Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 37
37Borgfirðingabók 2011
Tilefni athugasemdar Guðmundar um stóra áfallið var ritdómur
Jóhanns Hjálmarssonar um „Atreif og aðra fugla“.
Síðasta ferðin
Því miður nutu þau Inga og Guðmundur nýja hússins ekki lengi. Um
leið og aldurinn færðist yfir fór heilsu þeirra að hraka. Þau létust
með fárra ára millibili, Inga fyrr og Guðmundur síðar, á sjúkrahúsi
í Reykjavík. Öll samleið þeirra einkenndist af því að hvorugt gat án
hins verið.
Segja má að samleið okkar hafi einnig, með nokkrum hléum þó,
staðið til endadægurs, því að mér hlotnaðist sá heiður að aka honum
síðustu ferðina, látnum heim í Hvítársíðuna, og aðstoða við að bera
kistu hans að hinstu hvílu.
Guðmundur skrifaði okkur Eddu langt og kært bréf skömmu eftir
að við fluttumst burt úr nágrenni hans. Mig langar að setja stuttan
kafla úr því hér, aftan við þessa samantekt: . . . en út úr spekinni máttu
gjarnan lesa það, að þó að við, þínir gömlu grannar, hefðum okkar
vegna helst af öllu kosið að þið Edda hefðuð búið hérna skammt
frá skákinni okkar, þá er þó heldur á hitt að líta, sem skást var til
úrlausnar, úr því sem komið var, til þess að bjarga sinni eigin lífs-
hamingju, - já, stundum er góður fjörður milli frænda.
Og að endingu vil ég gera kveðjuorð þessa bréfs að mínum, en leyfi
mér að breyta nöfnunum: „En í von um að við eigum enn eftir að
syngja saman í eilífðinni, ef ekki fyrr, kveð ég þig kæri vinur, með
þökk fyrir allt gamalt og gott. Edda biður hjartanlega að heilsa. Guð
blessi ykkur bæði. Þinn Páll Jónsson.“