Fréttablaðið - 07.01.2023, Síða 6

Fréttablaðið - 07.01.2023, Síða 6
ser@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Tímamót eru að verða í kjötframleiðslu á Íslandi, en vinnsla á alifuglakjöti er nú orðin jafn mikil og kindakjötsfram- leiðsla. Framleiðsla alifuglakjöts jókst um meira en tíu prósent á milli tveggja síðustu ára, að því er nýjar tölur Hagstofunnar sýna. Himinn og haf var á milli þessara kjötafurða á seinni hluta síðustu aldar, eins og meðfylgjandi graf sýnir, en frá aldamótum hefur vinnsla alifuglakjöts stóraukist, farið úr liðlega þrjú þúsund tonn- um á ári í vel ríf lega níu þúsund tonn, eða þrefaldast með öðrum orðum. Á sama tíma hefur kindakjöts- framleiðsla staðið í stað, að mestu leyti, en heldur gefið eftir á síðustu fimm árum. Hún er núna fimm þúsund tonnum minni en hún var á seinni hluta síðustu aldar, hefur dregist saman jafn mikið og vinnslan á alifuglakjöti hefur aukist á þessari öld. Vinnsla á svínakjöti hefur stór- aukist á síðustu fjörutíu árum, farið úr rösklega þúsund tonnum um 1980 í vel ríf lega sex þúsund tonn og framboð á nautakjöti nemur núna tæplega fimm þúsund tonnum í samanburði við tæplega þrjú þúsund tonn fyrir fjórum ára- tugum. Vinnsla hrossakjöts hefur verið sú sama allan þennan tíma, í kring- um þúsund tonn á ári. n Það er ekkert sem réttlætir svona aksturs- lag, þetta er í raun ofbeldishegðun. Ingibjörg Jónasdóttir, vegfarandi Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna vinnustaðanáms á árinu 2022. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2023, kl. 15:00. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi. Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á slóðinni www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/ Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, vinnustadanamssjodur@rannis.is Vinnustaðanámssjóður Umsóknarfrestur til 20. janúar H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2015 - 2016. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 5.-24. júlí 2015. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar@utn.stjr.is fyrir 10. febrúar 2015. HAFRÉTTARSTOFNUN ÍSLANDS til ná s í afrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er eginmarkmið stofnunari nar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Ísl ds, utanríkisrá uneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér eð eftirfarandi styrki til ná s í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafré ti á háskólaárinu 2012 - 2013. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíu nar í hafrétti 1. - 20. júlí 2012. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu, 125 Reykjavík, fyrir 1. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneyti u, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 1. febrúa nk til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði h við Háskóla Íslands og er meginmarkmið t f arinnar að treys a þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnun i st nda Háskóli Íslands, utanríkisráð neytið og atvinnu- og nýsköpu ar- r ðuneytið Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsókn : 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2013 - 2014. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 30. júní - 19. júlí 2013. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu, Rauðará stíg 25, 150 Reykjavík fyrir 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. h i Hafré tarstof un Íslands er rannsókna- og fræ slu f n á sviði h fréttar við Háskóla Íslands og er meginma kmi stofnu ar nn r að treys a þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofn inni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í haf- rétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2016 - 2017. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 3.-22. júlí 2016. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar@utn.stjr.is fyrir 29. janúar 2016. frét i afréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er eginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á rét rreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafrétt rstofnun auglýsir hér með til umsóknar styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 30. júní - 19. júlí 2019 Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 25. janúar 2019. t r iStyrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði h fréttar við Há kóla Íslands og e meginmarkmið stofn- un innar að treysta þekkin u á rétt r eglum á sviði hafré tar. Að stofnuni ni standa Háskóli Íslands, ut nríkisráð eytið