Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 76
76 Borgfirðingabók 2011
ekki annað en Indíánar, elgsdýr, hirtir og birnir og viltir skógar, veiði-
mannakofar og sjómannaskýli hér og þar á ströndinni. Nú eru hér upp
risnar stórborgir og breiðar bygðir. Seattle-borg telur yfir 400.000 þús
íbúa og er hún stærzta borg á Washington. Veðurblíða er hér mikil og
á japanski sjóstraumurinn mikinn þátt í því, eins og golfstraumurinn
hefur áhrif á tíðarfar Íslands og Noregs. Suma vetur snjóar hér sjaldan
eða aldrei á láglendinu, en uppi í fjöllum er auðvitað vetrarríki og
því meira sem hærra dregur, og snjófjöll eru hér og jöklar sem aldrei
bráðna 10-14 þús. fet að hæð. Útsýni er hér mjög fagurt, þegar kemur
2-3 þús. fet uppí fjöllin, loftið hreint og fjarsýnið óendanlegt, en niður
á láglendinu virðist alltaf vera móða í loftinu og á sumrin er hér oft
reykur, sem stafar af skógareldum. Og þessa ófullkomnu lands og nátt-
úru lýsin læt ég nægja.
Þessu næst ætla ég að telja upp nokkra borgfirðinga, sem hafa kosið
sér að eyða æfi sinni á meðal risavöxnu trjánna, við hina fiskisælu firði
og sund millum Olympiu og Fossafjalla, en svo nefnast tveir stærstu
fjallgarðarnir í Vestur Washington, Skal þá fyrst nefna þann, sem þér er
kunnugastur en það er Þorbjörn Jónsson frá Deildartungu, kona hans
er ættuð af norðurlandi. Þau eiga tvö börn. Þorbjörn er atorku-maður,
hann smíðar hús og selur upp á eigin reikning í háskólahverfi Seattle-
borgar. Hann hefur annan mann í félagi með sér, Marvin Jósefsson
að nafni, ættaðan af austurlandi og munu þeir félagar vera á leiðinni
til efnalega sjálfstæðis. Þá Ólafur Vigfússon úr Andakíl, hann stundar
byggingavinnu, kalkar og gipsar loft og veggi. Ólafur hefur verið
duglegur verkamaður og ósérhlífinn. Hann er einhleypur og hefur
aðsetur sitt á gistihúsi. Tómas Jónsson frá Trönu og Herselja kona
- kona hans, þau hjón hafa orðið foreldrar 11 barna. Tómas er hinn
mesti eljumaður, hann hefur oftast unnið á sögunarmyllum eða með
skóflunni við skurða og kjallaragröft og því um líkt og oftast fyrir lágu
kaupi. Alt fyrir það hefur Tómas frá Trönu komið börnum sínum vel
til manns. Hann á vandað íveruhús, tvílift, góðan bíl og margt fl. Jón
Jóhannsson söðlasmiður úr Borgarhrepp, hann hefur dálítið aktýgja-
verkstæði, er einhleypur maður. Kolbeinn Þórðarson frá Leirá, hann
stundar helzt smíðavinnu. Kolbeinn hefði ef til vill orðið betri bóndi
á Leirá en smiður í Ameríku. Þorkell Sigurðsson frá Ölvaldsstöðum,
hann er orðinn blindur, algengur verkamaður. Sigurður Andrésson
frá Hvassafelli, algengur verkamaður, hefur enn sem komið er lítið
grætt á Ameríkuferðinni. Ólafur Bjarnason frá Arnarstapa, sá Bjarni