Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 31
Ráðuneytið starfar í fjórum skrifstofum, í samræmi við 17. gr. laga nr. 115/2011, skrifstofu viðskipta og ferðamála, skrifstofu menningar og fjölmiðla, skrifstofu verðmætasköpunar og skrifstofu fjármála og gæðamála. Starfsfólk ráðuneytisins er rösklega 40 manna hópur með fjölbreytta menntun, reynslu og þekkingu. Framundan er stefnumótun á málefnasviðum ráðuneytisins með starfsfólki þess. Undir ráðuneytið heyrir fjöldi stofnana og eininga svo sem Ferðamála- stofa, Neytendastofa, Samkeppniseftirlitið, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, ársreikningaskrá, fyrirtækjaskrá, fjölmiðlanefnd, Náttúruminjasafn Íslands, Listasafn Einars Jónssonar, Þjóðleikhúsið, Stofnun Árna Magnússonar auk fjölda annarra. Einnig fer ráðuneytið með alþjóðlegt samstarf á málefnasviðum ráðuneytisins í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Lögð er rík áhersla á samráð við önnur ráðuneyti, Alþingi, hagsmunaaðila og notendur þjónustunnar þegar unnið er að gerð lagafrumvarpa, reglugerða og stefnumótandi áætlana á málefnasviðum ráðuneytisins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Leiðtogahæfni og yfirgripsmikil stjórnunarreynsla. • Þekking og reynsla á sviði reksturs og starfsmannahalds. • Færni í mannlegum samskiptum. • Almenn þekking á íslensku viðskipta- og atvinnulífi og menningu. • Jákvæðni og lausnamiðun við úrlausn mála. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur. • Þekking og reynsla á sviði löggjafar um opinber fjármál er kostur. • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi er kostur. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Umsókn skal vera skrifleg og henni skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna embættinu, umsagnaraðilum og öðru sem máli kann að skipta. Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar 2023 og skal skila umsókn rafrænt á netfangið mvf@mvf.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Reykjavík 27. desember 2022. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. mars 2023, þegar nefnd sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 19. gr. laga nr. 115/2011, hefur lokið störfum. Skipað er í embættið til fimm ára, sbr. ákvæði laga nr. 115/2011 og nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Áhugasamt fólk, óháð kyni, sem uppfyllir hæfniskröfur, er hvatt til að sækja um embættið. Upplýsingar um starfið veitir Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri í síma 545 9825. Laust er til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022, sbr. forsetaúrskurð nr. 6/2022, eftir breytingar á verkaskiptingu Stjórnarráðs Íslands í árslok 2021. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu og mótar stefnu þess undir yfirstjórn menningar- og viðskiptaráðherra. Ráðherra setur ráðuneytisstjóra erindisbréf sbr. 18. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Starfssvið og starfsskyldur ráðuneytisstjóra eru víðtækar þar sem m.a. reynir á faglega og fjármálalega stjórn ráðuneytisins ásamt upplýsingagjöf til ráðherra. Þá er ráðuneytis- stjóra ætlað að stuðla að samvinnu við önnur ráðuneyti þegar málefni skarast. Helstu verkefni menningar- og viðskiptaráðuneytisins eru sbr. 9. gr. forsetaúrskurð nr. 6/2022: • Ferðamál, verslun og þjónusta • Fjölmiðlar og höfundarréttur • Viðskiptalíf; ríkisaðstoð, bókhald, félagaréttur, ársreikningar, fjárfestingar erlendra aðila, samkeppnismál, neytendavernd, fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá • Menningar-, lista- og safnamál, þ.m.t. mótun stefnu í helstu málaflokkunum • Málefni íslenskrar tungu og skapandi greina • Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins • Verkefni ýmissa nefnda og ráða í ferðamálum, viðskiptum, fjölmiðlum og menningu Ráðuneytisstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.