Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 123
123Borgfirðingabók 2011
barnmargar mæður höfðu. Mamma átti í miklum erfiðleikum með
mig.
Mér gekk illa að læra að þekkja stafina, man sérstaklega eftir G.
Samt var þetta stafur móður minnar.
Aðallega var um tvö vöð að ræða að og frá Dysey. Annað var
yfir kvíslina, sem svo var kölluð undan Brekkuoddatánni og upp að
Hraunsnefi. Hitt vaðið var Fosspartsvað af partinum sem Laxfoss átti
og yfir á Brekkubakka.
Um tíma myndaðist vað rétt neðan við túnhalann, sem var kallað
heimra vað. Það var mikið notað af því það var nær en Fossparts-
vaðið. Það er fyrir löngu aflagt, komin bleyta í botninn. Við krakk-
arnir áttum margar ferðir upp að Hraunsnefi, áttum þar góðu að mæta
og fengum oft bita í munninn. Þar var þá að alast upp Þorsteinn Jó-
hannesson, síðast bóndi á Haugum. Steini var heppinn með heimili,
fór vel um hann og þurfti ekki að skipta um verustað fyrr en hann gat
farið að vinna fyrir sér. Hraunsnef og Skarðshamrar voru talin með
best stæðu heimilum hreppsins. Ég átti víst uppástunguna að því að
hvor okkar sem yrði fyrr ríkur gæfi þá hinum 100 krónur og taldi
víst að hann sem var á efnuðu heimili og hafði nóg að éta yrði fyrr
ríkur. Tók þá víst ekki með að hann var á sveitarframfæri. Ingibjörg
fóstra hans gekk honum í móðurstað. Hún var mesta ágætiskona,
ekkja, bjó með syni sínum, Sigurði Árnasyni, bróður Oddnýjar konu
Einars Bjarnasonar á Skarðshömrum. Hann var framfarasinnaður,
byggði fyrstu heyhlöðuna í dalnum úr timbri og járni, var talið að
hún tæki 100 hesta. Síðar byggði hann stóran og myndarlegan bæ
með inngangi, stofu og svefnherbergi sunnan megin en eldhús og
búr að norðanverðu við ganginn og stigi upp á loft. Þar voru fimm
rúm undir súð. Eftir að hann byggði bæinn og stofan var komin, bauð
hann yngra fólkinu oft heim til að dansa. Hann spilaði á harmóniku.
Það var dansað alla nóttina. Þetta þótti mikið nýnæmi í aldamóta-
fásinninu. Svo byggði Sigurður fjóshlöðu við bæinn, fjós með annarri
hliðinni og eldiviðar- og áhaldahús með hinni. Hann gerði líka nátt-
haga, hafði klett fyrir einn vegginn, en hina þrjá úr torfi. Þá var ekki
til girðingarspotti. Kvíaær voru stundum hýstar þar og eins þótti gott
að geta geymt þar skepnur ef á lá. Hann dó frá þessu í blóma lífsins,
24 ára, í maí 1905 úr lungnabólgu, lá rúma viku. Mátti heita að allir
sem hana fengu á þessum árum dæju.
Ég var víst ekki gamall er ég var lánaður til að sitja yfir Hrauns-