Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 07.01.2023, Qupperneq 14
Múrarnir eru ekki til stuðnings íslenskum bændum og land- búnaði. Viðhorf Árna er eitthvað sem ég get hugsað mér að tileinka mér. Þakk- læti fyrir lífið og gott fólk. n Í vikulokin Ólafur Arnarson birnadrofn@frettabladid.is Lavrentiy klæðist hefðbundnum klæðum presta á myndinni og ber kross sem hann fékk að gjöf. Hann er gylltur og og skreyttur eðalsteinum. frÉttablaÐiÐ/anton brinK Í dag klukkan tíu verður jóla- dagsmessa í Hallgrímskirkju á vegum úkraínsku rétttrúnað- arkirkjunnar. Faðir Lavrentiy kom frá Kænugarði í Úkraínu til að halda messuna en hann fékk sérstakt leyfi til að ferðast hingað frá kirkjunni og frá biskupi Íslands til að halda messuna í Hallgrímskirkju. lovisa@frettabladid.is „Ég er hér til að halda jólamessu, kvöldbænir og minna á helgisiði fyrir úkraínska f lóttamenn sem hafa sótt um hæli hér á Íslandi. Það er mér mjög mikill heiður að fá leyfi frá mínum biskupi og minni kirkju og Agnesi Sigurðardóttur biskupi til að þjóna hér á landi. Hér eru um tvö þúsund manns frá Úkraínu sem hafa þörf fyrir að biðja fyrir friði, fyrir Úkraínu og til að þakka Guði og Íslandi fyrir aðstoðina sem þau hafa fengið hér,“ segir faðir Lavrentiy frá úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, sem segist afar þakklátur fyrir tækifærið. Hann segir að messan verði nokk- uð hefðbundin og svo í lok hennar muni hann leiða söng á úkraínskum jólalögum með aðstoð söngkonunn- ar Alexöndru Chernyshova. Spurður um ferðalagið til Íslands segir hann það hafa verið afar flókið. Hann hafi fyrst tekið lest, svo rútu og leigubíl og svo flug í Varsjá. Ástæðan fyrir því að messan er núna og í raun jólahátíðin er sú að úkraínska rétttrúnaðarkirkjan miðar við annað dagatal. „Ég er svo ánægður með að fá að halda messuna í Hallgrímskirkju. Ég varð agndofa yfir byggingunni og mannvirkinu sjálfu. Presturinn var líka afar indæll og leyfði mér að prófa sönginn því það er hluti af hefð- bundinni messu að syngja saman í lok hennar,“ segir hann en hann mun lesa upp texta og kveðju frá kirkjunni. „Í prédikun minni mun ég fók- usera á jólin og gjafirnar sem Jesús hefur fært okkur. Friður, sátt og sam- lyndi og virðing á milli fólks. Þetta er mikilvægt núna eins og alltaf áður.“ Spurður hvernig messum sé almennt háttað núna og hvort fólk hafi leitað meira til kirkjunnar eftir að stríðið hófst segir hann fyrst marga hafa farið en að nú hafi margir snúið aftur. En eftir áramót hefur verið svo mikið sprengt að fólk hefur haldið sig heima. „Ég er með forrit í símanum, eins og allir, sem lætur okkur vita þegar loftárásir eru í vændum og þær hafa verið mjög tíðar frá áramótum. Eftir að ég kom hingað og kveikti á sím- anum og komst á netið voru þær það fyrsta sem ég heyrði,“ segir hann. n Kom frá Úkraínu til að messa fyrir flóttafólk Messa fór einnig fram í Hallgrímskirkju í gærkvöld. frÉttablaÐiÐ/sigtryggur ari Í vikunni hitti ég feðgana Árna Þórð Sigurðarson og Sigurð Þ. Ragnarsson. Þeir sögðu mér söguna af veikindum Árna á einlægan og hreinskilinn hátt og alveg síðan ég hitti þá hafa þeir verið mér ofarlega í huga. Sögu þeirra má lesa hér í þessu tölublaði. Árni var heilbrigður ungur maður sem veiktist alvarlega á einni nóttu. Fótunum var gjörsamlega kippt undan honum, honum var haldið sofandi í marga mánuði og oft