Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 11
11Borgfirðingabók 2011
tími á vinnudögum. Um það bil tveim tímum seinna var hádegis-
kaffið, molakaffi. Kaffibaunirnar voru heimabrenndar í potti, smjör-
klípu bætt í og hrært í þeim með tréspaða meðan á brennslunni stóð.
Kaffið var vanalega drýgt með dálitlu af kaffibæti (sem stundum var
kallaður export eða jafnvel kaffirót). Ekki þótti gott að nota mikinn
kaffibæti. Var þá stundum talað um rótarkaffi og þótti fáum gott.
Mest var notaður Ludwig David kaffibætir í rauðum sívalningum
sem stundum voru nefndir exportleggir. Rautt litarefni mátti fá úr
umbúðunum utan af þeim. Sykur var sparaður (kvóti krakka var tveir
molar) og sýndu fullorðnir gott fordæmi. Kandíssykur var alltaf til
en kannski frekar notaður sem sælgæti. Hann var kvarnaður niður
með sykurtöng. Um engjasláttinn var fólkinu fært kaffið út á engjar.
Kaffið var sett á flöskur og þær settar í sokka til að það héldist heitt.
Önnur aðalmáltíðin var miðdagsmaturinn,um klukkan 4. Það var
heit máltíð, fisk- eða kjötmeti með kartöflum, stundum líka rófum.
Skyrhræringur var á eftir, kannski með berjum ef þau voru til. Mið-
degismaturinn var stundum færður fólkinu út á engjar. Ef engjatjaldið
hafði verið sett upp þar sem verið var að heyja var matast þar og
hvílst eftir matinn. Fiskmetið var mest saltfiskur (þorskur, langa eða
keila) með bræddri tólg eða floti (saltkets- eða hangifloti). Á sumrin
var oft silungur úr Hreðavatni og stundum lax (þó fremur á sunnu-
dögum).Smjör var alltaf út á silung og lax. Stundum var búin til súpa
úr lax- eða silungssoði. Sletta af súrri mysu eða skyri var oft sett út í
hana. Nýr fiskur sást sjaldan og aldrei á sumrin. Það bar við á veturna
að Akurnesingar færu um sveitir á bíl með nýja ýsu til sölu, jafnvel
hrogn og lifur. Það þótti fólki til sveita mikið nýnæmi. Kjötmetið
var aðallega saltket, ýmist kindaket með kartöflum, stundum líka
baunum, eða hrossaket, og var það vinsælt af öllum nema ömmu,
sem mátti varla af því vita. Stundum var ketgrautur, grjónagrautur
með saltketi út í, en aldrei kunni ég að meta þann rétt. Hangibjúgu
voru algengur matur, en hangiket sást varla nema á jólum og öðrum
stórhátíðum (kannski handa sjaldséðum gestum). Fyrri part vetrar,
þegar flestar kýrnar báru, var oft ungkálfakjöt. Þá var ekki markaður
fyrir það og var það því notað heima. Það var steikt en ekki soðið
(eldri konur suðu það fyrst og steiktu svo). Þótti mörgum það lostæti
en öðrum féll það miður. - Um sexleytið var miðaftanskaffið, mola-
kaffi, fært á engjar þegar þar var heyjað.Ef óvenjulegt annríki var,
t. d.við heyhirðingu, var meðlæti með miðaftanskaffinu, nýbakaðar