Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 75
75Borgfirðingabók 2011
Herra Kristleifur Þorsteinsson Stórakroppi Reykholtsdal.
Kæri herra –
Þú munt undrast yfir því að fá Amríku-bréf frá óþektum manni. En
svo er mál með vexti að ég sem er borgfirðingur, hef lesið fréttabréf
þín í „Lögbergi“, sem bæði eru skír og lipurt rituð og hef ég haft mikla
ánægju af að lesa þau, og finn mig knúðann til þess að borga þau í
sama héðan að vestan. Líka hafa nokkrir kunningjar mínir hvatt mig til
þess að skrifa þetta bréf. Þér er óhætt að trúa því, að allir borgfirðingar
vestan hafs eru þér þakklátir fyrir fréttirnar, og munu fleiri en ég verða
til þess að votta þér það bréflega.
Þá ætla ég fyrst að geta þess að fyrir 25 árum síðan vann ég að
vegagerð fyrir vestan túnið hjá þér, kom ég þá nokkrum sinnum heim
að bæ þínum. Ég var þá vinnudrengur hjá Guðmundi á Lundum. En
Árni Zakaríasson var vega verkstjóri Og skal ég ekki fara um það fleiri
orðum.
Ég get þess til, að þú
hafir mest gaman af að
frétta af borgfirðingum
hér vestra, hvað þeir hafa
fyrir stafni og hvernig
þeim líður. Og ætla ég að
telja upp nokkra þá ,sem
ég þekki bezt hér og í
grendinni. En fyrst lang-
ar mig til að gera dálítinn
uppdrátt af landslagi og
lifnaðarháttum manna
yfirleitt. Kyrrahafs-
ströndin er, að því leyti
svipuð Íslandi að hún er
fjöllótt mjög og vogskor-
in og eru hnúkar og hlíðar þakin stórskógi 4-5 þúsund fet yfir sjáfar-
mál, og sumsstar miklu hærra en það, að vísu, bæði þinnist og lækkar
skógurinn eftir því sem ofar dregur. Gefur því að skilja að skógarhögg
og fiskiveiðar og það sem af því leiðir eru aðal atvinnugreinar manna,
en því næst akuryrkja og kvikfjárrækt, eftir því sem skógurinn eyðist
en undirlendi og dalir byggjast. Hér um slóðir fór ekki að byggjast,
af hvítum mönnum, svo teljandi væri, fyr en um 1850. Þá vóru hér
Lundar í Stafholtstungum. Þar átti Guðmundur
Magnússon heimili síðustu ár sín í Borgarfirði.