Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 63
63Borgfirðingabók 2011
algerlega rangt að öllu auk þess sem stakkurinn hlýtur að hafa verið
mér verulegur trafali við þetta brölt.
Og nú fór andþröng að segja til sín, en fyrst í stað hélt ég niðri lofti
líklega hef ég þó mæðst af öllu þessu sprikli svo að enn meiri raun
var að reyna að halda niðri loftinu. Og sú stund kæmi að að ég yrði
að gefa eftir og sleppa og þá fann ég að stutt væri eftir, sokkinn í sjó
svo ég sá rétt til yfirborðsins sem ég næði ekki meir.
Hvað hugsar maður? Getur maður munað eftir því hvaða hugsanir
fara gegnum heilann þegar maður er að sökkva og gerir sér ekki meiri
vonir um að bjargast?
Ég held að ég hafi ekki haft tíma eða stund til að hugsa um fjöl-
skyldu, dauðann eða fyrra líf, ekki svo ég geti munað svo neinu nemi.
Kannski er þó ekki hægt að fortaka að með mér hafi í þessum
augnablikum lifað einhver vonarneisti um björgun, mannskapurinn
um borð í bátunum væri nú ekki mjög fjarri svo verið gæti að einhver
von hafi enn verið lifandi með mér.
En að lokum varð ég að sleppa því lífslofti sem hvort eð var kom
mér ekki lengur að notum og var farið að vera mér þungt að halda
niðri og þá eru þau viðbrögð næst að gefa eftir og gleypa sjó.
Mig rekur minni til að fyrsta andartakið verði viss fróun og líklega
vegna þess að sjórinn inniheldur eitthvað af súrefni, en á eftir fylgja
áköf andköf og tilraunir til öndunar sem fá mann fljótt til að dofna og
að lokum fjarar meðvitundin út.
Ég man svo vel, að lengi hafði ég samt einhverja glóru og var með
einhverri meðvitund þó ég geti ekki beint sagt að ég skynjaði það
sem var að gerast hið næsta mér og held að ég hafi aldrei hætt að hafa
einhverja skynjun. Ég gerði mér ekki nokkra grein fyrir hve þetta
tímabil einhverrar hálfmeðvitundar stóð lengi yfir, en mér finnst samt
endilega að það hafi verið óralengi.
En svo kom þar, að ég tók að rumska, einhver skynjun að bæra á
sér og ég fór að greina einhver hljóð eða hróp og þau fyrstu sem ég
man að ég skildi var eitthvað af þessum: „Þetta er að koma, strákar,
hann er að byrja að rakna við“. Eitthvað þessum líkar setningar var
þetta.
Mér fannst líða langur tími svo að ég gat mig ekkert hreyft eða
látið neitt til mín vita. Þó veit ég ekkert hve langur tími fór í þessar
lífgunartilraunir.
Mér var óskaplega þungt fyrir brjósti og þó að ég reyndi til þá var