Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 78
78 Borgfirðingabók 2011
fræðingur, Guðm Jónsson, sem var í Deildartungu, Pétur Hjálmsson
frá Hamri og Jónína frá Öskjuholti og margir fleiri sem ég hef aðeins
heyrt getið. Og skal ekki lengur þetta þylja. Nóg er komið! Því ábyrgð
verð ég að bera á því sem ég skrifa, sem Bandaríkjaborgari
Þá er að minnast lítið eitt á félagsskap íslendinga hér vestur við
hafið og má þar helzt telja lestrarfélög, kirkjufélög og kvenfélög. Auk
þess eru stundum söngsamkomur og íslenzk þjóðhátíð hefur oft verið
haldin hér. Þá er og mikið um dýrðir, þegar íslenzkir höfðingjar koma
hingað alla leið vestur á Kyrrahafsströnd og flytja fyrirlestra sína eins
og t.d. Séra Kjartan Helgason frá Hruna, Einar Hjörleifsson og fl. Þá
eru uppi fótur og fit og allir koma sem vettlingi geta valdið.
Eg býst við að þér finnist borgfirzkan mín dálítið bjöguð, þó að
orðin séu full góð, þá veit ég sjálfur að setningarnar koma stund ekki
alveg rétt út hjá mér og bið ég þá sem lesa þetta bréf að virða það á
betri veg því nú eru komin yfir 30 ár síðan ég fór úr bláfjallageymnum
í borgarfirði. En hér í landi hef ég oftast verið með annarra þjóða fólki.
Ég ætlast ekki til þess að þú skrifir mér, sendi ekki þetta bréf í þeim
tilgangi. En mér eins og öllum, öðrum borgfirðingum vestan hafs,
þætti vænt um að fá bréf frá þér í Lögbergi eða Heimskringlu, helzt á
hverju ári. Til þess að gefa þér dálitla hugmynd um mína atvinnu, þá
sendi ég þér tvær myndir utan úr skógi.
Og með þeim slæ ég botninn í þetta bréf og sendi það austur um
lönd og höf og upp í Borgarfjörð óskandi þér og öðrum Egils-sonum
als góðs.
Guðmundur Magnússon
Trafton Hotel, Ballard ave. Seattle, Washington U.S.A.
Við þetta má bæta því að 26. sept. 1929 birtist í Lögbergi smágrein
er svo hljóðaði: „Hinn 23. ágúst lést af slysi í skógarvinnu (logging
camp) stutt frá Seattle, Guðmundur Magnússon. Slysið hafði borið
svo snögt að, að hann dó strax. Guðm. var ógiftur, 42 ára, greindur
vel og skýr en fálátur og hógvær, einn með vönduðustu mönnum til
orða og gerða, borgfirskur að ætt. Öldruð móðir, Þuríður að nafni og
bróðir, Jón, bera sorgartilfellið með hugprýði og kristilegri stillingu.
Séra Kolbeinn jarðsöng Guðmund heitinn að viðstöddum mörgum
Íslendingum.“