Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 64
64 Borgfirðingabók 2011
mér næstum ómögulegt að draga andann, en samt tókst það einhvern
veginn.
Smám saman fór ég svo að skynja eitthvað af tilverunni, að ég lá
á skítugri mottu á maskínurist yfir skröltandi vélarrúmi í einhverju
skipi og yfir mér stóðu nokkrir strákar, og þegar ég fór að átta mig
betur voru einhverjir þeirra af bátnum okkar.
Einhver hélt áfram að hnoðast á bakinu á mér og ég lá á kviðnum.
Hann var að tala til mín og reyna að hvetja mig til að reyna að losna
við sjó sem væri enn í lungunum. Og það fann ég að upp úr mér gekk
vökvi og mér var mjög þungt um andardrátt og leið mjög illa um
brjóstholið. Og enn hafði ég mikil andþrengsli.
Og sá sem kunni og var að gera lífgunartilraunir á mér var kokk-
urinn af okkar bát, hann Elí Bæring, og smám saman fór ég að skynja
að mér hafði verið bjargað, og þó hugsunin væri enn óskýr varð til
hjá mér von um líf.
Ég hlýt að hafa verið orðinn mjög kaldur og máttfarinn, en þó var
skynjunin orðin svo að ég man nokkuð og farinn að reyna að sýnast
hress, því fljótlega fóru strákarnir að reisa mig upp og hjálpuðust nú
að við að koma mér á fætur og ég náttúrlega svo aumur að lappirnar
kuðluðust undir mér eða drógust með þegar þeir drösluðu mér niður
í einhverja vistarveru aftantil í skipinu.
Skipið var að höggva móti sjó og vindi og hreyfðist allmikið.
Þarna byrjaði ég nú að átta mig og skilja að ég var enn á lífi og
meðal félaga minna, en þarna voru þá nokkrir af áhöfnum beggja
bátanna, og fljótlega kom niður til okkar stýrimaður sem gaukaði að
mér brennivínspela og sagði mér að drekka út í kaffi til að fá hita í
kroppinn.
Mikið á ég þessum góða karli að þakka sem hét Guðmundur Falk.
Þarna var sleginn um mig hringur og menn fögnuðu yfir að enginn
hafði farist í þessu slysi, enda ég sá eini sem var hættast kominn.
Þó mátti víst ekki muna miklu með Flosa vélstjóra, sem var sof-
andi í koju aftantil og vaknaði fyrst þegar vélin stoppaði og slapp
naumlega upp. Hann lenti ásamt einhverjum fleiri í sjónum, en þeir
virðast allir hafa geta fleytt sér eitthvað á sundi.
Þarna niðri í káetu voru strákarnir að bera sig saman um aðdrag-
anda þessa slyss og allan gang mála. Öllum var mikið niðri fyrir og
töluðu stundum margir í senn. Skipið var á fullu stími og nokkur
veltingur og við vorum á leið til Reykjavíkur.