Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 227
227Borgfirðingabók 2011
Í nóvember árið 1970 hélt félagið á myndarlegan hátt uppá 20
ára afmæli sitt og bauð öllum fyrrverandi og núverandi félögum til
hófs sem haldið var í Miðgarði um haustið. Í tilefni afmælisins var
ákveðið að efna til samkeppni um merki fyrir félagið. Þrettán tilllögur
bárust og voru greidd atkvæði um þær á félagsfundi í október 1970.
Langflest atkvæði hlaut tillaga Ketils B. Bjarnasonar. Í framhaldinu
voru útbúnir borðfánar með hinu nýja glæsilega merki og stuttu síðar
einnig lyklakippur. Félagið hélt einnig uppá þrítugsafmæli sitt 1980
og fertugsafmælið árið 1990 en veisluhöld féllu því miður niður árið
2000 er félagið fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu.
Knattspyrnuiðkun og upphafið að Fjördegi
Þó félagsmenn hafi í gegnum tíðina lagt stund á ýmsar íþróttagreinar
svo sem frjálsar íþróttir, sund, körfubolta, handbolta og borðtennis og
keppt í ýmsum mótum í þeim greinum er engum blöðum um það að
fletta hvaða íþróttagrein hefur náð hvað mestri hylli innan félagsins.
Fljótlega eftir að félagið fór að starfa á nýjan leik árið 1959 varð mik-
ill áhugi meðal félagsmanna á knattspyrnu sem stunduð var af kappi
og þá aðallega seinni part sumars. Æft var á jörðunum Bráðræði og
Skálatanga, en mjög dró úr ástundun í frjálsum íþróttum sem voru
vinsælastar við stofnun félagsins eins og frá er greint hér að framan.
Á einni knattspyrnuæfingunni sumarið 1960 kviknaði sú hug-
mynd að reyna að koma á fót knattspyrnuleik milli giftra og ógiftra
karlmanna í sveitinni. Á meðan hvor fylkingin, sú gifta og ógifta,
safnaði í lið var leikvöllur útbúinn á Bráðræðisbökkum og voru
mörkin búin til úr timbri sem til féll í sveitinni. Framan af gekk
þó giftum sínu verr að ná saman liði, og báru menn við skóleysi
og einnig því að þeir hefðu margt annað við tímann að gera en elta
boltatuðru. Þann 4. september árið 1960 var svo komið að leiknum
sjálfum, fyrsta „alvöru“ knattspyrnuleik í Innri-Akraneshreppi þó að
knattspyrnuástundun hafi sennilega hafist þrjátíu árum fyrr, en það
er önnur saga. Jón A. Guðmundsson, fyrsti formaður félagsins, tók
að sér dómgæslu og blés í dómaraflautu sem hafði verið fengin að
láni úr matrósafötum eins strákhnokka. Í hálfleik beið svo allra leik-
manna fullur trékassi af Pepsi Cola, sem þá þótti munaðarvara sem
ekki var drukkin hversdags. Lauk leiknum með sigri giftra. „Veður
var gott og áhorfendur margir“ eins og segir í heimildum frá þessum