Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 130
130 Borgfirðingabók 2011
kafasund og leggst á hliðina svo að ég sá vel fætur hennar að hamast
á sundinu. Ég hallaðist fyrst, en straumurinn studdi við mig. Í hvaða
tilgangi þessi reisa mín var man ég ekki. Eftir þetta var mér illa við
að sundríða.
Ég mætti í skólann á tilsettum tíma. Það voru margir nemendur
þennan vetur víðs vegar að. Man vel sex úr Skagafirði, þar á meðal
Sigurð Skagfield, sem varð söngvari, og Karlottu Albertsdóttur frá
Páfastöðum, sem var fegurðardrottning skólans. Þetta þurfti mikið
húsrúm. Sigurður skólastjóri var búinn að byggja mikið. Það var
mikið borðað af fiski og fiskkássum. Hann fékk mikið af fiskmeti sem
var kallað tros og var ódýrara. Það voru sex eða sjö kýr og auðvitað
fór allt til heimilis. Miðdagskaffi var og kandísmoli á undirskálinni
hjá hverjum bolla. Matsalurinn var nokkuð langur og tvísett borð og
þegar nemendur voru að raða sér að borðum vildu molar oft týnast af
undirskálunum og stundum margir að kalla fram í eldhúsið sem var
rétt hjá „Enginn moli hjá mér,“ „enginn moli heldur hjá mér.“ Þá var
bætt úr því úr eldhúsinu. Ég heyrði aldrei neina kvörtun undan fæði
eða óánægju með veruna. Kennari var þennan vetur Ásgeir Magnús-
son, bróðir Magnúsar síðar ritstjóra Storms, sem var þá nemandi þar.
Ásgeir var ljómandi prúður og viðfelldinn, maður, táliðugur í leik-
fimi. Ég var mesti þorskhaus að læra, gat sem sagt ekki lagt saman
2 og 3 og gáfurnar í öðrum námsgreinum samsvarandi. Já, svona er
þetta. Annar hefur þetta og hinn hitt. Við þetta verða allir að sætta sig
hvort þeim líkar betur eða verr. Húsakynnin voru mjög köld, móofn
í skólastofunni, sem rétt volgnaði, og sífelldur öskuburður. Mórinn
var mjög slæmur. Einstaka sinnum kom þó góður mór, kolharður og
svartur, enda var hann kolaígildi. Skólarnir höfðu vetrarboð á víxl.
Hvanneyringum þótti mikið hnoss að koma í Hvítárbakkaboð, þar var
svo margt meyja. Þennan vetur var Hvanneyrarboð og var smáleikrit
sett á svið, mig minnir fjórir leikendur, þar á meðal ég með einhvern
grínkarl. Halldór skólastjóri var með nemendum sínum. Hann segir
við Sigurð skólastjóra, en þeir sátu saman á bekk: „Þessi strákur er
efni í leikara. Hvaðan er hann?“ Hann átti við mig. Jú, ég hefði ef til
vill getað leikið, en þá var þyngri þrautin að ég hefði enga rullu getað
lært og þá vantar mikið. Það var dansað á laugardagskvöldum og
Sigurður gamli kom oft út á dansgólfið, en oft vantaði spilara. Ég var
með munnhörpu og blés hana mikið, líklega ekkert lag, bara hávaði,
en þetta var þó nokkuð notað, blés hörpuna með annarri hendi en hélt