Borgfirðingabók - 01.12.2011, Qupperneq 238
238 Borgfirðingabók 2011
Júpíter, lauk farmannaprófi 1980 og var stýrimaður og skipstjóri hjá
Skipaútgerð ríkisins á Esju og Heklu. Eftir að sú útgerð lagðist af
sigldi hann lengi með norrænum skipafélögum og lá leið hans víða
um heim. Halldór Karelsson Borgarnesi f.1940 tók farmannapróf
1964?, var á Borgarnes-skipunum, skipum Skipadeildar SÍS og hjá
Skipaútgerð ríkisins. Þar var hann skipstjóri í afleysingum. Einnig
var hann stýrimaður á m/s Freyfaxa, skipi Sementsverksmiðjunnar
á Akranesi. Ólafur Örn Gunnarsson Borgarnesi f. 1944 tók 1972
próf til 120 tonna réttinda og lauk 1973 fiskimannaprófi. Hann var
skipstjóri á m/s Geir goða frá Sandgerði, en afi hans hafði áður verið
skipstjóri á trébát með sama nafni Hann lærði rafvirkjun og starf-
aði sem meistari í þeirri grein. Sturla Sævar Karlsson Borgarnesi
f.1949 lauk 1 stigi farmannaprófs 1969, tók sveinspróf í múraraiðn og
starfaði sem meistari í greininni, fyrst í Borgarnesi síðar í Reykjavík.
Hilmar Helgason Borgarnesi f. 1951 tók farmannapróf 1979. Hann
sigldi hjá Hafskip h/f sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Er Hafskip
rúllaði yfir um hóf hann störf hjá Landhelgisgæslunni, fór til Banda-
ríkjanna lærði þar og lauk prófi í sjómælingafræði. Stjórnar nú sjó-
mælingum við Ísland. Hreggviður Hreggviðsson f. 1951, í móðurætt
úr Borgarnesi tók farmannapróf, starfaði hjá Eimskipafélaginu, Hval
hf. Starfar núna hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðmundur Hafþór
Þorvaldsson f. 1953 frá Hafþórsstöðum Norðurárdal sigldi á skipum
Skipadeildar SÍS, tók fiskimannapróf 1989. Var skipstjóri á togurum,
bæði síðu- og skutttogurum. Hörður Sigurðsson Bachmann f. 1955
í föðurætt úr Borgarnesi, tók farmannapróf 1978. Hefur siglt um
flest heimsins höf, tók stúdentspróf og lagði stund á sagnfræði við
Háskóla Íslands. Ásbjörn Skúlason, f. 1955, móðurætt úr Borgar-
nesi, lauk farmannaprófi 1979 og hlaut öll þau verðlaun sem í boði
voru að loknum skóla. Ásbjörn hefur starfað hjá Eimskipafélaginu
alla tíð. Hilmar Snorrason f. 1957 í móðurætt frá Hrafnkelsstöðum
í Hraunhreppi, lauk skipstjóraprófi 1978, var háseti, stýrimaður og
afleysingaskipstjóri á Gullfossi, Heklu og Esju, skipstjóri á Heklu,
skipstjóri skólaskipsins Sæbjargar og skólastjóri Slysavarnaskóla
sjómanna síðan 1991. Helgi Jónas Helgason f. 1964 Þursstöðum
Borgarhreppi tók 30 rúmlesta próf 1986. Hann var svo með báta
frá Hornafirði og Sandgerði á færum, netum og dragnót. uns kvóti
útgerðar þraut. Helgi býr nú í Njarðvík og stundar jöklaferðir með
ferðamenn.