Borgfirðingabók - 01.12.2011, Síða 35
35Borgfirðingabók 2011
Húsið
Um það leyti sem Guðmundur og Inga fóru að huga að heimferð eftir
Hafnarfjarðardvölina 1 tóku þau að ráðgera húsbyggingu á Kirkjubóli
öðru sinni. Þrátt fyrir að bæjarleiðin hefði lengst við búferlaflutninga
höfðum við þó haft samband svo oft sem aðstæður leyfðu.
Edda hefur talsvert fengist við að teikna hús, og á þessum tíma
var búið að byggja og innrétta mörg hús eftir hana. Þeirra á meðal
var íbúðarhúsið okkar í Smiðjuholti við Reykholt. Þetta vissu Guð-
mundur og Inga. Þau komu í heimsókn til að ræða um teikningar
og húsbyggingar. Sú heimsókn endaði með því að Guðmundur sagði
þetta, sem Edda man ennþá: ,,Ég bið þig eins og guð mér til hjálpar
að teikna fyrir mig lítið og gott hús, líkt þessu hérna, og nefndu mér
launin elskan mín.“
Edda nefndi launin og teiknaði húsið, en ég byggði það ásamt
smiðum sem hjá mér unnu. Bygging þessi stóð yfir sumarlangt og var
að mestu lokið um haustið. Allt sem til hússins þurfti, svo sem inn-
réttingar, gluggar, hurðir og annað tilheyrandi, var samtímis smíðað
á verkstæði mínu í Smiðjuholti.
Guðmundur stóð að verki með okkur alla daga, og þá dugðu vel
hagleikshendur hans. Hann sá sjálfur um síðasta frágang, svo sem
málningu, dúkalagnir og fleira. Sigurður bóndi, sonur Guðmundar,
var einnig verkadrjúgur til hjálpar þegar búverk hans leyfðu.
Arin gerði Guðmundur í húsið. Er hann hagleikssmíði og skreyttur
fögrum smásteinum sem á vegi hans höfðu orðið. Allir áttu þeir sína
sögu, og sumir voru rauðleitir frá Rússlandi. Virðulegur samóvarinn
stóð á útskorinni arinhillunni, umvafinn ævintýri, eins og allt þar á
bæ.
Vinnuherbergi Guðmundar og prjónavélarskotið hennar Ingu að-
skildu aðeins einar dyr, sem sennilega voru oftast opnar.
Bókaskápurinn útskorni bjó yfir mikilli dúlúð og hann geymdi
„teiknilaunin“. Á milli Eddu og Guðmundar varð samningur um að
hann sæi henni fyrir andlegu fóðri, þ.e. bókum, meðan hún dveldist
með börnin í Lundinum okkar að Bjarnastöðum á sumrin. Bað hún
Guðmund að velja það sem væri þroskavænlegt fyrir ómenntaða
1 Haustið 1959 hætti Guðmundur búskap og Sigurður sonur hans tók við jörðinni. Guðmundur og Ingibjörg fluttu til Hafnarfjarðar,
áttu þar heimili á Vitastíg 4 og Guðmundur var ráðinn aðstoðarbókavörður við Bókasafn Hafnarfjarðar. Hann undi ekki syðra og
1962 fluttu þau aftur að Kirkjubóli og bjuggu í sambýli við fjölskyldu Sigurðar og Erlu Ragnarsdóttur konu hans uns þau gátu flutt
í nýja húsið haustið 1963.