og
jafnframt leikið fyrir íbúa á Hrafn-
istu sama dag, spilað í hátíðar-
höldum 17. júní og þegar kveikt hef-
ur verið á jólatrénu við Austurvöll.
Eins hefur Lúðrasveitin spilað í
messu á Landspítalanum á jóladag
og páskadag frá byggingu spítalans.
Heimsfaraldurinn hefur haft mik-
il áhrif á allt félagslíf og Jón segir
erfitt að halda áfram þar sem frá
var horfið fyrir tæplega þremur ár-
um. „Fólk var sem í dvala í rúm tvö
ár og þó margir séu komnir á stjá
eru ekki allir tilbúnir að mæta á
mannfagnaði sem fyrr,“ segir Jón.
Engin uppgjöf sé samt hjá Lúðra-
Lúðrasveitir til að
kalla fólkið saman
- Hundrað ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur
Hornleikari Jón Kristinn Snorrason, formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur.