Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 85
85Borgfirðingabók 2011
2008 sem áhuginn fer að vaxa, en þá eignast ég mína fyrstu „alvöru“
myndavél. Landslag og fólk var það sem ég myndaði fyrst um sinn
en einhvern veginn heillaðist ég ekki af þessháttar ljósmyndun og um
vorið var ég farinn að halda að þessi ljósmyndaáhugi hefði bara verið
einhver bóla sem væri nú sprungin. En þá fóru farfuglarnir að koma
til landsins og ég byrjaði að fikta við að mynda fugla á Hvanneyri, og
þá helst blesgæsin. Núna runnu þessi tvö áhugamál saman eins og flís
við rass og sú flís situr þar föst enn í dag.
Fljótlega fór ég þó að finna fyrir því að þær græjur sem ég átti
voru takmarkandi. Myndavélin var af gerðinni Canon 400D og linsan
Canon 70-300mm. Myndavélin var hæg að vinna, sem er verlegur
ókostur þegar viðfangsefnið er á hreyfingu og oft á tíðum mjög kvikt.
Linsan fannst mér líka oft stutt, en það eru gömul vísindi og ný að í
þessum bransa skiptir aðdrátturinn oftast miklu máli.
Fljótlega uppfærði ég myndavélina í Canon 40D, sem lengi þótti
með betri myndavélum í náttúru- og dýralífsljósmyndun vegna hraða
og hversu gott fókuskerfið er í vélinni. Ég fjárfesti líka í nýrri linsu
af gerðinni Sigma 50-500mm, ódýr en mjög góð linsa með góðum
aðdrætti. Undanfarið hef ég þó mest verið að nota linsu sem heitir
Canon 500mm F4, og þeir sem til þekkja vita að það er mikil og góð
linsa, líklega ein af betri linsum fyrir þetta viðfangsefni.
Sumarið 2008 kynnist ég mönnum sem einnig hafa þetta sama
áhugamál, og höfum við ferðast vítt og breytt um landið til að mynda
fugla. Ferðir okkar hafa legið um Breiðafjörðinn til að mynda topp-
skarfa, um Mývatn til að mynda flórgoða, á Borgarfjörð eystra til að
mynda blikönd, sjaldséða önd á Íslandi svo eitthvað sé nefnt. Stuttar
dagsferðir eru einnig vinsælar hjá okkur. Haustin eru fuglaljósmynd-
urum spennandi tími en þá má búast við komu flækingsfugla til
landsins. Má þar nefna tegundir eins og silkitoppur, ýmsa söngvara
svo sem laufsöngvara og hettusöngvara. Aðrar tegundir eru t.d. grá-
grípur, korpönd, brúnheiði o.fl. Undan farin tvö ár höfum við fengið
sérstök leyfi hjá Umhverfisstofnun til að mynda erni á hreiðrum, og
höfum við farið í þessar ferðir í fylgd með fuglafræðingum þegar þeir
fara að merkja unga. Það skal tekið hér fram að samkvæmt lögum má
ekki koma nær arnarhreiðrum en 500m á tímabilinu 15. mars til 15.
ágúst.
Fuglaljósmyndun og fuglaskoðun er ört vaxandi áhugamál á Ís-
landi og einnig fjölgar mjög ferðafólki hingað til landsins sem hefur