Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 64

Fréttablaðið - 07.01.2023, Page 64
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Tobbu Marinós n Bakþankar Jólatrésmálið tók að versna hratt og vel með hverjum deginum sem leið nær jólum. Mér leið eins og ég væri með lifandi jóladagatal í stofunni og hver grein sem missti allt barr þýddi að endalokin væru nær. Svo fór að við urðum að hóta öllum gestum sem komu inn að snerta alls ekki tréð því okkur langaði að hafa það uppi á ára- mótunum. En auðvitað er fólk svo klikkað að um leið og þú biður það að snerta ekki tréð – gerir það einmitt það. Háaldraðar frænkur tóku í spað- ann á hálf dauðu normannshræ- inu og hristu það þannig að barrnálar fuku í augu barnanna sem voru einmitt í augnhæð við hræið. Það er fátt sorglegra en sjö ára gamalt barn með blóðhlaupin augu. Ég var farin að hata helvítis tréð svo löðrandi heitt að ég sá það í hillingum að draga það út á miðnætti á gamlársdag, saga það í búta og brenna í kamínunni. Sem ég og gerði en leyfði því þó að hanga nöktu og niðurlægðu í stofunni til nýársmorguns. Ég get ekki lýst hversu hreins- andi það var fyrir sálina að ryðja trénu í gegnum forstofusýnis- hornið og saga það niður. Reyndar kom svo agalegur reykur að ég þurfti að setja úlpuna í hreinsun og nágranninn kom yfir – og sagði mér um leið að ég væri bara ekki með nógu góðan fót og ef allt þryti þá mætti alltaf skella veiðistöng meðfram trénu til að rétta það af. Það hefði hann sjálfur gert með góðum árangri. Einmitt. Skyldi ég vera búin að gleyma þessari þrautagöngu fyrir næstu jól? n Aftur jólatréð er hafin ÚTSALAN © Inter IKEA System s B.V. 2023 Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is Vítamín- dagar! Afsláttur í formi inneignar í Samkaupa -appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign. 5.-8. janúar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.