Fréttablaðið - 07.01.2023, Síða 24
SORPA leitar að verkefnastjóra í upplýsingatækni til að stýra innleiðingarverkefnum sem nú þegar eru hafin. Verkefnin tengjast
innleiðingu og uppfærslum á Business Central, LS Central, Bizview, Jet Analytics, Power BI mælaborðum, SharePoint,
skýjainnleiðingu, upplýsingatækniöryggi og fleiru í samstarfi við þjónustuaðila SORPU.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stýringu verkefna í upplýsingatækni. Þjónustuaðilar sjá um uppsetningu og viðhald á kerfunum
en mikilvægt er að fylgja þeirri verkefnaáætlun sem gerð hefur verið, varðandi t.d. tíma og kostnað. Einnig þarf að tryggja að skjölun
í gæðahandbók sé í samræmi við breytingar og uppfærslur á UT kerfum samlagsins.
Ábyrgðasvið
• Verkefnastjórnun á innleiðingu upplýsingatæknikerfa
• Fjárhags- og tímastjórnun verkefna
• Áhættumat og upplýsingagjöf til næstráðanda
• Tryggja framgang verkefna og eftirfylgni
• Stefnumótun og þróun á innleiðingu nýrra kerfa til framtíðar
• Umsjón með gæðahandbók sem snýr að upplýsingatæknimálum
Hæfniskröfur
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk.
Upplýsingar veitir Elín Dögg Ómarsdóttir,
elin@hagvangur.is.
Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Sótt er um starfið
á heimasíðu Sorpu.
1 HÖNNUNARSTAÐALL
Merki
SORPA bs. er rekin án hagnaðarsjónarmiða með
umhverfi, samfélag og hagkvæmni að leiðarljósi.
Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á sam-
félagslega ábyrgð í allri starfsemi SORPU og
að fyrirtækið stuðli að sjálfbærum gildum sem
víðast í samfélaginu.
• Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af sambærilegum störfum
• Góð þekking á upplýsingatæknimálum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni til að vinna skipulega og hafa góða yfirsýn yfir mörg
• verkefni samhliða
• Hæfni til þess að leiða framkvæmd verkefna
• Hæfni til að móta, einfalda, setja upp og skrásetja nýja verkferla
• Glöggt auga við meðhöndlun talna og nákvæmni
• Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku og ensku
hagvangur.is
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita (UTU) er skrifstofa
skipulags- og byggingarfulltrúa sex sveitarfélaga í
upp sveit um Árnessýslu, Flóahrepps og Ásahrepps í
Rangárvallasýslu. Um nokkurra ára bil var tæknisvið
hjá stofnun inni en nú er starfsemin eingöngu bundin
við skipulags- og byggingarfulltrúa. Hjá embættinu
starfa tíu manns og fer starfsemin að mestu leyti fram á
Laugarvatni. Mörg sumarhús eru á svæðinu og einkennir
það starfsemi UTU umfram önnur skipulags- og
byggingarembætti á landinu.
Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar nk.
Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir,
geirlaug@hagvangur.is
Skrifstofustjóri
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Skrifstofustjóri umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita (UTU) ber
ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er
á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf
sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri ber ábyrgð gagnvart
stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Möguleiki er
á 80–100% starfshlutfalli.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Daglegur rekstur og stjórnun skrifstofu embættisins
• Gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við sveitarstjóra
• Samskipti og uppgjör vegna sameiginlegs reksturs
sveitarfélaga
• Umsjón með útsendingu og móttöku reikninga
• Samskipti við þjónustuaðila s.s. vegna upplýsingatæknimála
• Umsjón með efni á heimasíðu og Facebook-síðu embættisins
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
• Þekking á skjalavörslu
• Sterk kostnaðarvitund
• Rík samskiptafærni og þjónustulund
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
• Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystems er kostur