Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 136
136 Borgfirðingabók 2011
og var notaður þegar eitthvað þurfti að sækja til Hólmavíkur. Ég var
beðinn að taka hann að mér og sjá honum fyrir fóðri yfir veturinn.
Ég geri þetta, legg af stað suður og með mér vill endilega fara piltur
sem með mér vann um sumarið, 22 ára úr Þingvallasveit. Þennan
ferðafélaga minn hef ég ekki síðan séð eða heyrt og man ekki nafnið.
Nú leggjum við af stað snemma að morgni yfir Trékyllisheiði. Það
er ömurlegur fjallvegur, lausar grjóturðir. Við komum niður af henni
við botn Steingrímsfjarðar og komum að Bæ í Króksfirði síðla dags.
Þar bjó þá Ingimundur Magnússon, þekkti hann svolítið, hann hafði
komið að Hraunsnefi. Fékk þar eitt besta rúm sem ég hef sofið í, allt
tómur dúnn. Það er dúnn í sængurfötum við Breiðafjörð. Við höfðum
þann hátt á ferðinni að annar reið smáskokk þar sem var greiðfært,
fór svo af baki á grasi, skyldi Grána eftir og svona koll af kolli, riðum
og gengum til skiptis. Frá Bæ fórum við um Króksfjarðarnes og fyrir
Gilsfjörð í Tjaldanes til Halldórs bróður míns. Þessi landferð var nú
aðallega farin til þess að geta heimsótt hann. Frá Tjaldanesi var haldið
suður Dali. Í Lækjarskógi kom ég Grána fyrir í vetrarfóður fyrir 50
króna meðlag og fór að Hraunsnefi til Þorbjarnar bróður míns, gat
alltaf komið og rétt náði í réttirnar, Brekkurétt og Þverárrétt.
Það var ekki skemmtilegt að heilsa upp á Norðurárdalinn, Dyseyjan
hvít, ekkert hægt að heyja þar um sumarið. Hermann bóndi á Glit-
stöðum snapaði saman í sundunum um hálsinn á reiðingshestum.
Það var í mjóalegg á þeim niður á klaka. Þorbjörn á Hraunsnefi
snapaði saman uppi í Þverholtum og Fellaflóa og uppi í Bauluflóa,
Jón Böðvarsson sem þá var á Brekku, fór upp í Kambsflóa. Hann
gat slegið Kambsbrekkuna
upp af Selvaðinu. Hún er
snarbrött. Helga Jakobsdóttir
frá Hreðavatni var hjá honum
kaupakona. Hún sagði mér að
hún hefði rakað saman í stóra
hrúgu uppi í brekkunni, sest á
hana og rennt sér á rassinum
niður, mesta lystireisa, en að
komast upp aftur var mesta
púl, því að hvergi markaði
spor og engin táfesta. Á efri árum sinnir Þórður ungviðinu.