Fréttablaðið - 07.01.2023, Side 28
Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki
á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að
stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja
og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og
netöryggis.
Umsjón með störfunum hafa Jensína Kristín
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).
Fjarskiptastofa leitar að öflugum
lögfræðingi á svið stafræns öryggis hjá
stofnuninni. Heyrir starfið undir sviðs stjóra.
Um er að ræða spennandi starf í nýjum og
vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar
á sviði eftirlits með netöryggi fjarskipta
fyrirtækja og mikilvægra innviða hér á landi.
Í starfinu reynir á sjálfstæð vinnubrögð, getu
til að vinna í teymi og framsýni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Eftirlit með netöryggi mikilvægra innviða
á grundvelli laga nr. 78/2019, um öryggi
net og upplýsingakerfa mikilvægra
innviða og fjarskiptafélaga á grundvelli
nýrra fjarskiptalaga nr. 70/2022.
• Mat á lagalegri hlítni mikilvægra innviða
og fjarskiptafélaga við lágmarkskröfur
laga á sviði netöryggis með öðrum
sérfræðingum sviðsins.
• Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum
atvikum á sviði netöryggis og/eða
netárása hjá fjar skipta fyrirtækjum og
mikilvægum innviðum.
• Aðkoma að gerð reglugerða og
lagafrumvarpa á sviði netöryggis,
þ.m.t. er varðar innleiðingu á nýju
Evrópuregluverki á þessu sviði.
• Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu
samstarfi á sviði net og
upplýsingaöryggis eftir því sem við á.
Lögfræðingur
á sviði
netöryggis
Sérfræðingar í stjórn
skipulagi net og
upplýsingaöryggis
Fjarskiptastofa leitar að sérfræðingum í eftir lit
með net og upplýsinga öryggi mikil vægra innviða
og fjarskipta fyrirtækja á sviði stafræns öryggis
hjá stofnuninni. Starfið heyrir undir sviðsstjóra.
Um er að ræða spennandi störf í nýjum og
vaxandi mála flokki innan stofnunarinnar sem nær
til framtíðar fjarskipta þjónustu og þjónustukerfa
mikilvægra innviða hér á landi.
Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi
áhuga á net og upplýsingaöryggismálum, búa
yfir ríkum umbótavilja, sterkri áhættuvitund og
samskiptahæfni til að taka þátt í áframhaldandi
uppbyggingu og framkvæmd eftirlits á þessu
sviði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ábyrgð á framkvæmd úttekta á sviði net og
upplýsingaöryggis fjarskiptafyrirtækja og
mikilvægra innviða.
• Stjórnsýsluskoðanir á alvarlegum atvikum á
sviði netöryggis og/eða netárása hjá fjar
skiptafyrirtækjum og mikilvægum innviðum.
• Framkvæmd almennra og sértækra
áhættumata á sviði fjarskiptaöryggis.
• Aðstoð við framkvæmd eftirlits annarra
stjórnvalda á sviði net og upplýsingaöryggis
eftir því sem við á.
• Aðkoma að eftirliti með traustþjónustum.
• Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi á
sviði net og upplýsingaöryggis eftir því sem
við á.
Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar nk.
Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is.
Frekari upplýsingar veitir Unnur Kristín Svein
bjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis hjá
Fjarskiptastofu (unnur@fjarskiptastofa.is). Allar nánari upplýsingar um störfin og hæfnis kröfur eru á Starfatorgi og heimasíðu Vinnvinn.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
6 ATVINNUBLAÐIÐ 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR