Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 8
Ferðamálastofa spáir
því að erlendir ferða-
menn geti árið 2025
orðið á bilinu 2,8
milljónir, sem er lægsta
spá, og 5,3 milljónir,
sem er hæsta spá.
Hallfríður
Þórarinsdóttir,
doktor í menn-
ingarmannfræði
Styrkir VIRK
2023
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til
verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu
og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna
þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbygging-
ar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að
hafa borist sjóðnum 15. febrúar n.k. inn á netfangið styrkir@virk.is.
Aðeins eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki
VIRK.
Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknar-
eyðublöð má finna á www.virk.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023.
Open for grant applications
VIRK Vocational Rehabilitation Fund has started accepting grant applica-
tions for projects that will increase the diversity and availability of inter-
ventions in vocational rehabilitation and grants for research projects that
promote development and greater general knowledge about vocational
rehabilitation in Iceland.
Grants are offered once a year for activity projects, research projects
and development projects and grant applications must be received by
VIRK by 15th of February via the e-mail address styrkir@virk.is
Only applications that meet all regulations set forth by VIRK will be ac-
cepted. Further information regarding the application and about policies
and rules as well as the application form can be found on VIRK´s web
page www.virk.is.
The application deadline is end of day February 15th, 2023.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Umsóknarfrestur til 16. febrúar
Sprotasjóður
leik-, grunn-
og framhaldsskóla
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-,
grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2023-2024.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar
í skólastarfi.
Leikskólastjórar, skólastjórar eða skólameistarar fyrir
hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara geta
sent inn umsókn. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um
þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal
staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.
Áherslusvið sjóðsins fyrir tímabilið 2023-2024
eru verkefni sem styðja við innleiðingu menntastefnu
í eftirfarandi þáttum:
• Farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt,
geðtengsl, geðheilbrigði
• Sköpun og hönnun
• Stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi
Í umsókn þarf að skilgreina hvernig verkefnið tengist
ofangreindum áherslum ásamt því hvernig nemendur verða
virkir þátttakendur í verkefninu sjálfu.
Umsóknir sem falla utan ofangreindra áherslusviða fá
sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa verkefna á menntun og
skólastarf.
Umsóknir sem fela í sér samstarf skóla, skólastiga eða
skóla og annarra stofnanna njóta alla jafna forgangs við
úthlutun styrkja.
Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2023 kl. 15.00.
Umsókn skal skilað á rafrænu formi gegnum
mínar síður á rannis.is.
Nánari upplýsingar veitir
Eydís Inga Valsdóttir, sími 515 5834,
sprotasjodur@rannis.is
Hlutfall heimamanna og innflytjenda í ferðaþjónustu
90%
80
70
60
50
40
30
20
10
0
n Íslendingar n Innflytjendur
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Fjörutíu prósent starfsmanna
í ferðaþjónustu á Íslandi
eru af erlendum uppruna.
Atvinnugreinina vantar
þúsundir útlendinga til starfa
á næstu árum. Dæmi eru um
hótel sem reiða sig alveg á
erlent vinnuafl.
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Fyrstu tvo áratugi
nýrrar aldar sjöfaldaðist hlutfall
fyrstu og annarrar kynslóðar inn-
flytjenda á Íslandi. Á haustdögum
2022 var fimmti hver starfsmaður
á íslenskum vinnumarkaði af
erlendum uppruna. Stærstur hluti
þeirra heyrir til ferðaþjónustunni,
en rúmlega fjörutíu prósent starfs-
manna í greininni rekja ættir sínar
til útlanda.
Þetta kemur fram í rannsókn
Hallfríðar Þórarinsdóttur, sem upp-
haflega var unnin 2019, en var upp-
færð fyrir 50 ára afmælisrit Leið-
sagnar, félags leiðsögumanna, sem
kom út á síðasta ári.
Þar er minnt á gríðarlegan vöxt
ferðaþjónustunnar á afar stuttum
tíma í atvinnusögu landsmanna,
en á innan við áratug, frá 2010, óx
ferðaþjónustan úr því að vera árs-
tíðabundin atvinnugrein yfir í
það að vera stærsti og arðbærasti
atvinnuvegur þjóðarbúsins, stærri
en bæði ál- og fiskútflutningur sem
lengst af öfluðu þjóðarbúinu mestra
gjaldeyristekna.
Til glöggvunar á þessari þróun
bendir Hallfríður á að hálf milljón
erlendra ferðamanna hafi komið til
landsins 2010, eða tæplega helmingi
f leiri en íbúar landsins voru það
árið, en eftir hraðfara stígandi sem
náði hámarki 2018 hafi þeir verið
orðnir 2,3 milljónir, sem svari til
þess að 6,5 erlendir ferðamenn
hafi verið hér á hvert mannsbarn í
landinu.
Hallfríður segir að enda þótt
fækkað hafi í hópi erlends vinnu-
af ls í ferðaþjónustunni á tímum
heimsfaraldurs, einkum vegna sam-
komutakmarkana á árunum 2020
og 2021 þegar greinin skellti svo
að segja í lás, hilli á ný undir stór-
fjölgun í hópi innflytjenda í henni
á komandi árum.
Samtök atvinnulífsins reikni með
að störfum muni fjölga um fimm-
tán þúsund fram til ársins 2025.
„Þar sem innlendu fólki á starfs-
aldri mun einungis fjölga um þrjú
þúsund þarf að sækja tólf þúsund
starfsmenn til annarra landa,“
bendir Hallfríður á og bætir við:
„Ef að líkum lætur mun stór hluti
þessa fólks koma til starfa í ferða-
þjónustu, en Ferðamálastofa spáir
því að erlendir ferðamenn geti árið
2025 orðið á bilinu 2,8 milljónir,
sem er lægsta spá, og 5,3 milljónir,
sem er hæsta spá.“
Hún segir að búast megi við því
að stærstur hluti nýrra innflytjenda
sem ferðaþjónustan þarf á að halda
á komandi árum muni koma frá
Evrópska efnahagssvæðinu, svo sem
verið hafi hingað til, enda þurfi þeir,
ólíkt fólki annars staðar frá, ekki að
sækja sérstaklega um atvinnuleyfi
hér á landi í krafti EES-samningsins.
En Hallfríður bendir engu að
síður á í rannsókn sinni að f lóra
útlendinga í ferðaþjónustunni hér
á landi sé mjög fjölbreytt. Ef taka
megi dæmi, séu hótelin rekin af
ungu erlendu starfsfólki. Þar sé
meginreglan komin.
Upplýsingum hafi verið safnað
á um 21 hóteli sem skipst hafi til
helminga á milli höfuðborgar og
landsbyggðar. „Hlutfall innf lytj-
enda á hótelum var 77 prósent á
landsvísu og þar af voru Pólverjar
um helmingur. Sem dæmi störfuðu
á einu hóteli í Reykjavík samtals
36 starfsmenn af tólf ólíkum þjóð-
ernum.“
Á landsbyggðinni hafi mátt finna
hótel þar sem allt starfsfólk var
erlent, en lægsta hlutfall þeirra hafi
reynst 64 prósent, segir í rannsókn
Hallfríðar Þórarinsdóttur. n
Mörg þúsund útlendinga
vantar í ferðaþjónustuna
Frá árinu 2010 óx ferðaþjónustan úr því að vera árstíðabundin grein í að verða sú arðbærasta í þjóðarbúskapnum.
Fréttablaðið/Getty
8 Fréttir 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðið