Fréttablaðið - 07.01.2023, Side 2
Þrettándinn
Mikill mannfjöldi var samankominn í Gufunesi í gærkvöldi þar sem önnur af tveimur þrettándabrennum Reykjavíkurborgar var tendruð. Svo mikinn mann
skap dreif að brennunni að umferðaröngþveiti skapaðist við Gufunes og í nærliggjandi götum Grafarvogs. Fréttablaðið/Sigtryggur ari
Sjóðurinn veitir styrki til:
undirbúnings
sýninga
útgáfu, rannsókna og
annarra verkefna
M
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 20. febrúar 2023
Leiðbeiningar, umsóknarform
og reglur má finna á
myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í marsmánuði.
Veittir verða styrkir að lágmarki
300.000 kr. og hámarki
3.000.000 kr. Næsti umsóknar
frestur er 21. ágúst.
Opið er fyrir
umsóknir í
myndlistarsjóð
Mikil spenna er að myndast
hjá Íslendingum í Kaup-
mannahöfn fyrir komandi
Heimsmeistaramóti í hand-
bolta. Um þrjú hundruð munu
streyma frá kóngsins Köben
til Kristianstad með rútu til að
hvetja strákana okkar áfram.
benediktboas@frettabladid.is
Handbolti Um þrjú hundruð
Íslendingar fara frá Kaupmanna-
höfn með rútum á leiki Íslands á
Heimsmeistaramótinu í handbolta
en leikir Íslands í riðlakeppninni
eru spilaðir í Kristinastad. Áhug-
inn er alveg jafn mikill í kóngsins
Kaupmannahöfn og hér á Íslandi en
Danir hafa rætt og ritað mikið um
hversu spennandi lið Ísland sé með.
Félagarnir Óli Rúnar Eyjólfs-
son og Árni Friðriksson sjá um að
skipuleggja ferðirnar en hugmyndin
fæddist eiginlega í gríni. „Ég hef
verið að halda golfmót hérna úti og
við sögðum í góðu gríni að okkur
vantaði far til Kristianstad á HM í
handbolta. Það var einhver vinur
Árna sem á rútufyrirtæki og þetta
var eiginlega bara af því okkur lang-
aði sjálfum,“ segir Óli Rúnar.
Kristianstad er ekki nema rúm-
lega 140 kílómetra í burtu þannig
að rútan fer með hópinn fram og til
baka. Um 40 þúsund manns búa í
Kristianstad, meðal annars Elísabet
Gunnarsdóttir, sem þjálfar kvenna-
lið bæjarins í fótbolta með góðum
árangri. „Öll hótel og gisting er
uppbókuð þannig að við erum með
rútuna fram og til baka. Það átti að
vera fyrst ein rúta fram og til baka
á hvern leik en það seldist strax
upp í fimmtudags- og laugardags-
rúturnar. Þannig að við bættum við
auka. Laugardagsrúturnar seldust
líka strax upp og þar eru allavega
200 manns að fara,“ segir Óli. Meðan
samtalið stóð yfir var reyndar par
sem af bókaði sig þannig að tvö
sæti losnuðu. Trúlega voru þau seld
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
„Þetta er kannski helmingur af
Íslendingum sem búa hér í borg og
svo fólk sem er að fljúga til okkar frá
Íslandi sem er að koma með okkur.“
Óli Rúnar spilaði handbolta í
gamla daga og er nýbúinn að setja
harpixið á hilluna en hann spilaði
með Guðrúnu sem er Íslendingaliðið
í Kaupmannahöfn. Liðið er eingöngu
skipað íslenskum leikmönnum.
„Maður er enn þá handboltasjúkur
og stórmót hafa lengi létt manni
lundina í janúar. Ég er meira að segja
farinn að hlakka til EM í Þýskalandi
á næsta ári.“
Hann segir að mikið sé rætt og
ritað um íslenska liðið í dönskum
fjölmiðlum og spennan sé mikil
fyrir komandi HM. „Sumir vina
minna ætla ekki einu sinni að fara á
leikina í riðlinum heldur bara beint
í milliriðilinn. Það er mikill hugur
í íslenska samfélaginu hér í Kaup-
mannahöfn.
