Borgfirðingabók - 01.12.2011, Síða 12
12 Borgfirðingabók 2011
pönnukökur eða kleinur, en annars ekki nema á tyllidögum og handa
gestum. Um hásláttinn var síðan unnið fram undir klukkan tíu, en
skemur þegar líða tók á sumar. Þegar heim kom að vinnutíma loknum
var þriðja máltíð dagsins, kvöldskatturinn, skyrhræringur með súru
slátri og mjólk út á.Var þá skammt til háttumála.
Í sláturtíðinni var ýmislegt á borðum sem aldrei sást endranær og
þótti nýnæmi. Nýtt slátur, stundum rúsínublóðmör, eða ný svið var
vinsæl tilbreyting. Um réttaleytið var fyrsta lambinu slátrað heima og
elduð ketsúpa með rófum og stundum leggjum af rófukáli. Mörgum
þótti gott að hafa súrmeti með súpunni og sumt eldra fólk setti í hana
slettu af súru, jafnvel gallsúru skyri. Innmatur (hjörtu, nýru, lifur og
bris) var steiktur, oftast saman í pottrétti en stundum sitt í hverju
lagi. Gollur, gollurshús fyllt með nýrum og nýrnmör, var stundum á
borðum.Vélindu (oft kölluð vælindu) voru fyllt með feitu magálakjöti
og soðin nokkuð lengi. Soðkökur, um tveggja sentímetra þykkar rúg-
kökur voru soðnar með slátrinu álíka lengi og það. Heili var stundum
stappaður saman við deigið og þótti mörgum þær þá enn betri. Heila
var líka stundum blandað saman við deig í glóðarbakaðar rúgkökur.
Viðbit með soðkökum var oftast sviðaflot. Blóð úr ungkálfum sem
var slátrað heima var stundum sett í pönnukökujukk og urðu kök-
urnar þá dökkrauðar. Ekki vissi ég til að kálfsblóð væri nýtt á annan
hátt. Annars má segja að allt væri nýtt af skepnunni nema miltað
og krókasteikin (leg úr kindum). Lambslungu voru soðin og súrsuð
handa hundum og hænsnum. Hrútseistu voru þó aldrei hirt heima,
ekki einu sinni sem hundamatur. Nú eru þau rándýr hátíðamatur.
Þegar kýrnar voru nýbornar voru alltaf ábrystir. Þær voru tvenns
konar en bestar þóttu svonefndar könnuábrystir með kanelsykri og
mjólk út á. Þegar leið á sumar var oft farið til berja um helgar. Líka
voru krakkar stundum sendir á nálægan berjamó til að tína handa
fólkinu út á grautinn eða hræringinn. Áraskipti voru að berjasprettu.
Oftast var þó nóg um krækiber, en bláber voru stopulli. Aðalbláber
sáust sjaldan þó að lyngið væri víða. Þetta mun hafa breyst mikið
eftir að landið varð sauðlaust. Berin voru höfð í skyr og velling. Um
helgar var stundum farið til berja fram að Hvassafelli, því að þar er
mjög gott berjaland í hólunum fyrir ofan bæinn. Aðeins einu sinni
man ég eftir að farið væri á grasafjall. Þá var farið upp í Hreðavatns-
fjall, en eftirtekjan var fremur rýr. – Rabarbari óx í görðunum og var
hafður í grauta og sultu. Stína ræktaði jarðarber í garðinum vestan