Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 192
192 Borgfirðingabók 2011
áratugurinn flýgur! Sumar vörður hafa misst sig nokkuð til hliðanna
og stikur hafa lagst útaf, svo sem fer um flesta við aldur. Það dugar
víst ekkert minna en árlegt viðhald á vörðum ef vel á að vera.
Vorið 2010 var ráðist í endurbætur, en þá styrkti Ferðamálaráð kaup
á stikum til íbóta, og enn voru það sjálfboðaliðar frá Sjá sem örkuðu
með á heiðina og upp að vatnaskilum við Tvívörður, þar sem haki og
járnkarl unnu á jarðís, sem var talsverður þótt komið væri undir lok
maímánaðar. Það var Grafardalsafkomandi og staðarhaldari, Böðvar
Jónsson, sem rétt áður hafði lagt dráttarvél sína í að koma efniviðnum
áleiðis fyrir það sama og áður: gleðina eina af því að leggja góðu
máli lið. Með átaki voru grafin niður járnrör og á þau festir vegvísar.
Annar vísar í vestur og stendur á honum Vatnshorn. Á hinn er letrað
Framdalur samkvæmt gamalli málvenju um botn Skorradals, þ.e.
svæðið ,,framfrá“.
Eystri hluti Síldarmannagatna
– framdalur eingöngu fyrir gangandi.
,,Framdalur“ er sá hluti Síldarmannagatna sem fer austur með Tví-
vörðuhæðunum, þokast svo niður rétt vestan í Fálkagilsdrögunum
og fer eftir það um nærri samfelldan melhrygg eða ás sem heitir fyrst
Vegahryggur og svo Vegaás eftir því sem hann mjókkar niður. Á þess-
ari leið er varðan Hinrik á vinstri hönd og stuttu síðar eru Kristínar-
vörður áður en komið
er að Laugarhólnum
sem svo nefnist vegna
volgru sem er austan í
hólnum. Fitjabræður,
þeir Guðmundur
faðir minn, Stefán og
Hallgrímur höfðu á
orði að laugin hefði
verið vel volg í þeirra
ungdæmi, kringum
1930, en nú er varla
að merkja nokkra
volgru. Helst að
óvenjulegur gróður Enn er á fótinn. Því er gott að hitta áningarstað.