Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 20

Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 20
Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is Laser andlitslyfting styrkir húðina með því að örva nýmyndun kollagens og eykur teygjanleika með því að bæta elastín. Við það lyftist húðin, andlitslínur minnka og húðin verður fallegri. Tryggðu þér tilboðið með því að bóka tíma á www.hudin.is eða síma 519-3223 30% afsláttur af laserlyftingu Verið velkomin! *gildir til 20. janúar. * sandragudrun@frettabladid.is Steinar segist alltaf hafa verið for- vitinn um ásýnd hluta, alveg frá barnæsku. „Ég hef alltaf verið dálítill sveim- hugi. Þegar ég var krakki fannst mér allt svo undravert og sniðugt, sama hversu hversdagslegt það var í rauninni. Svo þegar ég varð eldri, unglingur og síðan fullorðinn, þá hvarf þessi forvitni eða lá í dvala í mörg ár,“ útskýrir Steinar. Hann segir að forvitnin hafi kviknað aftur þegar myndavél- arnar á snjallsímunum urðu betri. Hann keypti sér þá góða myndavél og fór að mynda umhverfið í kringum sig. „En ég kunni í raun ekkert á vél- ina, mig langaði að læra meira, þá var bara ekkert annað í stöðunni en að fara í nám. Ég byrjaði á því að fara á kvöldnámskeið í Ljós- myndaskólanum, það voru bara einhver þrjú kvöld, en mér leist svo vel á það að ég ákvað að skella mér í fullt nám,“ segir hann um aðdraganda þess að hann skellti sér í tveggja og hálfs árs nám í ljós- myndun. Steinar segir námið algjörlega hafa staðist væntingar sínar, en hann fór í námið með opinn huga. „Maður þarf að vera duglegur að smakka á hlutunum ef maður vill fá sem mest út úr þeim. Sum fara í þetta nám með fastmótaðar skoðanir á því hvað þau vilja gera og hvaða tegund ljósmyndunar þau vilja halda sig við. Ég reyndi að losa mig við allt svoleiðis og vera bara mjög opinn. En það er auðvitað misjafnt hvað hentar hverjum og einum,“ segir hann og bætir við að hann sé enn að uppgötva nýja hluti innan ljós- myndunarinnar sem heilla. „Ég er mikið núna í analog ljós- myndun, eða sem sagt filmuljós- myndun. Ég hef líka verið að vinna svolítið í deadpan ljósmyndun. Það er í rauninni svipbrigða- laus ljósmyndun, tilfinningalega fjarlæg eða hlutlaus nálgun á viðfangsefni. Það er allt öðruvísi en það sem ég hef verið að gera í útskriftarverkefninu mínu.“ Hvaða bull er þetta? Yfirskrift verka Steinars á útskrift- arsýningunni er: Hvaða bull er þetta? Hann segir myndirnar vera tilraun til að varpa ljósi á kvenfyr- irlitningu í íslenskri tungu. Hann gerir það á gamansaman hátt til að vekja athygli á fáránleika orðanna sem myndirnar túlka. „Hugmyndin að útskriftar- verkefninu kviknaði þegar ég las stutta grein á Vísindavefnum eftir Guðrúnu Kvaran, fyrrverandi prófessor við íslensku- og menn- Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Steinar veltir því fyrir sér í verkum sínum af hverju því, sem stenst ekki væntingar og kröfur, er gjarnan líkt við konur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Meyjarhland. Orðið merkir þunnt kaffi en á myndinni sést túlkun Steinars á orðinu þar sem karlmaður þynnir kaffi í gegnum nær- buxur. MYND/STEINAR GÍSLASON Nunnupiss. Steinar fann orðin í ýmsum bókum en nunnupiss merkir lélegt eða þunnt vín, eða heimabrugg. ingardeild HÍ. Þar var hún að fjalla um hin ýmsu orð sem tengjast kaffidrykkju. Það sem stakk mig við lesturinn var hve mörg þessara orða voru lituð af kvenfyrir- litningu, eins og kerlingarsopi, kerlingartár og kerlingarvatn. Þar las ég líka þetta skrítna orð meyjarhland, sem myndin á kynn- ingarbæklingnum fyrir sýninguna túlkar. Orðið merkir víst þunnt kaffi. