Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 124
124 Borgfirðingabók 2011
nefsánum með Steina. Þessar fyrrnefndu 100 krónur hafa oft borist í
tal á millum okkar til þessa dags, metist á um hvor væri ríkari og bæri
að borga og hlegið að því að hundrað var sú hæsta tala sem við gátum
hugsað okkur í þá daga. Við fórum með hjásetuærnar sem líklega hafa
verið 40-50. Við rákum þær upp hjá Axlarhorni, á Selvaði sem kallað
var, yfir Brekkuá og upp á Hærri-Flá. Litlu neðar er annað Selvað
yfir sömu á, þá er komið upp á svonefnda Neðri-Flá. Það bendir til
að á báðum bæjunum hafi verið haft í seli í gamla daga. Smalakofi
hlaðinn úr grjóti var á brekkubrún á milli flánna og hið besta útsýni
þaðan yfir báðar flárnar og sást vel til ánna. Fyrsta daginn þóttum
við smalarnir koma nokkuð tímanlega heim, þegar klukkan var rétt
á milli þrjú og fjögur. Þá var farið að kenna okkur sólarganginn, og
eftir henni átti að fara, ef hún þá sást, sem ekki var alltaf fremur en
nú, því að ekki var úri fyrir að fara. Ekkert vorum við snupraðir fyrir
þetta og eitthvað vorum við rólegri næstu daga. Við systkinin fórum
æði oft upp að Hraunsnefi, Dyseyjarkýrnar, þessar ein eða tvær,
gengu með Hraunsnefskúnum, og sumarhagar þeirra voru fyrir ofan
túnið og uppi í stekknum, sem kallaður er, uppi í smáhrauninu. Ég fór
líka oft að Brekku þegar snjór var kominn í brekkuna og ís á ána að
renna mér á rassinum með Halldóri bróður og Dýrleifu frænku minni
Jónsdóttur sem þar voru í fóstri. Mamma var stundum sár við mig
þegar ég kom heim með rassinn úr buxunum. Áin gat oft verið marga
daga í flóði. Það mun hafa verið þegar mamma gekk með Helgu, sem
er fædd í apríl 1900, ég þá ellefu ára, að ég man að áin var oft ófær.
Þá var fólk að koma frá Brekku og kalla yfir ána að vita hvernig liði
og ég gekk með mömmu út á túnhalann. Það voru ekki svo mikil
þægindi að eiga bátkænu. Það hefur líklega verið þegar Helga fædd-
ist að ég svaf í rúmi aftur af rúmi mömmu þegar hún var að fæða og
ég þoldi ekki að heyra hana hljóða og hélt höndunum fyrir eyrun svo
fast sem ég gat.
Eitt haustið fór öll eyjan á kaf í flóð svo það rann inn í bæjar-
göngin, en sem betur fór var vatnið grunnt.
Í því flóði missti faðir minn flestar af hinum fáu kindum sínum.
Mig aðeins rámar í að Jón Guðmundsson, sem þá var í Melkoti, kom.
Eina af ám föður míns rak á land í Melkoti og Jón kom með hana
bundna um þverbak á reiðing, sjálfsagt til átu og það er mjög líklegt
að við höfum étið hana með góðri lyst. En löngu síðar fannst mér
þetta skuggi á Jóni frænda að koma ekki frekar með eina eða tvær