og matvælaráðuneytið. frétt tofnun auglýsir hér m ð til umsóknar styrki til þátttöku í su arnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 2. - 21. júlí 2023. Umsóknir sendist Tómasi H. Hei ar, forstöðuman i stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 23. janúar 2023. Nánari upplýsingar: www.hafrettar tofnun.hi.i . Atvinnubílstjórar eru alla jafna til fyrirmyndar en kunn eru tilvik um að þeir hafi lagt líf annarra öku- manna í hættu vegna gremju. Samgöngustofa brýnir alla ökumenn til varkárni nú á dimmasta tíma ársins. bth@frettabladid.is UmfeRÐ „Ruddalegur f lutninga- bílstjóri skellti f lóðlýsingu á okkur hjónin, hann setti fjögur firnasterk ljós fremst á bílþakinu ásamt háu ljósunum á mig þegar við mættumst á þjóðveginum af því að við vorum ekki nógu fljót að lækka ljósin. Þetta er stórhættulegt athæfi,“ segir Ingi- björg Jónasdóttir, eldri borgari og íbúi í Reykjavík. Ingibjörg mun aldrei gleyma kvöldinu þegar þau hjónin voru á bílferðalagi norður í land í myrkri. Flutningabílstjóri kom úr gagn- stæðri átt og taldi að þau væru of sein að lækka ökuljósin. Og ekki stóð á refsingunni. „Ökumaðurinn lét eins og hann væri óður. Hann blikkar fyrst en skellir svo ljóskösturunum á okkur þannig að minn maður sem ók bíln- um blindast. Svo heldur flutninga- bíllinn f lóðljósunum á okkur uns við erum komin fram hjá. Mínum manni tókst að halda bílnum á veg- inum en það er meira en að segja það. Ég hefði keyrt út af,“ segir Ingi- björg. Hún segir að atvikið á þjóðveg- inum sé eitt hræðilegasta augnablik sem hún hafi lifað. Þau hjónin hafi bæði upplifað hreina skelfingu. „Það er ekkert sem réttlætir svona aksturslag, þetta er í raun ofbeldis- hegðun. Við vorum á svona 85-90 kílómetra hraða og hann örugglega líka. Hvað ef það hefði verið hálka?“ Saga Ingibjargar er ekki ein- s dæmi. Milli jóla og nýárs lenti ökumaður á litlum bíl í sambæri- legu atviki. Þegar ökumaður taldi sig vera að lækka ljósin, hækkaði hann þau óvart eitt andartak. Gilti einu þótt skyssan væri leiðrétt og ljósin aftur lækkuð. Vörubílstjór- inn skellti þá á flóðljósunum og hélt þeim uns yfir lauk. Ef ásetningur ræður för hjá atvinnubílstjórum sem stunda svo ljótan leik er beinlínis um lög- reglumál að ræða, samkvæmt upp- lýsingum frá Samgöngustofu. Stór ökutæki líkt og flutningabílar geta fengið undanþágu til að nota öfluga ljóskastara. Undanþágan er veitt til að auka umferðaröryggi en ekki skapa stórhættu. „Ég held að það heyri til algerra undantekninga að atvinnubílstjórar noti þessa kastara þannig að hætta stafi af en undantekningarnar geta skapað mikla hættu, sérstaklega þar sem um er að ræða mjög mikið ljós- flæði,“ segir Einar Magnús Magnús- son hjá Samgöngustofu. Hann segir að sérstakt átak hafi verið gert í því að fá rekstraraðila í flutningaþjónustu til að lækka ljósin og það hafi að hans áliti gengið vel. Þess má geta að ökumaður sem situr hátt í stórum bíl verður ekki fyrir eins miklum áhrifum af ljósum þeirra sem hann mætir en þegar lít- ill bíll blindast af stórum bíl. n Lögreglumál að bílstjórar beiti flóðljósum í refsiskyni Alifuglinn hefur toppað kindina bth@frettabladid.is HeiLBRigÐismáL Ekki er vitað hve langan tíma rannsókn mun taka á andláti manns sem leitaði á bráða- móttöku Landspítalans vegna hjartaverks en lést úr hjartaáfalli skömmu eftir heimkomu. Sam- kvæmt landlækni er algengur rann- sóknarími 3 til 18 mánuðir. „Mál eins og hér um ræðir eru sett í forgang,“ segir Kjartan Hreinn Njáls- son, aðstoðarmaður landlæknis. Embættið segir ótímabært að álykta um hvort tengsl séu milli þessa máls og álags á bráðadeild- inni. „Þetta er þó sannarlega eitt af því sem horft verður til við rann- sókn embættisins á þessu atviki,“ segir í svarinu. Þá segir embættið ekki tímabært að bera málið saman við önnur. Rannsóknin sé á frumstigi. Orsakir alvarlegra atvika séu oftast blanda kerfislægra og mannlegra þátta. „Því er óvarlegt að tjá sig um alvarleg atvik eða draga ályktanir fyrr en rannsókn þeirra er að fullu lokið.“ n Skoða hvort andlát tengist álagi Málið er í forgangi hjá landlækni. Samgöngustofa brýnir þá sem leggja líf ann- arra í hættu með rangri notkun á ökuljósum til að taka sér tak. Langflestir at- vinnubílstjórar eru sagðir til fyrirmyndar en frávikin skapa stórhættu. fréttablaðið/ getty Kjötframleiðsla á Íslandi síðustu áratugi í tonnum talið 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 n Kindakjöt n Alifuglakjöt n Svínakjöt n Nautakjöt n Hrossakjöt 6 Fréttir 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.