Það sem ég er að lesa í dönsku
fréttunum er að Danir eru skít-
hræddir við okkur Íslendingana.
Landsliðsþjálfarinn þeirra er mikið
að tala um okkur og segja hvað við
séum með spennandi lið. Þeir voru
að spila æfingarleik gegn Sádum og
unnu þá með miklum mun. Það er
nú undirbúningurinn þeirra. Þeir
eru skíthræddir við okkur,“ segir Óli
Rúnar. n
Íslendingar í kóngsins Köben
streyma á HM í handbolta
Spennan er orðin mikil fyrir HM í handbolta þar sem Íslendingum er spáð
góðu gengi enda með eina bestu útilínu á mótinu. Fréttablaðið/Ernir
Óli Rúnar
Eyjólfsson,
ferðamála
frömuður
gar@frettabladid.is
fjölmiðlar Guðmundur Örn
Jóhannsson, yfirmaður dreifingar-
mála Fréttablaðsins, segir dreifingu
með nýjum hætti ganga vel.
„Nú er hægt að nálgast Frétta-
blaðið á Stór-Reykjavíkursvæðinu í
öllum Bónus-, Nettó- og Hagkaups-
verslunum, auk þess er hægt að
nálgast blaðið í verslunum Húsa-
smiðjunnar, í Kringlunni, á sjúkra-
húsum, elliheimilum og í sundlaug-
um,“ segir Guðmundur. Samtals fari
nú 25 þúsund eintök á þetta svæði. Í
næstu viku verði blaðinu dreift í alls
45 þúsund eintökum daglega.
„Þá bætist Smáralind við, Múla-
kaffi, World Class, Bakarameist-
arinn og f leiri veitingastaðir. Á
landsbyggðinni dreifum við nú tíu
þúsund blöðum,“ segir Guðmundur
Örn. Á Suðurnesjum sé blaðið í
verslunum í Reykjanesbæ, Grinda-
vík, Vogum, Sandgerði og í Garði.
„Blaðinu er einnig dreift í Hvera-
gerði og á Selfossi og eftir helgi
bætast við Þorlákshöfn, Hella og
Hvolsvöllur. Við dreifum nú einnig
í verslunum á Akranesi, Borgarnesi,
Blönduósi, í Staðarskála og í Varma-
hlíð og á Akureyri í gegnum versl-
anir Bónuss og Nettó ásamt N1 og
Olís,“ segir Guðmundur.
Einnig má lesa Fréttablaðið á
frettabladid.is og á Fréttablaðs-app-
inu. Þess utan er hægt að fá blaðið
sent að morgni í tölvupósti.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, rit-
stjóri Fréttablaðsins, segist þakk-
látur tryggum lesendum sem hafi
spurst fyrir um dreifingu blaðsins.
„Við vinnum hörðum höndum að
því að byggja upp þessar nýju leiðir
til að koma blaðinu til lesenda og
þiggjum allar ábendingar þeirra,“
segir Sigmundur Ernir. n
Fréttablaðið fæst
á æ fleiri stöðum
Nú má fá Fréttablaðið á fjölmörgum
stöðum. Fréttablaðið/Ernir
kristinnhaukur@frettabladid.is
kjaramál Bl að a ma n na fél ag
Íslands hefur skrifað undir skamm-
tímasamning við Samtök atvinnu-
lífsins líkt og f leiri verkalýðsfélög
undanfarið. Sigríður Dögg Auðuns-
dóttir, formaður félagsins, segir
mikilvægt að ná inn afturvirkni
til nóvember. Samningurinn sé
hins vegar aðeins framlenging á
núgildandi samningi og félags-
menn hafi ekki gert ráð fyrir öðru
í ljósi aðstæðna.
„Við lítum á þetta sem áfanga-
skref,“ segir Sigríður. „Stóra samn-
ingatímabilið er að hefjast núna í
janúar þegar við hittum samninga-
nefndirnar.“ n
Blaðamenn gera
stuttan samning
2 Fréttir 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðið