Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 111
111Borgfirðingabók 2011
breytti sér og samgöngur því ekki þótt nógu góðar við þingstaðinn,
sérstaklega fyrir vesturhreppana og Mýrarnar.
Fjórða vaðið er Hvítárbakkavað, eða Bakkakotsvað áður. Þetta
vað var rétt ofan við Hvítárbakka.Var það bæði djúpt og straumhart,
lá nokkuð á ská yfir ána á streng ef streng skyldi kalla. Var það yfir-
leitt lítið notað og ekki vinsælt.
Fimmta vaðið nefndist Eyjarvað. Var það fyrir ofan Stafholts-
eyjarfaxið. Um það er svipaða sögu að segja og Hvítárbakkavað að
það þótti slæmt og var ekki mikið notað. Ég reið einu sinni á þessu
vaði en hélt ekki brotinu, bar út af því og niður í strenginn og var mér
því verra en ekkert vað. Ekki var það nú beint meiningin að fara útaf
vaðinu, en þó er ekki hægt að segja að það hafi verið alveg óviljandi.
Það var víst einhvert strákslegt kæruleysi eins og svo oft vill til hjá
ungum mönnum.
Sjötta og er ég þá kominn að vaðinu sem var aðalvaðið, að svo-
nefndu Langholtsvaði. Var það undan Langholti í Bæjarsveit. Út í
ána var farið nokkurn spöl fyrir ofan Stafholtseyjarfax, riðið næstum
þvert yfir tiltölulega mjóa kvísl en nokkuð djúpa, yfir á stóra sand-
eða malareyri. Var hún á sumrin alþakin eyrarrós eins og margar
eyrar meðfram og í Hvítá. Var eyrin því mjög fögur yfir að líta í
sumarskrúða. Farið var uppeftir þessari eyri eins og hún var löng til
og áfram uppeftir ánni, eftir grunnu broti. Oft var ekki nema hnédýpi
á brotinu. Þetta var mjög langur vaðall og mátti fara heilar bæjarleiðir
á þurru landi meðan brotið var riðið á enda á móti strauminum þegar
norðuryfir var farið. Þegar búið var að fara brotið á enda með stríðum
straum og töluvert dýpi skammt frá á vinstri hönd, var mjög farið að
nálgast norðurlandið. Þá var áin mest öll að baki. Búið að ríða hana
þannig á mjög grunnu vaði. Þegar enginn strengur var lengur á vinstri
hönd, var stýrt til lands og var þar einnig lítið dýpi. Fyrst fór ég á
þessu vaði til vígslu Norðurárbrúar á Haugahyl fyrir 45 árum, eða
17. júni 1911, og er mér þetta mjög minnisstætt eins og margt annað
frá þeim degi. Ég man vel þegar Bjarni Ásgeirsson flutti þar sína
fyrstu ræðu á opinberum stað. Ég man enn hvað ræðan var falleg.
Ég man vel er Halldór á Ásbjarnarstöðum flutti kvæði sem virtist
kynngimagnað í munni hans, séra Gísli í Stafholti mælti fyrir minni
Borgarfjarðar, en Klemens Jónsson flutti vígsluræðuna. Þá man ég er
Brúnn Runólfs í Norðtungu þaut um völlinn á undan öðrum hestum á
kappreiðunum en hefir víst ekki gætt þess að fara í mark, því að hann