Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 184
184 Borgfirðingabók 2011
en verktími var og er áætlaður tiltölulega rúmur og því bendir ekk-
ert til þess að verklok dragist. Ekki hafa komið upp óvænt frávik
frá kostnaðaráætlun og því er það von þeirra sem að verkinu standa
að kostnaðaráætlun upp á rúmar 800 milljónir króna muni standast.
Eftirlitsaðili af hálfu DAB með verkinu er verkfræðistofan Verkís.
Það er von og vissa þeirra sem að DAB standa að þessi fram-
kvæmd verði heimilinu til heilla. Sú aðstaða sem heimilisfólki
er búin í dag stenst engan veginn kröfur tímans. Tvíbýlum verður
útrýmt og allir heimilismenn fá eigin snyrtiaðstöðu. Jafnframt verður
aðbúnaður starfsmanna heimilisins allt annar en nú er. Notalegur
heimilisandi hefur auðkennt starfsemi DAB í núverandi húsakynnum
Þau fengu viðurkenningu á árinu 2009 fyrir meira en tíu ára starf á heimilinu.
Talið frá vinstri, Vignir Sigurþórsson, Sigurbjörg Helgadóttir, Inga Guðjónsdóttir,
Sigrún Sólmundardóttir, Sigríður Herdís Magnúsdóttir, Bjargey Magnúsdóttir, Anna
Kristín Pétursdóttir, Þóra Eygló Sigurðardóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristjana
Lillendahl, Helga Karlsdóttir, Bára Guðmundsdóttir, Dröfn Traustadóttir, Ólöf
Gunnarsdóttir, Margrét Sigurþórsdóttir, Sólrún Egilsdóttir, Halla Magnúsdóttir,
Sigríður Herdís Magnúsdóttir og Birna Jakobsdóttir, en hún átti að baki 36 ára
starfsferil hjá DAB. Nokkra vantar á myndina.