Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 56
56 Borgfirðingabók 2011
mikið og heilsteypt fræðirit, Hrossafræði Ingimars, sem hlotið hefur
mikið lof þeirra er vit hafa á. Þetta gerir hann kominn á níræðisaldur
og lýsir það með öðru þeirri elju er alla tíð hefur einkennt hann.
Nýjungar og tilraunir í tamningum hafa verið Ingimar í blóð bornar
og margt ungmennið orðið hugfangið af áræði og árangri hans þegar
það hefur notið sýnikennslu hans og leiðsagnar.
Ingimar er giftur Guðrúnu Gunnarsdóttur frá Gestsstöðum í
Norðurárdal í Mýrasýslu. Þau hjónin hafa alla tíð verið mikið fyrir
ferðalög á hestum, enda jafnan svo vel ríðandi að eftir var tekið. Ein-
hver frækilegasta för Ingimars á hesti er sú er hann fór á hæsta tind
Snæfells, en þann draum hafði hann átt lengi, og var kominn á efri ár
er hann rættist. Með honum í Snæfellsför voru Sveinn Óðinn sonur
hans og Lilja Óladóttir á Merki í Jökuldal. Hesturinn sem Ingimar
treysti til ferðarinnar var Hvellur, bróðir Pílatusar. Ingimar skrifaði
grein um atburðinn og birtist hún með myndum í 12. tbl. Eiðfaxa
1993 og ber hún heitið Snæfellsferðin.
Það fylgdi þeim Ingimar og Guðrúnu nýr andblær sem lék um
Faxaborgarmótin er þau fóru að keppa þar. Nöfn gæðinganna Spræks
og Spretts vekja minningar um fjörháa fáka og glæsta reiðmennsku
þeirra hjóna. Og víst er um það að það var ekkert droll á þeim á
keppnisvellinum.
Guðrún hefur skrifað söguna um æsku og uppvöxt Pílatusar. Hefur
hún verið svo vinsamleg að heimila að hún birtist með pistli þessum.
Með þessum myndatökum má segja að ræst hafi að hluta til gamall
draumur minn um að bjarga frá glötun minnum um frækna menn og
hesta sem meira en vert er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þó
aðeins að hluta, því að draumurinn allur var að ná líka að mynda þær
Sigurborgu Jónsdóttur á Hvanneyri og Ólöfu í Nýja-Bæ, en það er
ógert enn. Þó veit ég að frá 80 ára afmæli Sigurborgar eru varðveitt
dýrmæt myndbrot af henni á hestbaki.
Fljótlega kom í ljós að nokkuð marga sveitunga langaði til að
eignast þessar upptökur. Ég ákvað því að yrðu myndirnar fjölfaldaðar
og seldar, væri best að nota innkomuna, ef einhver yrði, til að reisa
vini mínum, Höskuldi Eyjólfssyni frá Hofsstöðum minnisvarða við
hið mikla mannvirki sem hrossaréttin og söðlabúrið í Reykholti er
orðið. Síðsumars 2010 var hugmyndin mótuð og byrjaði ég á því,
með hjálp Flemmings Jessen á Hvanneyri, að temja gráan hest minn,
frá Hofsstöðum ættaðan, undir trúss er Höskuldur gaf mér fyrir nær