Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 162
162 Borgfirðingabók 2011
gleyma þeim mikilvæga þætti sem Búnaðarfélag Íslands átti í vörslu
þjóðminja með starfi Ragnars Ásgeirssonar um miðbik síðustu aldar.
Ragnari, sem verið hafði garðyrkjuráðunautur félagsins, var þá falið
að fara um sveitir og safna föngum til byggðasafnanna er voru þá að
rísa og eflast víða um land. Meðal annars safnaði Ragnar gripum til
Byggðasafns Borgarfjarðar á árunum 1954-1955.
En svo gerðist það árið 1940 að gildi tóku ný lög um rannsóknir og
tilraunir í þágu landbúnaðarins. Í þeim sagði m.a. (20.gr.):
„Safni af landbúnaðarverkfærum skal komið upp við bændaskólann á
Hvanneyri undir umsjón verkfæranefndar. Reynt sé að fá sem flestar
verkfæraverzlanir og verksmiðjur til þess að leggja fram sýnishorn í
safnið, en ella skulu keypt til reynslu verkfæri, sem ekki fást á annan
hátt.“
Í greinargerð með frumvarpinu sagði svo um þessa grein:
„Breytingar á þeim vélum og áhöldum sem bændur þurfa að nota í starfi
sínu eru á síðari tímum nokkuð örar og margvíslegar. Nýjar hugmyndir
koma oft fram á því sviði, ný verkfæri eru flutt inn og smíðuð innan-
lands o.s.frv. Að fylgjast með öllu þessu er fróðlegt og nauðsynlegt,
einkum fyrir alla þá, sem leiðbeiningastörf hafa með höndum. Er því
mjög æskilegt að koma upp verkfærasafni þar sem unnt er að fylgjast
með öllum nýungum og breytingum í verkfæragerð. Telur nefndin [er
frumvarpið samdi] heppilegt, að slíkt safn sé á þeim bændaskólanum
sem er nær höfuðstaðnum …
Með þessari ákvörðun Alþingis var Verkfærasafnið á Hvanneyri lög-
fest sem nýmæli í byrjun hinnar raunverulegu vélaaldar til sveita, fyrst
og fremst til þess að kynna nýjustu landbúnaðarverkfæri á hverjum
tíma. Safnið var tengt starfi Verkfæranefndar, er reyna skyldi „ný
verkfæri eða breytingar á eldri verkfærum“ með verkfæratilraunum
við ...„búnaðarskólann á Hvanneyri nema hentara þyki að reyna sér-
stök verkfæri annarsstaðar“, eins og í lögunum sagði.
Safnið fékk lítinn heimanmund frá stofnanda sínum. Guðmundur
Jónsson, þá kennari á Hvanneyri en síðar skólastjóri þar, var hins
vegar áhugasamur um málefnið og það mun einkum hafa verið hans