var tvísýnt um hvort hann myndi hreinlega lifa af. Lífsviðhorf Árna er ótrúlegt. Hann ákvað strax að hann ætlaði að ná sér af veikindum sínum og ná fyrri styrk. Sem hann og gerði. Jákvæðni skín af honum og hann er svo þakklátur. Þakklátur fyrir lífið sem hann fær að lifa og þakklátur fólkinu sem hjálpaði honum og hlúði að honum á spítalanum. Nú er hann spenntur fyrir því að þurfa að mæta í vinnu, það er draumurinn hans og markmið. Viðhorf Árna er eitthvað sem ég get hugsað mér að tileinka mér. Þakklæti fyrir lífið og gott fólk. n Þakklæti Flest er miklu dýrara hér á landi en annars staðar. Ein ástæða þessarar miklu dýrtíð- ar er að við notumst hér við gjald- miðil sem er í raun hálfgert plat. Hvergi annars staðar í heiminum en hér á klakanum er hægt að nota þennan gjaldmiðil. Gjaldmiðillinn einn kostar okkur Íslendinga minnst 300 milljarða á hverju einasta ári. Þessa fyrstu viku ársins hefur krónan kostað okkur sex milljarða, tæpan milljarð á dag hvern einasta dag, líka um helgar. Vegna krónunnar borgum við íbúðirnar okkar þrisvar en ekki einu sinni eins og reyndin er í löndum sem nota burðuga gjaldmiðla. Þetta finnst ráðandi stjórnmálamönnum í lagi. Spyrja má fyrir hverja þeir vinna. Krónan er vond mælieining. Í hruninu 2008 dróst landsfram- leiðsla saman um 10 prósent, mælt í krónum. Í evrum dróst hún saman um meira en helming. Við höfðum því í raun helmingi minna milli handanna en ekki 10 prósent. Matur á Íslandi er óheyrilega dýr og verður enn dýrari innan skamms, eins og fréttir af verð- hækkunum heildsala og fram- leiðenda gefa til kynna. Ein helsta ástæða þess hve matur er dýr hér er að íslensk stjórnvöld vilja að hann sé dýr. Þau tryggja að hann sé dýr. Þetta gera þau með því að reisa verndarmúra um innlenda mat- vælaframleiðslu. Múrarnir eru ekki til stuðnings íslenskum bændum og landbúnaði eins og látið er að liggja og sannarlega eru þeir ekki til hags- bóta fyrir íslenska neytendur. Verndartollar eru settir til að vernda innlenda framleiðslu, er Stjórnvöld vinna fyrir einhverja aðra en mig og þig okkur sagt. Hvaða innlendu fram- leiðslu verndar 50 prósenta tollur á franskar kartöflur? Hér á landi eru ekki framleiddar franskar kartöflur. Tollkvótar eru boðnir út og þá kaupa stórframleiðendur og milli- liðir í þeim tilgangi einum að koma í veg fyrir að ódýr matvara rati í hillur íslenskra verslana. Með þessu móti geta þeir haldið uppi verði til neytenda. Þetta finnst ráðandi stjórnmálamönnum í lagi. Fyrir hverja vinna þeir? Ekki mig. Ekki þig. n Jólaleysi í gær rann þrettándinn upp svo í dag eru ekki lengur jól. Við mælum með því að af-jóla heimilið um helgina. Taktu niður jólaskrautið og jóla- tréð, seríurnar, kransana og skiptu rauðum kertum út fyrir aðra liti. Kláraðu ilmkertin með jólalyktinni, allt konfektið, sörurnar og alla aðra afganga og byrjaðu svo næstu viku jólalaus. Sundferð Fátt er meira hressandi en ferð í sund. Sama hvort það er til að slaka á í gufunni, spjalla í pottinum, leika sér í lauginni eða synda, allt gefur það mikla orku og hressleika. Við mælum sérstaklega með sundlaug- inni á Seltjarnarnesi, saltpottinum í Laugardalslaug, rennibrautinni á Álftanesi og gufunni í Sundhöll- inni. Við mælum með 14 Helgin 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðiðHeLGin Fréttablaðið 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.