Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 139
139Borgfirðingabók 2011
í Hörgsholti á Snæfellsnesi. Guðrún giftist Jóni Þorsteinssyni og
bjuggu þau á Úlfsstöðum, áttu tvö börn, Þorstein og Ragnhildi. Hún
andaðist árið 1904 fertug að aldri. Ragnhildur dó árið 1934 í blóma
lífsins frá sambýlismanni og þremur dætrum ungum. Þetta fólk var
mikið myndar- og gáfufólk og vinátta og frændsemi við Gunnu á
Húsafelli fölskvalaus. Þorsteinn var tíður gestur á Húsafelli í upp-
vexti mínum, manna skemmtilegastur, hvers manns hugljúfi, rammur
að afli og víkingur til vinnu. Hann var kaupamaður á Húsafelli eitt
sumar. Honum var skáldskapur og heimspeki einkar hugleikin og
lýsti upp í kringum sig með skemmtilegum umþenkingum og var
börnum hinn besti kennari með hugarflugi sínu.
Sigurður bróðir Gunnu var dugnaðarmaður, mikil grenjaskytta.
Ég minnist hans og Sigurjóns sonar hans þegar þeir komu að
Húsafelli í grenjaleit. Þeir voru einstaklega viðfelldnir og skemmti-
Á Húsafelli 1930. Samkoma í tilefni af heimsókn Kristínar Þorsteinsdóttur í
Kanada. Efst: Þorsteinn Jónsson, systursonur Gunnu, Þorbjörn Sveinbjarnarson
smiður, Freymóður Þorsteinsson, bróður- og fóstursonur Gunnu, Ragnhildur
Sigurðardóttir, Páll Þorsteinsson hjón Steindórsstöðum, Þorsteinn Þorsteinsson
Húsafelli. Neðar: Gunna, Ástríður Þorsteinsdóttir á Signýjarstöðum með Þorstein
Þorsteinsson, Magnús Þorsteinsson, Kristín Þorsteinsdóttir með Ástríði Þorsteins-
dóttur, Kristleifur Þorsteinsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir Kaðalsstöðum, Ástríður
og Ólafur börn hennar, Sigrún Einarsdóttir.