Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 50

Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 50
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Vala Jakobsdóttir Eiðistorgi 5, sem lést 1. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 15.00. Vala Jóhannsdóttir Magnús Nielsson Hrefna Björk Jóhannsdóttir Kolbeinn Kolbeinsson Heiðveig Jóhannsdóttir Guðmundur H. Finnbjarnarson Atli Karl Pálsson Sólborg Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Skarphéðinsson Árskógum 1B, sem lést á Landakoti 21. desember, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 13. Hólmfríður Þórhallsdóttir Örn Steinar Sverrisson Þórhallur Sverrisson Jóhanna Lind Jónsdóttir Svanhildur Sverrisdóttir Dieudonné Gerritsen afa- og langafabörn Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Steingrímur Steingrímsson Kópavogstúni 9, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, mánudaginn 2. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrund Káradóttir Fjóla Steingrímsdóttir Sigurjón Lúthersson Rakel Steingrímsdóttir Jón Bersi Ellingsen Kári Steingrímsson Ingibjörg Helga Þórhallsdóttir Hrund Steingrímsdóttir Jón Ásgeir Gestsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Ó. Gunnarsdóttir lést 31. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólteigs, Hrafnistu. Magnús Eysteinn Halldórsson Steiney B. Halldórsdóttir Sigurður Sigurðsson Unnur R. Halldórsdóttir Ásmundur H. Sturluson Garðar R. Halldórsson Halldór Ö. Halldórsson Brynhildur Skúladóttir og ömmubörnin Stjórnarliðar, starfsfólk og sjálfboðaliðar Nýló samankomnir. fréttablaðið/valli Opnun fyrstu sýningar safnsins við Vatnsstíg 3b, Vídd á pappír, árið 1980.  Mynd/aðsend Nýju ári og fjörutíu og fimm ára afmæli Nýlistasafnsins verður fagnað á safninu í kvöld. arnartomas@frettabladid.is Nýl i st a s a f n ið,   st u ndu m k a l lað Nýló, fagnar 45 ára afmæli um þessar mundir og verður tímamótunum fagn- að með heljarinnar afmælis- og nýárs- partíi í kvöld. „Stemningin er ofsalega góð,“ segir Sunna Ástþórsdóttir safnstjóri sem var í óðaönn að gera og græja þegar Frétta- blaðið náði af henni tali. „Okkur þykir rosalega gaman að geta komið saman til að fagna þessum tímamótum, lif- andi Nýló í 45 ár og að sama skapi fagna ókomnum ævintýrum.“ Partídagskráin er ekki af verri endan- um en þar verður meðal annars boðið upp á lifandi tónlist, teiknimiðlun, gin- bar, lukkuhjól og margt annað. „Þetta er orðið að hálfgerðri hefð hjá okkur, að halda afmælispartí í janúar, en hefur auðvitað verið erfitt út af svo- litlu ástandi í samfélaginu nýlega,“ útskýrir Sunna. „Það má þess vegna segja að við séum einstaklega spennt fyrir fögnuðinum í ár.“ Hreyfiafl í sögu samtímalistar Nýlistasafnið var opnað í janúar 1978 þar sem hópur listafólks kom saman og lagði drög að stofnun nýs safns sem til- einkað var samtímalist. „Það má segja að safnið hafi verið stofnað sem hálfgert viðbragð við vöntun eða eyðu sem var þá að mynd- ast í íslenskri listasögu,“ segir Sunna. „Opinberu söfnin á þeim tíma sýndu samtímanum litla athygli.“ Upphaflega var Nýlistasafnið í bak- húsi við Vatnsstíg 3b en f lutti eftir það á milli húsnæðis oftar en einu sinni áður en það f lutti í núverandi húsakynni sín í Marshallhúsinu. Það var upphaflega stofnað sem safn en stuttu síðar var fyrsti sýningarsalurinn opnaður og síðan þá hefur verið frjó sýningardag- skrá í safninu þar sem hundruð lista- manna hafa sýnt verk sín og hundruð sýninga verið haldin. „Nýlistasafnið hefur verið mikið hreyfiafl í íslenskri samtímalist,“ segir Sunna sem hefur verið formaður stjórn- ar síðan árið 2021. „Safnið er einstakt að svo mörgu leyti. Nýló er eitt elsta safn og sýningarrými í Evrópu sem er í umsjón listamanna. Nú er safnið orðið miðaldra, en með hverri nýrri stjórn úr röðum félagsmanna tekur safnið nýja stefnu, og þannig er safnið síbreytilegt. Nýló er styrkt árlega af ríki og borg en það má ekki gleyma sjálf boðavinnu stjórnarliða, félaga safnsins og þeim fjölda listamanna sem tengjast safninu. Án þeirra myndi þetta ekki ganga.“ Spennandi sýningarár Sunna segist afskaplega spennt fyrir listaárinu 2023 í Nýlistasafninu. „Við erum að vinna að spennandi og krefjandi verkefnum í safneign og sýningardagskráin fram undan er fjöl- breytt, segir hún. „Fyrsta sýning ársins verður opnuð 26. janúar og útleggst á íslensku sem „Brot af annars konar þekkingu“. Það er samsýning erlendra og innlendra listamanna, unnin í sam- starfi við Meet Factory í Prag og List án landamæra hér heima, og þar er leitast við að ögra viðteknum þekkingar- kerfum nútímans. Þar á eftir tekur við einkasýning Amanda Riffo en hún vinnur gjarnan með ýmiss konar tilraunir sem inn- blásnar eru af sjónrænum menningar- heimi okkar, ljósfræði og alls kyns mis- skilningi.” Þá mun safnið meðal annars hýsa útskriftarsýningu meistaranema úr Listaháskólanum, gjörningaveislu og Sequences-myndlistarhátíðina í ár. „Það er fjölbreytt sýningarár fram- undan, fullt af lifandi viðburðum og áframhaldandi verkefnum í safneign,“ segir Sunna að lokum. Herlegheitin á safninu í kvöld hefj- ast klukkan 20 og er hægt að kynna sér dagskrána frekar á Facebook-síðu safnsins. n Nýló fagnar afmæli og nýju ári 22 Tímamót 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðiðTímAmóT Fréttablaðið 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.