Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 41
41Borgfirðingabók 2011
hentugt bæjarstæði og getur þess til að Grábrókarhraun sé ekki allt
jafngamalt. Hafi sumt ef til vill runnið eftir landnám og hafi þá ein-
mitt fallið þarna að ánni og gengið á gróðurlendi þessa býlis, þannig
að búseta þar hafi aðeins verið um skamman tíma.
En hvað hét þessi bær, sem þarna stóð?
Því til skýringar vitnar Brynjólfur í þriðja kafla Hallfreðarsögu6,
en þar stendur: „Ok eptir þat réðst Óttarr suðr í Norðurárdal og bjó
fyrst á Óttarsstöðum“. Spyr Brynjólfur síðan hvar Óttarsstaðir séu í
Norðurárdal. Örnefnið er ekki þekkt þar í dal og ekki er heldur vitað
um fornt bæjarstæði, sem gæti hafa verið með því nafni. Bendir hann
á Sanddal sem einn möguleika, en hann er afdalur úr Norðurárdal.
Ekki telur hann samt sennilegt að þar sé Óttarsstaða að leita. Óttar
Þorvaldsson var landnámsmaður, sem fyrst settist að í Vatnsdal,
Húnavatnssýslu. Hann átti synina Galta og Hallfreð vandræðaskáld,
en Hallfreður girntist konu Gríss Sæmingssonar.
Í Hallfreðarsögu stendur ennfremur í 10. kafla: „Gríss reið suður
um várit til Hreðavatns, því at þeir Galti ok Hallfreðr bjuggu þar
þá.“ Virðist svo á þeirri frásögn sem þá þegar hafi menn verið fluttir
frá Óttarsstöðum að Hreðavatni. Þykir Brynjólfi sennilegt að hraun-
rennsli hafi valdið því að sú byggð leggst niður þarna í móanum,
sem kann að hafa verið Óttarsstaðir. Hraunrennsli úr Grábrók eftir
landnám er ósennilegt og aldursgreining hraunsins sem gerð var 2006
og getið er í upphafi styður ekki þá tilgátu. Er hins vegar auðsætt að
landþrengsli hafa verið mikil í þessum hraunkrika og þá eins víst
að menn hafi fljótt flutt þaðan hafi þeir átt kost á að setjast að betra
búi á Hreðavatni. Hitt er samt eftirtektarvert að í sögulok er talið að
Hallfreður hafi sest að á Óttarsstöðum. Svo þá er bærinn enn í byggð.
Hafi Óttarsstaðir verið þarna við ána þá leggjast þeir að lokum í eyði,
og festist nafnið aldrei almennilega við staðinn.
Fleira ber samt að athuga.
Brynjólfur bendir á að í Hallfreðarsögu standi að Óttarsstaðir séu
í Norðurárdal. Hins vegar eru Kiðhúsamóar í Laxfosslandi og því
í Stafholtstungum. Þrátt fyrir þessa staðsetningu sögunnar á Ótt-
arsstöðum mætti réttlæta Norðurárdalsveru bæjarins þarna í hraun-
kimanum, með því að landamerki Laxfoss og Hreðavatns hafi verið
önnur við landnám en nú er. Þá hafi Hrauná sennilega ráðið merkjum