Borgfirðingabók - 01.12.2011, Síða 47
47Borgfirðingabók 2011
og einnig hitt að hann skynjaði að kostir hests nýttust ekki ef ekki
kæmi til samvinna, samspil manns og hests og að í því samspili væri
gleðin báðum jafn brýn. Það má segja að eins og styrkur hvers kórs
kristallist í veikustu tónunum söngsins, birtist kostir góðs reiðhests
ekki hvað síst í því að hann ráði við eðalganginn, tölt á hægu spori,
rétt að hann kasti toppi við lausan leikandi taum. Að hann dansi.
Af hægu hreinu spori er svo með vaxandi þreki og þjálfun unnt að
láta dýrið auka hraðann, teygja sig í leitandi framhreyfingu og ná
að lokum glöðum hlaupavilja. Höskuldur hafði líka þann hug, það
kapp er varð til þess að hann hafði yndi af að lofa öðrum að sjá er
vel fór undir, vitandi það að það sem augað gleður vekur löngun
til eftirbreytni. Ég er þess fullviss að þannig hafi hann í raun verið
einn af frumherjum erindreka íslenska hestsins, þeirra er vildu að
sem flestir nytu kosta þarfasta þjónsins eftir að hann varð fremur
reiðhestur en brúkunarklár, dráttardýr. Höskuldur leitaði þannig alla
sína hestamannsævi eftir að bæta árangurinn, slípa það sem vel fór
en þó óragur að brydda upp á nýjungum. Hann vafði til að mynda
tjöruvættan þráð þétt um framfótaskeifur til að mýkja hestinum undir
fót og auka áræði til hærra og lengra framgrips.
Kominn hátt á níræðisaldur var hann enn að prófa hross og lang-
aði þá meðal annars að athuga hversu drjúg grá hryssa hans væri á
skeiði. Fékk hann þá fyrst sonardóttur sína, Láru Kristínu, nú hús-
freyju í Stóra-Ási, til að taka tímann er hann renndi hryssunni á skeið
eftir veginum neðan túna á Hofsstöðum. Lára gerði þetta af stakri
samviskusemi og sagði afa sínum hver tíminn væri. „Þetta hlýtur að
vera einhver vitleysa, enda varla á færi stúlkuanga“ hafði hann sagt,
og með það reið hann heim og bað bróður hennar Eyjólf, nú bónda á
Hofsstöðum, að annast tímatökuna. Drengurinn virðist hafa gert sér
betur grein fyrir því en systir hans hvaða hugmyndir afi þeirra hafði
um ásættanlegan flýti hryssunnar og gaf upp þann tíma er hann taldi
henta betur. „Þessu gat ég betur trúað“ átti Höskuldur þá að hafa sagt
og bætt við: „enda hafi svo sem ekki verið að búast við því að þetta
væri kvenmannsverk“. Á þessum árum hafði Höskuldur dvalið sér til
hressingar að Reykjalundi og kynnst þar og haft yndi af því að kom-
ast í sundlaug. Gat þó varla talist syndur. Hann bað mig einhverju
sinni að finna sig heima á Hofsstöðum og langaði að semja við mig
um að hjálpa sér að komast í sund á Kleppjárnsreykjum. Kristfríður
prjónaði nú stroff á bílslöngu til að ventillinn meiddi ekki gamla