Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 128
128 Borgfirðingabók 2011
arsdóttir. Hún hafði verið
vestur í Saurbæ, var orðin
gömul, átti eina hryssu og
tólf ær. Ég var fenginn til
að fara vestur í Saurbæ
til að sækja ærnar, fór
ríðandi með reiðingshest
í taumi með ull sem átti
að fara til kembingar
að Ólafsdal og taka þar
kembda ull til baka, fór
vestur yfir Bröttubrekku,
var sagt að koma við
í Hlíðartúni og fá mér
kaffi. Þar bjó bóndi sem
hafði búið í Sanddals-
tungu. Mér var tekið þar
vel, gisti í Ólafsdal, fékk
gott veður og ferðin gekk
prýðilega. Mun hafa verið
aðra nótt í Saurbænum,
því að ærnar voru, að
mig minnir, frammi í
Hvammsdal, en síðan fór
ég upp úr Hvammsdal
og yfir í Sælingsdal. Það
er örmjór hryggur milli
dalanna, niður Sælings-
dal og kom á veginn hjá Ásgarði. Ærnar voru mjög þægar, rorruðu
vegarslóðann rólegar. Að Fellsenda komst ég um kvöldið og gisti þar.
Þá var farið að dimma og ein ærin datt ofan í opinn brunn sem var á
túninu, en ég var svo heppinn að verða var við þetta og gat bjargað
henni. Næsta dag lagði ég snemma upp, fór fram Reykjadal, suður
Sand og niður að Sanddalstungu og kom með ærnar heim í hlað í
Hvammi síðla dags. Það lá beinna við að fara þessa leið heldur en
suður Bröttubrekku.
1906 var ég eitthvað í Sveinatungu hjá Jóhanni Eyjólfssyni og
Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hann hafði mikið umleikis og stórt fjárbú.
Spilað á orgel utandyra, f.v Stefanía Þorbjarnar-
dóttir, Þorbjörn Ólafsson, Guðrún Þórðardóttir,
Svava Þorbjarnardóttir, Olga Þorbjarnardóttir,
Guðný Bjarnadóttir, Arnbjörg Sigurðardóttir,
Albert Ólafsson, Eyjólfur Jónsson rakari og Þor-
bergur Ólafsson. Þórður leikur á orgelið.