Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 30
30 Borgfirðingabók 2011
staklega fallegur. Skrautskrín, kistla og stokka gerði hann fjölmarga,
suma með eigin kvæðum skornum í höfðaletur.
Börn þeirra hjóna gerðu okkur Eddu konu minni þann heiður að
færa okkur kistil að gjöf eftir andlát Guðmundar. Hann er úr mahogny,
geirnegldur á hornum, og í lokið eru skornir fjórir fuglar á flugi innan
um listilega gerðar fléttur. Á miðju loksins er skorið ártalið 1929.
Hliðar hans eru einnig skreyttar, og þar er að finna þessa vísu, skorna
með höfðaletri:
Það er manni mikilsvert,
má því aldrei gleyma,
að margt var sér til gamans gert
í gamla daga heima.
Guðmundur mun hafa átt þess kost skamma stund þegar hann var
ungur að njóta tilsagnar Ríkharðs Jónssonar, þess mikla útskurðar-
meistara. Trúlega hafa Ríkharði fundist hæfileikar Guðmundar
verðlauna verðir, því ef ég man rétt leysti hann hann út með hluta af
útskurðarjárnum sínum að gjöf eftir samveru þeirra.
„Fylgd“ á Bjarnastaðahnappi
Stundum lágu leiðir saman fjarri hversdagssporum á heimahlaði. Það
gat gerst í haustgöngum á afrétti, í fjallrekstri á vorin eða smala-
mennsku heimalanda sem lágu saman óaðskilin. Þar var engin þörf
á garði til grannasætta. Atvik er mér minnisstætt frá unglingsárum,
sem settist að í huga mínum og mun þar verða.
Það var um þær mundir að vori þegar þráin eftir sumargrænum
beitilöndum til fjalla verður hverri kind yfirsterkari höfgasta töðuilmi
á fjárhúsgarða. Það þurfti að smala fénu heim til gjafa á hverju kvöldi
og fara æ lengra hvern dag.
Það var á fögru vorkvöldi að við Guðmundur mættumst í smala-
mennsku efst á Bjarnastaðahnappi, fjallinu bak við bæina okkar.
Kindurnar lestuðu sig heim í vorblíðunni og þurftu ekki frekari af-
skipta með. Okkur lá ekkert á að hraða okkur heim, enda varð ekki
farið frá þeirri veröld sem fyrir augu okkar bar, allt frá síðdegis
sólglampa á Borgarfirði í vestri til kvöldhúmaðs Eiríksjökuls í austri.
Við settumst niður í kvöldkyrrðinni, og Guðmundur fræddi mig um