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig ég gæti snúið þessu orði á haus. Úr varð mynd af manni að þynna kaffi í gegnum nærbuxur,“ útskýrir Steinar. „Þessi grein var kveikjan að verkefninu, en svo fór ég að skoða fleiri bækur. Ég skoðaði til dæmis Óorð, bókina um vond íslensk orð eftir Jón Gnarr, og fann þar til dæmis orðið tengdamömmubox. Ég skoðað líka orðabókina um slangur, þar fann ég alls konar skrýtin orð eins og nunnupiss. Ég er að vinna með alls konar orð í myndunum og reyna að snúa þeim á haus. Fáránleiki myndanna á svolítið að endurspegla fáránleika orðanna.“ Kellingar og nunnur Steinar fékk karlmenn til að túlka orðin á hluta af myndunum. Hann sagðist hafa notað karlmenn þar sem oft er talað um að karlar hafi verið virkari en konur á slangur- orðasviðinu. „Mér fannst þess vegna passa betur að nota karla á myndunum, að máta þá við þessi hlutverk sem þeir hafa látið konum í té. Til- gangur verksins er í raun að varpa fram spurningunni: Af hverju þarf alltaf að líkja því sem er þunnt og veikt og stenst ekki kröfur við konur. Tala um kellinga-þetta eða kellinga-hitt, eða tala um vinnu- konur eða nunnur? Ég er svolítið að nota húmor í myndunum til að benda á þetta,“ segir hann. „Ef þetta er skref í rétta átt að einhvers konar viðhorfsbreyt- ingum þá er ég sáttur. Ég lít á mig sem einhvers konar fulltrúa þeirra sem heimta viðhorfsbreytingar. Því þessi orð dúkka líka oft upp í almennri umræðu. Það er til dæmis mjög algengt á sviði íþrótta að þjálfarar líki frammistöðu sinna leikmanna við kellingar, ef þeir standa sig ekki nógu vel. Eða kellingar í saumaklúbbi eins og var sagt fyrir ekki svo löngu síðan. Það er svo ríkt í okkur að líkja öllu sem stenst ekki vísindalega skoðun, eða stenst ekki ströngustu kröfur eða er lélegt, við konur. Vinnukonuvatn er lélegt ilmvatn, nunnupiss er lélegt vín, þunnt vín eða heimabrugg, eitthvað sem er ómerkilegt.“ Leyfir sér að vera forvitinn Steinar segir að mestöll síðasta önn hafi farið í undirbúning á lokaverkefninu og sýningunni, en hún stendur yfir á Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er opin í dag og á morgun. „Fyrsta árið í náminu fór í að ná tökum á undirstöðuatriðum tækninnar. Maður lærir að nota stúdíóljós og f lass og stafræna og filmuljósmyndun og allt sem teng- ist því, bæði í myrkraherberginu og á helstu myndvinnsluforritum. Seinni hluta námsins er meiri áhersla á sköpun og fræðina bak við ljósmyndun, og svo vinnan við lokaverkefnið og þessi sýning,“ segir hann. Steinar stefnir á að halda ótrauður áfram í ljósmynduninni núna þegar náminu er lokið og er með tvö verkefni í gangi eins og er. „Ég er að taka eins konar dead- pan myndir af fótboltamörkum sem má finna vítt og breitt um landið. Þetta eru mörk sem eru orðin svolítið veðruð og ég lít á þau sem eins konar tákn um gamla tíma. Eftir að KSÍ setti upp sparkvelli á öllum skólalóðum þá eru krakkar svolítið hættir að nota þessa velli, en þeir fá að standa, eins og minnisvarðar,“ útskýrir hann. „Í hinu verkefninu er ég að fara aftur í ræturnar. Það er eins konar dagbók. Ég er að nota 35 mm filmu og taka myndir af umhverfinu í kringum mig. En það er ástæðan fyrir að ég fór í námið til að byrja með, að leyfa mér að vera for- vitinn. Það er tilfinning sem fullorðnum hættir til að gleyma. En svo stefni ég auðvitað að því að vinna við eitthvað tengt ljós- myndun í framtíðinni, samhliða því að halda áfram með þessi verkefni.“ n Ef þetta er skref í rétta átt að ein- hvers konar viðhorfs- breytingu þá er ég sáttur. Steinar Gíslason 2 kynningarblað A L LT 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.