Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 58

Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 58
Langbestir Íslenska landsliðið er skipað heimsklassa leik­ mönnum og öll útilínan ein sú besta í heimi. Ómar Ingi er meðal bestu leikmanna heims, ef ekki sá besti. Íslenska þjóðin er því eðlilega sammála Alfreð Gíslasyni um að landsliðið okkar sé eitt það besta í heimi og við þegar búin að vinna. Gullið er okkar. Strákarnir okkar flugu utan í gær og alvaran hefst í næstu viku. Hún hefur þó vissulega áður komið í bakið á Íslendingum á handboltavellinum. Ívar Bene­ diktsson, ritstjóri handbolti.is, rifjar upp fyrir lesendum sínum að fyrir HM 1964 hafi vonir og væntingar verið miklar. Landsliðið hafi kjöl­ dregið Bandaríkjamenn í æfingaleikjum fyrir HM í Tékkóslóvakíu og langar raðir mynduðust á gamla Keflavíkurveginum þegar almenningur vildi berja strákana okkar augum og kveðja verðandi sigurvegara. Færri komust að en vildu. Íslenska liðið stóðst ekki pressuna og tapaði fyrir Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar og féll úr leik. Magnificent! Sveitapilturinn Magni Ásgeirsson varð þjóðareign um stund árið 2006 þegar hann tók þátt í raunveruleikaþættinum RockStar Super­ nova og sannkallað Magna­æði rann á þjóðina. Hann byrjaði rólega en vann á og Íslendingar lögðust nánast allir sem einn á árarnar og tóku þátt í að kjósa hann áfram og áfram og áfram. Og áfram hélt hann og þjóðin vakti yfirspennt yfir beinum útsendingum frá Los Angeles. Hann sló svo eftirminnilega í gegn þegar hann tók Dolphin’s Cry með sínu nefi að útgáfa hans er enn þann dag í dag spiluð af YouTube í partíum. Þegar Magni datt svo út tók þjóðin á móti honum í Smáralind þar sem mörg þúsund manns mættu til að hylla rokkstjörnuna sína. Lukas Rossi vann keppnina en Magni hélt vöku fyrir þjóðinni í beinni útsendingu á Skjá einum 15 aðfaranætur mánudaga þar sem allir mættu þreyttir til vinnu. Sigurinn vís ár eftir ár Hér væri auðvitað hægt að skrifa heila ritgerð um vonir og væntingar íslensku þjóðarinnar til Eurovision­keppenda. Að vinna Eurovision á Íslandi er eins og að verða sterkasti maður í heimi og ungfrú heimur í einu. Allt byrjaði þetta þegar ákveðið var að blása til forkeppni 1986 þar sem Pálmi Gunnarsson hafði sigur með Gleðibankanum. Þau Eiríkur Hauksson og Helga Möller bættust svo við þegar lagið keppti á stóra sviðinu í Bergen í Noregi. Í aðdragandanum var ljóst að Gleðibankinn var að fara að vinna keppnina. Þau Pálmi, Ei­ ríkur og Helga slógu í gegn á öllum blaða­ mannafundum og var farið að ræða og rita um hvað það myndi kosta íslensku þjóðina, ekki ef heldur þegar, Gleði­ bankinn væri búinn að vinna. Það auðvitað gerðist ekki og hin belgíska Sandra Kim, sem þá var aðeins 13 ára, söng sig inn í hjörtu Evrópu með J’aime la vie. Síðan eru liðin mörg ár og íslenska þjóðin bíður enn eftir sigri þrátt fyrir nokkra góða spretti. Aldrei vekja mig Á EM 2016 varð bláa hafið, eins og stuðnings­ menn Íslands voru kallaðir, heimsfrægt og víkingaklappið ódauðlegt. EM í Frakklandi var fyrsta stórmótið sem íslenska karlalandsliðið fór á og væntingarnar fyrir keppni voru hóflegar. Sjálfur Ronaldo og Portúgalar í fyrsta leik. Birkir Bjarnason bjargaði stigi og nú voru okkur allir vegir færir. Hálf þjóðin brunaði til Frakklands og studdi okkar menn áfram í baráttunni. Þegar Theodór Elmar fór inn á teiginn gegn Austurríki og gaf á Arnór Ingva sem skoraði trylltist allt og ljóst var að England biði í 16 liða úrslitum. Þá fór þjóðin gjörsamlega af hjörunum. Nú átti að etja kappi við sjálfa snillingana úr ensku deildinni. Og viti menn. Þar kom fræknasta íþróttaafrek þjóðarinnar. Sigur í ótrúlegum leik. „Aldrei vekja mig,“ sagði Gummi Ben í lýsingu sinni, setning sem fær hvern sem er til að fá gæsahúð. Hrókur alls þjóðarfagnaðar Jóhann Hjartarson var aðeins 25 ára þegar hann sigraði Viktor Kortsnoj í Kanada. RÚV sýndi beint frá mótinu og eldmóður og skákæði runnu á þjóðina sem hefur varla lagt frá sér hrókinn síðan. Jóhann fékk höfðinglegar móttökur þegar hann sneri heim í febrúar 1988 og Tíminn greindi frá því að slík sigurgleði hefði ríkt í Leifsstöð að það var meira að segja skálað í kampavíni. „Jóhanni var fagnað sem þjóðhetju, þegar hann steig á land. Eiginkona hans og foreldrar biðu hans við land­ ganginn og menntamálaráðherra afhenti honum blóm við komuna. Þar voru að auki æðstu menn innan Skáksambands Íslands og urmull frétta­ manna. Þegar Jóhann hafði gengið landganginn á enda tók undir í flugstöðinni af kröftugu lófataki allra viðstaddra, starfsfólks í Leifsstöð og ár­ risulla ferðalanga,“ segir í greininni. Gefin voru út plaköt af Jóhanni í Æskunni og ABC og voru krakkar um allt land með skákgoðið uppi á vegg hjá sér og eru kannski enn. Gott silfur gulli betra Kristinn Björnsson, drengurinn góði frá Ólafsfirði, kom, sá og sigraði skyndilega árið 1997 þegar hann varð annar í svigi á heimsbikarmóti í Park City. Hann varð að óskabarni þjóðarinnar og skíði nánast að þjóðaríþrótt. RÚV tryggði sér sýningarréttinn á öllum hans keppnum og óháð því á hvaða tíma dags hann keppti var þjóðin mætt til að styðja Ólafs­ firðinginn. Hann stóðst ekki alveg óskabarnsálagið og sagði í viðtali við Morgunblaðið tveimur árum síðar að tíminn í sviðsljósinu hefði verið allt annað en skemmtilegur þar sem hann væri meira fyrir að halda hlutunum bara fyrir sig. Sigurviss þjóðarsálin hrekkur af hjörunum Þar sem við erum best í heimi í öllu frá hand- bolta til Eurovision er eftirvæntingin fyrir HM í handbolta að sjálfsögðu komin upp í áður óþekktar hæðir. Meira að segja á íslenskan mælikvarða og aðeins formsatriði fyrir strák- ana okkar að mæta til leiks og hirða gullið. Kappið hefur að vísu oft áður borið Íslendinga ofurliði með þjóðarsálaræðisköstum langt fram hjá markinu með tilheyrandi vonbrigðum. benediktboas@frettabladid.is 30 Lífið 7. janúar 2023 LAUGARDAGURFréttablaðiðLífið Fréttablaðið 7. janúar 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.