Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 93
93Borgfirðingabók 2011
tók því við stjórn lúðrasveitarinnar en var einnig kirkjuorganisti og
stjórnandi kirkjukórsins og þótti kórinn sérstaklega góður undir hans
stjórn.
Félögum í „Þröstum“ fjölgaði og var sveitin skipuð þessum mönn-
um. I. kornet: Þorkell Teitsson, Björn Stefánsson, Þórður Helgason,
II. kornet: Bergur Ársæll Arnbjarnarson, III. kornet: Magnús Jónas-
son, I. tenór: Jónas Einarsson (veiktist), við tók Stefán Ólafsson II.
tenór: Sigurgeir Ólafsson, I. alt: Stefán Ólafsson (síðar Þórarinn
Magnússon) II. alt: Þórarinn Magnússon (við tók Karl E. Jónsson) I.
túba: Búi Ásgeirsson (flutti síðar til Reykjavíkur, þá tók við Oddur
Búason), Ásmundur Jónsson, Tromma: Oddur Búason (síðar tók við
Sigurður Guðsteinsson). Fjöldi félaga var breytilegur eftir aðstæðum,
en flestir munu þeir hafa orðið 18-20 samtímis.
Rekstur bakarísins gekk ekki nógu vel og eftir tvö ár hætti Hall-
grímur við hann, flutti aftur til Reykjavíkur, varð söngkennari við
Miðbæjarskólann en fékkst einnig við stjórn og þjálfun lúðrasveita
og fór víða í þeim tilgangi, kom meðal annars af stað lúðrasveit á
Sauðárkróki, leiðbeindi lúðrasveit í Vestmannaeyjum þrjú sumur og
var fyrsti stjórnandi lúðrasveitarinnar Svans er stofnuð var 1930.
Tveir af þeim er verið höfðu félagar í Þröstum, Þórarinn Magnússon
skósmiður og Þórður Helgason bifreiðarstjóri, voru meðal frum-
kvöðla að stofnun Svansins og Bergur Á. Arnbjarnarson bifreiðar-
stjóri lék einnig með sveitinni um tíma. Eftir brottför Hallgríms tók
Friðrik Þorvaldsson við stjórn Þrasta, en hann hafði góða tónheyrn,
var smekkvís og vel að sér um tónlist og raddsetti fyrir sveitina af
snilld. Síðar komu þrír synir hans, Eðvarð, Guðmundur og Þorvaldur
inn í hópinn og skiluðu þar hlutverki sínu vel.
Um mörg ár gekk starfið ágætlega og var einkum mikill kraftur
í því á árunum milli 1920 og 1930, oft og víða spilað, bæði heima
og heiman. Viðfangsefni voru af ýmsu tagi og valin eftir því sem
tilefni voru til. Þegar farið var út í sveitir voru flutt þjóðlög milli
ræðuhalda og annarra skemmtiatriða en síðan leikin dansmúsík þegar
tími þótti til þess kominn. Á gamlaársdag voru leikin sálmalög við
aftansöng en álfalög þegar á kvöldið leið. Æfingatími var lengst af
nokkuð misjafn eftir verkefnum og sjaldnast fastmótaður, en þó voru
samæfingar, sé á heildina litið, nokkuð tíðar. Æfingar fóru aðallega
fram á gangi barnaskólans, einnig í „Gömlu Sölku“ og stundum
heima í stofu hjá Birni Stefánssyni. Eitt sinn að sumarlagi í ákaflega