Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 131
131Borgfirðingabók 2011
utan um dömu með hinni. Eftir þennan vetur var skólaveru minni
lokið, en skólastjóri lagði að mér að verða fjárhirðir næsta vetur. Það
varð úr og var ég þá stundum meðreiðarsveinn hans þegar hann fór
á fundi upp að Deildartungu og víðar. Hann hélt upp á mig þótt ég
hefði smáa námshæfileika. Vetrarmennska var hæg, eitthvað á annað
hundrað kindur og svo snúningar gagnvart skólanum. Í fjósinu var
karl sem Davíð hét Jónatansson og hirti hann kýrnar. Hann var þar
með konu sína, Sigríði Jónsdóttur, bæði nokkuð gömul, hún var í
eldhúsi og tók mikið í nefið. Ég skar oft fyrir hana tóbak. Þau áttu son
sem var á skólanum, Lúðvík Nordal. Hann varð læknir á Eyrarbakka
og Selfossi. Þau voru bláfátæk að vinna fyrir syni sínum og koma
honum til mennta. Ég heimsótti hann á Eyrarbakka á bannárunum
og bað hann um að láta mig hafa einn hundaskammt af spíra. Hann
spurði mig hvað ég ætti langt í náttstað. „Að Selfossi,“ svaraði ég.
„Nú, þá veitir þér ekki af tveimur,“ og það var vel úti látið með glöðu
geði og kostaði ekki neitt.
Reykjavíkurdvöl
Næst liggur leiðin til Reykjavíkur þegar Hvítárbakkaveru er lokið.
Þar var ekki gripin upp vinna. Ég reyndi eyrarvinnu, hún var stopul,
það voru heilir dagar og hálfir og stundum engir. Gat ekki komið á
sjó, varð sjóveikur í höfninni að losa fisk úr togaralest, vann á ýmsum
stöðum og ekki til að henda reiður á, til dæmis til að færa mat eða
kaffi. Þá var flóabátur í ferðum til Akraness og Borgarness. Ingólfur
hét hann og afgreiðslu hafði Nicolai Bjarnason, gríðarfeitur og sver
karl. Ég lenti eitthvað í uppskipun hjá honum úr þessum bát, nema
það varð úr að ég réði mig hjá honum yfir sumarið, gat ekki hugsað
mér annað en fasta vinnu. Hann átti fjóra hesta og tvo léttivagna sem
kallaðir voru. Þetta voru fjaðravagnar, annar tveggja, hinn fjögurra
hjóla. Sá stærri tók fjóra farþega en sá minni tvo. Tveir hestar voru
fyrir þeim stærri en einn fyrir minni vagninum. Karlinn átti lítið hús
á Suðurgötu 5 og baklóð. Þar var hesthús og stæði fyrir vagnana. Ég
hafði þarna gott fæði og snæddi í eldhúsi hjá vinnukonunni. Nú er
búið að rífa þetta hús. Þessa vagna keyrði ég mikið um sumarið. Hann
leigði þá út, það voru útlendingar og bæjarmenn, fór margar ferðir á
Þingvöll, að Vífilsstöðum, til Hafnarfjarðar og fram og aftur um Sel-
tjarnarnes og bæinn. Ég man aðallega höfðingjana, - það er kallað