Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 155
155Borgfirðingabók 2011
Hnausum og taldi að þar væru Hofstaðamenn að smala og sinnti því
ekki frekar þó upp rifjaðist síðar.
Sigurjón Jónsson, sem síðar bjó á Kópareykjum og var þá tæplega
tvítugur, til heimilis á Uppsölum, gekk fram á lík hennar suðaustast
í Hnausunum eða sunnanvert í svokölluðu Hnausatagli, upp af Upp-
sölum, undir kletti sem veitti aðeins skjól fyrir éljagangi og var þá í
raun stutt eftir að bænum á Uppsölum eins og hann stóð þá eða fimm
til sex hundruð metrar, en ganga hennar frá því skilið var við hana
tæpast minna en 6 km.
Þar sem lík hennar fannst var síðan hlaðin varða og mun það
nokkuð örugglega hafa verið gert að undirlagi Bjarna Daðasonar,
sem þá bjó á Uppsölum. Stendur sú varða enn og má heita vel hlaðin
og furðu stæðileg. En sá er munur á henni og flestum vörðum öðrum
að þeim er oftast ætlað að vísa mönnum veg með einhverjum hætti
og því hlaðnar þar sem hærra ber, en þessi er hlaðin í skjólinu þar
sem líkið fannst og er því minna áberandi fyrr en komið er nær henni.
Í hreppsbókum Hálsahrepps er næst að finna eftirfarandi klausu:
Árið 1911 þann 23. febrúar var hreppstjóri í Hálsahreppi staddur á
Hofsstöðum ásamt tveim vottum og virðingarmönnum, þeim Bjarna
á Uppsölum og Sigurði á Hofsstöðum, til að uppskrifa og virða eftir-
látnar eigur Gróu Sigurðardóttur sem andaðist 24. janúar 1911. Um
erfingja hennar er ekki kunnugt.
Fer svo virðing fram.
Bækur ......................................................................................................................kr au
1. Sjöorðabók og nýja testamenti .......................................................................00 20
2. Leynisamband ofl ..........................................................................................00 25
3. Biblíukjarni og Piltur og Stúlka .....................................................................00 50
4. Borðlampi .......................................................................................................00 50
5. Skips úr ...........................................................................................................00 75
6. 3 tvinnakefli og nálhús ................................................................................... 00 30
7. sápustykki, eldspýtustokk, töludunkur, fingurbjörg. ......................................00 25
8. gleraugu og meðalaglas ................................................................................. 00 20
9. Gleraugu ......................................................................................................... 00 50
10. 2 könnur ......................................................................................................... 00 80
11. diskur og bollapar .......................................................................................... 00 30
12. grá úlpa og tvist tau ........................................................................................ 00 50