Borgfirðingabók - 01.12.2011, Blaðsíða 167
167Borgfirðingabók 2011
sýnilegu safni varð tilbúinn í maímánuði 1988. Mátti þá fyrst segja
að komið væri Búvélasafn á Hvanneyri.
Safnhornið á Hvanneyri vakti strax sumarið 1988 verulega athygli
hinna mörgu gesta er þangað komu. Ýmsir hinna eldri hittu þar fyrir
gamla kunningja, og yngri kynslóðinni þótti forvitnilegt og spenn-
andi að sjá hin fornu tól, ekki sízt dráttarvélarnar. Reynsla hins fyrsta
sumars safnsins sýndi ótvírætt hver þörf var á að búvélasafn væri til
og opið almenningi á aðgengilegum stað.
Starfsemi Búvélasafnsins 1987-2007
Þegar Bútæknideild Rala flutti í nýtt húsnæði í október 1992 losnaði
allnokkurt rými í Verkfærahúsi Bændaskólans. Það var um skeið
leigt verktakafyrirtækinu Jörva hf, sem galt húsaleiguna að hluta
með uppgerð nokkurra gamalla dráttarvéla. Frumkvæði í þeim efnum
hafði Haukur Júlíusson, forstjóri Jörva hf, með samstarfsmönnum
sínum, þeim Erlendi Sigurðssyni og Hermanni Helga Traustasyni.
Um þetta leyti var skipaður eins konar stjórnarhópur Búvélasafnsins,
þeim Bjarna Guðmundssyni, Grétari Einarssyni og Hauki Júlíussyni,
ásamt Magnúsi B. Jónssyni skólastjóra. Öll voru verk þeirra Jörva-
manna að uppgerð vélanna vel og kunnáttusamlega af hendi leyst.
Jörvasamningar stóðu til ársins 1997, en þá var húsnæðið tekið í
gegn, lagfært og málað, auk þess sem dálítið viðbótarloft var smíðað
í NA-enda byggingarinnar. Var heildargólfflötur sýningarrýmisins þá
orðinn um 360 m2. Sýningargripum var komið fyrir í húsnæðinu og
það opnað á landbúnaðarsýningu, sem haldin var á Hvanneyri í sam-
bandi við Landsmót UMFÍ í Borgarfirði dagana 3.-6. júlí 1997. Um
svipað leyti var ábyrgð Bjarna Guðmundssonar á Búvélasafninu fyrir
hönd Bændaskólans í hlutastarfi formfest. Var þá komin nokkur festa
í tilveru og starf Búvélasafnsins, sem síðan hefur haldist. Árið 1998
var safninu ráðinn sumarsafnvörður, Þórunn Edda Bjarnadóttir, sem
við það varð fyrsti starfsmaður Búvélasafnsins. Sumarið 2003 fékk
safnið enn aukið rými í áðurnefndu húsnæði og hefur búið við það
síðan auk ófullkomins geymslurýmis.
Í kjölfar aukinnar kynningar á safninu tóku því að berast gripir og
ábendingar um gripi. Á tímabilinu 1987-2007 óx það mjög að gripa-
eign, mest fyrir velvild velunnara víða um land og þá ekki síst úr hópi
eldri og yngri nemenda frá Hvanneyri. Mest voru það verkfæri, vélar