Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 07.01.2023, Blaðsíða 64
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Tobbu Marinós n Bakþankar Jólatrésmálið tók að versna hratt og vel með hverjum deginum sem leið nær jólum. Mér leið eins og ég væri með lifandi jóladagatal í stofunni og hver grein sem missti allt barr þýddi að endalokin væru nær. Svo fór að við urðum að hóta öllum gestum sem komu inn að snerta alls ekki tréð því okkur langaði að hafa það uppi á ára- mótunum. En auðvitað er fólk svo klikkað að um leið og þú biður það að snerta ekki tréð – gerir það einmitt það. Háaldraðar frænkur tóku í spað- ann á hálf dauðu normannshræ- inu og hristu það þannig að barrnálar fuku í augu barnanna sem voru einmitt í augnhæð við hræið. Það er fátt sorglegra en sjö ára gamalt barn með blóðhlaupin augu. Ég var farin að hata helvítis tréð svo löðrandi heitt að ég sá það í hillingum að draga það út á miðnætti á gamlársdag, saga það í búta og brenna í kamínunni. Sem ég og gerði en leyfði því þó að hanga nöktu og niðurlægðu í stofunni til nýársmorguns. Ég get ekki lýst hversu hreins- andi það var fyrir sálina að ryðja trénu í gegnum forstofusýnis- hornið og saga það niður. Reyndar kom svo agalegur reykur að ég þurfti að setja úlpuna í hreinsun og nágranninn kom yfir – og sagði mér um leið að ég væri bara ekki með nógu góðan fót og ef allt þryti þá mætti alltaf skella veiðistöng meðfram trénu til að rétta það af. Það hefði hann sjálfur gert með góðum árangri. Einmitt. Skyldi ég vera búin að gleyma þessari þrautagöngu fyrir næstu jól? n Aftur jólatréð er hafin ÚTSALAN © Inter IKEA System s B.V. 2023 Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is Vítamín- dagar! Afsláttur í formi inneignar í Samkaupa -appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign. 5.-8. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.