Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 114
114 Borgfirðingabók 2011
því Vigdís var hetja mikil og ekki uppnæm af smámunum og ýmsu
vön eins og flestar sveitastúlkur voru í þá daga.
Níunda vaðið er vað sem ég kann ekki að staðsetja, en það er
Steinsvað. Vaðið sem Órækja og Sturla úr Saurbæ riðu er þeir fóru
að Reykholti á jólanótt 1241 þegar Órækja hugðist hefna fyrir víg
Snorra föður síns, svo sem fyrr er vitnað til í þættinum um Kláffoss.
Í skýringum við Sturlungasögu, útgáfu þeirra Jóns Jóhannessonar
og fleiri frá 1946, er sagt að Steinsvað þekkist ekki nú en það muni
hafa verið nálægt Fróðastöðum. Því má slá föstu að vaðið hefir verið
fyrir ofan Kláffoss en neðan við Þorgautsstaði eða ekki ofar. Sumir
hafa giskað á að það hafi verið undan Suddu eða á líkum stað og
Suddu vað var síðar. Sú skýring að vaðið hafi verið nálægt Fróða-
stöðum er ótrúleg nema áin hafi breytt sér síðar, sem þar sjást þó ekki
merki til. Þegar þess er gætt að Klængur eftirlitsmaður í Reykholti
setti hestvörð við brú og öll vöð á Hvítá nema Steinsvað er sjáanlegt
að Steinsvað hefir ekki verið talið hættulegt og svo hitt að staðurinn
gleymist, sýnir og að vaðið hefir ekki verið merkilegt. Fróðastaðavað
verður aftur á móti að teljast merkilegt vað, því það var mjög lengi
notað svo vitað sé og ennfremur að það er talið óbreytt og fært enn í
dag, enda þótt það hafi verið lítið og næstum ekkert notað nú í meira
en sextíu ár. En jafnvel Langholtsvað, sem telja verður eitt merkasta
vað sem notað hefir verið á Hvítá, jafnvel merkara og sérstaklega
fjölfarnara en bæði Fróðastaðavað og Bjarnavað, er nú talið ófært
orðið. Af hinum merkari vöðum er það aðeins Fróðastaðavað sem
heldur sér, hvað þá hin ómerkari. Þau eru sennilega flest eða öll fallin
úr sögunni. Þótt gömlu vöðin breytist og verði ófær verður að ætla
að önnur ný fyndust ef nauðsyn krefði. Það er dálítið eftirtektarvert
hvað vöðin eyðileggjast þegar hætt er að fara þau. Getur verið að
hestfóturinn hafi þétt árbotninn svo að botnlagið hafi haldið sér betur
meðan umferðin var heldur en síðar varð er hætt var að troða. Sums
staðar að minnsta kosti er jökulleirleðja í sandinum og getur verið að
umferðin hafi haft sitt að segja í þessu. Að öllu þessu athuguðu sýnist
svo sem Órækja hafi haft nauðakunnugann mann í sínu liði, beinlínis
kunnugri mann eða menn heldur en Klængur hefir sér til ráðaneytis,
enda varð honum hált á þessu, því að hann var drepinn í Reykholti
á annan jóladag, og sýnist það vera eina hefndin sem kom fyrir víg
Snorra Sturlusonar.
Tíunda vaðið á Hvítá var svonefnt Sudduvað. Var vað þetta á