Borgfirðingabók - 01.12.2011, Síða 21
21Borgfirðingabók 2011
Með bróður sínum búi þar
bestu forsjá veitir.
Guðrún, manni ei gefin var
gætni og hyggju beitir.
Á Iðunnarstöðum Einar býr,
oft hann fer í leitir.
Þó sumum hagi sýnist rýr,
sínu fé hann beitir.
Guðríður þar gerðist frú,
frá Giljá kom að norðan.
Ekki gerir æðrast sú
þó eitthvað gangi á forðann.
Hólsbóndann ég hitti næst,
- hér er myndar staður -,
Jóhannes við fróðleik fæst,
fjölgáfaður maður.
Agnes, merka auðar-gná
auðnu fylgdi hjóli:
Noregi hún flutti frá
og festi yndi á Hóli.
Á Snartarstöðum starfar Jón,
stæltur, fremur hljóður,
stækkar bú og bætir frón,
bassamaður góður.
Ekki er Jóna ýkja há,
en þó munu færri
hafa orku meiri að má
þó mælist eitthvað hærri.
Hjálm á Skarði hitti ég þá,
- háttprúðan að vonum -
góðan dreng með bros á brá,
bjart er yfir honum.
Petra er hans ekta-frú.
Ekki má því gleyma,
oft við lestur unir sú,
er því víða heima.
Á Skarði Pétur einnig er
og með kostum þjálum,
traust og álit ávann sér
í ýmsum félagsmálum.
Við póst og síma Árný er
aldrei treg að svara.
Fyrir aðra en ekki sér
ómakið að spara.
Fyrirmyndar fjármaður
- flóa breytti í velli -,
er þó nokkuð aldraður
Árni á Kistufelli.
Ötul stundar Elín bú,
ekki venst hún dundi.
Öllum betur sópran sú
syngur í Bæ og Lundi.
Á Krossi hefur Halldór reist
hús og stækkað hlöður,
efnahaginn allvel treyst,
aukið bú og töður.
Húsfrú Áslaug hlýtt með þel,
hún er rösk að vinna.
Með búsýslunni ber sig vel
barnahóp að sinna.
Matthías, sem mjög vel býr,
Múlakotið byggir,
elur hesta, ær og kýr,
öllu forða tryggir.